Kæra rekstur spilakassa til lögreglu verði starfseminni ekki hætt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. mars 2021 18:45 Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. vísir/sigurjón Happdrætti Háskóla Íslands hefur verið veittur nokkurra daga frestur til þess að hætta rekstri spilakassa, annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að fólk sem hafi jafnvel misst aleiguna vegna meintrar ólöglegrar starfsemi muni jafnframt krefjast bóta. Í lögfræðiáliti sem Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa látið vinna segir að rekstur spilakassa sé kominn langt út fyrir heimildina sem Happdrætti Háskóla Íslands sé veitt í lögum. Þar segir að Happdrættið hafi ekki heimild til þess að láta annan aðila sjá um rekstrinn og að allur ágóði eigi að renna til skólans. Reyndin sé sú að félagið Háspenna ehf. reki spilavélarnar og hafi af því ríflegar tekjur, eða samanlagt 120 milljónir á árunum 2018 og 2019. „Þetta er eitthvað hlutafélag sem í rauninni fer ekki með leyfi til reksturs spilakassa. Og bréfið snýr að þessum þætti. Að hegningarlög eru brotin í fyrsta lagi með því að þau séu að hagnast og í öðru lagi að það sé verið að stunda fjárhættuspil í húsnæði þeirra,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Bréfið var sent 8. mars og þar er gerð krafa um að samstarfi Happdrættisins við Háspennu verði slitið innan tíu daga og að rekstur spilakassa verði lagður niður. Annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Alma segir að það verði gert fyrir eða eftir helgi. Afrit af bréfinu var sent á dómsmálaráðuneytið sem gefur út heimild til reksturs spilakassa. Málefnið hefur verið til umræðu á Alþingi og komu þrír ráðherrar fyrir velferðarnefnd í síðustu viku. Í umræðum um störf þingisns í dag sagði Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, að þingheimur þurfi að grípa til aðgerða. „Það er ekki siðferðislega réttlætanlegt að stofnanir eins og Rauði krossin, Háskólinn og Landsbjörg skuli fjármagna sig á eymd annarra. Þessu verður að linna strax.“ Í bréfinu segir jafnframt að fjöldi einstaklinga áskilji sér rétt til þess að leita réttar síns gagnvart Happdrætti háskólans, Háspennu og íslenksa ríkinu. „Þessi starfsemi er búin að vera í 27 ár og það er gríðarlega stór hópur sem hefur annað hvort misst allt sitt eða misst það tímabundið. Og ef það reynist rétt að þetta sé ólöglegt eins og við höfum haldið fram hlýtur að skapast skaðabótaskylda,“ segir Alma. Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Í lögfræðiáliti sem Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa látið vinna segir að rekstur spilakassa sé kominn langt út fyrir heimildina sem Happdrætti Háskóla Íslands sé veitt í lögum. Þar segir að Happdrættið hafi ekki heimild til þess að láta annan aðila sjá um rekstrinn og að allur ágóði eigi að renna til skólans. Reyndin sé sú að félagið Háspenna ehf. reki spilavélarnar og hafi af því ríflegar tekjur, eða samanlagt 120 milljónir á árunum 2018 og 2019. „Þetta er eitthvað hlutafélag sem í rauninni fer ekki með leyfi til reksturs spilakassa. Og bréfið snýr að þessum þætti. Að hegningarlög eru brotin í fyrsta lagi með því að þau séu að hagnast og í öðru lagi að það sé verið að stunda fjárhættuspil í húsnæði þeirra,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Bréfið var sent 8. mars og þar er gerð krafa um að samstarfi Happdrættisins við Háspennu verði slitið innan tíu daga og að rekstur spilakassa verði lagður niður. Annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Alma segir að það verði gert fyrir eða eftir helgi. Afrit af bréfinu var sent á dómsmálaráðuneytið sem gefur út heimild til reksturs spilakassa. Málefnið hefur verið til umræðu á Alþingi og komu þrír ráðherrar fyrir velferðarnefnd í síðustu viku. Í umræðum um störf þingisns í dag sagði Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, að þingheimur þurfi að grípa til aðgerða. „Það er ekki siðferðislega réttlætanlegt að stofnanir eins og Rauði krossin, Háskólinn og Landsbjörg skuli fjármagna sig á eymd annarra. Þessu verður að linna strax.“ Í bréfinu segir jafnframt að fjöldi einstaklinga áskilji sér rétt til þess að leita réttar síns gagnvart Happdrætti háskólans, Háspennu og íslenksa ríkinu. „Þessi starfsemi er búin að vera í 27 ár og það er gríðarlega stór hópur sem hefur annað hvort misst allt sitt eða misst það tímabundið. Og ef það reynist rétt að þetta sé ólöglegt eins og við höfum haldið fram hlýtur að skapast skaðabótaskylda,“ segir Alma.
Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent