Eftirlit tekið upp á innri landamærum Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2021 11:48 Undanfarna mánuði hefur verið flogið til tveggja áfangastaða utan Schengen svæðisins frá Keflavíkurflugvelli, Boston í Bandaríkjunum og Lundúna í Bretlandi. Almennt bann hefur þó ríkt á farþega þaðan með tilteknum undantekningum. Með breyttum reglum getur fólk sem hefur verið bólusett eða jafnað sig á Covid 19 frá löndum utan Schengen komið til landsins geti það sýnt fram á það með óyggjandi hætti. Vísir/Vilhelm Eftirlit verður tekið upp á innri landamærum Íslands eftir að fólki utan Schengen svæðisins sem hefur verið bólusett gegn Covid 19 verður leyft að koma til landsins. Yfirlögregluþjónn segir þetta auðvelda eftirlit með þeim sem koma til Íslands og frávísun þeirra sem ekki megi koma hingað. Íslensk stjórnvöld ákváðu í gær að fólk frá löndum utan Schengen svæðisins geti komið til Íslands ef það geti sýnt fram á með óyggjandi hætti að það hafi verið bólusett gegn Covid 19 veirunni eða fengið veirunna og sé búið að jafna sig. Þessu var vel tekið af samtökum fyrirtækja í ferðaþjónustu þar sem þetta gæti fjölgað ferðamönnum frá mikilvægum markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu eins og Bandaríkjunum og Bretlandi. Sigurgeir Sigmundsson segir breyttar reglur yfirvalda þýða að tekið verði upp eftirlit á innri landamærum Íslands í Schengen.almannavarnir Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir það hafa verið tafsamt að afgreiða farþega eftir að skilyrði voru sett fyrir svo kölluðum PCR vottorðum farþega hinn 19. febrúar. Nú bætist þetta við. „Við höfum verið upp í tvo tíma að tæma úr einni flugvél. Innan við tvö hundruð manns. Það var svona fyrstu dagana eftir að við fórum að skoða PCR vottorðin. Þetta gengur hraðar núna,“ segir Sigurgeir. Hingað til hefur verið flogið til tveggja áfangastaða utan Schengen. Boston í Bandaríkjunum og Lundúna í Bretlandi. Sigurgeir segir fáa farþega hafa verið í flugvélum frá þessum borgum. „Alla vegna þangað til núna þurfa þeir farþegar að hafa ríkar ástæður til að koma hingað. Það er almennt ferðabann á lönd utan Schengen. Þannig að þeir sem koma þaðan þurfa þá að vera í brýnum vinnuerindum með vottorð upp á það eða hitta fjölskyldu eða eitthvað slíkt,“ segir Sigurgeir. Farþegar frá Lundúnum hafi því aðallega verið Íslendingar. Það hefur ekki verið margt um manninn á Heathrow flugvelli í Lundúnum undanfarna mánuði. Farþegar sem koma til Bretlands þurfa að fara í sóttkví á hótelum og greiða fyrir gistinguna.Leon Neal/Getty Sigurgeir segir rýmkanir sem stjórnvöld hér á landi boði nú kalla á að tekið verði upp eftirlit á innri landamærum sem tilkynnt verði til stjórnar Schengen í Brussel. „En þá bætist við formleg vegabréfaskoðun sem er afgreidd samtímis. Þetta þýðir að við höfum þá miklu fastara land undir fótum til að grípa til aðgerða eins og frávísana og annað,“ segir yfirlögregluþjónninn. Þetta sé í samræmi við það sem vel flest ríki Evrópu geri og gert hafi verið hér í sextíu daga í fyrra. „Þetta gerir auðveldara að snúa þeim við sem ekki mega koma hingað. Það eru þá fyrst og fremst þriðja ríkis borgarar. En þetta tryggir það líka að við sjáum alla farþega sem koma hingað, hverjir þeir eru og hvaðan þeir koma,“ segir Sigurgeir Sigmundsson. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vill heldur að fyrirkomulag á landamærum taki mið af þróun faraldurs Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist aðspurður í samtali við fréttastofu að hann hefði heldur viljað taka mið af þróun faraldursins áður en nokkru væri slegið föstu um fyrirkomulag á landamærunum. 16. mars 2021 18:09 Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Íslensk stjórnvöld ákváðu í gær að fólk frá löndum utan Schengen svæðisins geti komið til Íslands ef það geti sýnt fram á með óyggjandi hætti að það hafi verið bólusett gegn Covid 19 veirunni eða fengið veirunna og sé búið að jafna sig. Þessu var vel tekið af samtökum fyrirtækja í ferðaþjónustu þar sem þetta gæti fjölgað ferðamönnum frá mikilvægum markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu eins og Bandaríkjunum og Bretlandi. Sigurgeir Sigmundsson segir breyttar reglur yfirvalda þýða að tekið verði upp eftirlit á innri landamærum Íslands í Schengen.almannavarnir Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir það hafa verið tafsamt að afgreiða farþega eftir að skilyrði voru sett fyrir svo kölluðum PCR vottorðum farþega hinn 19. febrúar. Nú bætist þetta við. „Við höfum verið upp í tvo tíma að tæma úr einni flugvél. Innan við tvö hundruð manns. Það var svona fyrstu dagana eftir að við fórum að skoða PCR vottorðin. Þetta gengur hraðar núna,“ segir Sigurgeir. Hingað til hefur verið flogið til tveggja áfangastaða utan Schengen. Boston í Bandaríkjunum og Lundúna í Bretlandi. Sigurgeir segir fáa farþega hafa verið í flugvélum frá þessum borgum. „Alla vegna þangað til núna þurfa þeir farþegar að hafa ríkar ástæður til að koma hingað. Það er almennt ferðabann á lönd utan Schengen. Þannig að þeir sem koma þaðan þurfa þá að vera í brýnum vinnuerindum með vottorð upp á það eða hitta fjölskyldu eða eitthvað slíkt,“ segir Sigurgeir. Farþegar frá Lundúnum hafi því aðallega verið Íslendingar. Það hefur ekki verið margt um manninn á Heathrow flugvelli í Lundúnum undanfarna mánuði. Farþegar sem koma til Bretlands þurfa að fara í sóttkví á hótelum og greiða fyrir gistinguna.Leon Neal/Getty Sigurgeir segir rýmkanir sem stjórnvöld hér á landi boði nú kalla á að tekið verði upp eftirlit á innri landamærum sem tilkynnt verði til stjórnar Schengen í Brussel. „En þá bætist við formleg vegabréfaskoðun sem er afgreidd samtímis. Þetta þýðir að við höfum þá miklu fastara land undir fótum til að grípa til aðgerða eins og frávísana og annað,“ segir yfirlögregluþjónninn. Þetta sé í samræmi við það sem vel flest ríki Evrópu geri og gert hafi verið hér í sextíu daga í fyrra. „Þetta gerir auðveldara að snúa þeim við sem ekki mega koma hingað. Það eru þá fyrst og fremst þriðja ríkis borgarar. En þetta tryggir það líka að við sjáum alla farþega sem koma hingað, hverjir þeir eru og hvaðan þeir koma,“ segir Sigurgeir Sigmundsson.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vill heldur að fyrirkomulag á landamærum taki mið af þróun faraldurs Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist aðspurður í samtali við fréttastofu að hann hefði heldur viljað taka mið af þróun faraldursins áður en nokkru væri slegið föstu um fyrirkomulag á landamærunum. 16. mars 2021 18:09 Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Vill heldur að fyrirkomulag á landamærum taki mið af þróun faraldurs Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist aðspurður í samtali við fréttastofu að hann hefði heldur viljað taka mið af þróun faraldursins áður en nokkru væri slegið föstu um fyrirkomulag á landamærunum. 16. mars 2021 18:09
Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36