Mikill áhugi á Íslandi og markaðsherferðir hafnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. mars 2021 20:00 Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð ferðamálaráðherra, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segja bjartara yfir sumrinu í ferðaþjónustu eftir tíðindi dagsins. Vísir Forstjóri Icelandair segir afar jákvætt að farþegar utan Schengen fái að koma til landsins með gild bólusetningar-eða mótefnavottorð. Mikilvægustu markaðir félagsins séu þar. Íslandsstofa hefur þegar hafið markaðssátak í Bretlandi og skynjar mikinn áhuga á Íslandi. Dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra tilkynntu eftir ríkisstjórnarfund í morgun að í vikunni yrðu tekin gild bólusettningar-eða mótefnavottorð frá farþegum ríkja utan Schengen, eins og frá Bretlandi og Bandaríkjunum. „Þetta eykur mjög svigrúm og tækifæri ferðaþjónustufyrirtækja til að markaðssetja sig gagnvart fólki sem hefur örugg vottorð, þannig að þetta eru mjög góðar fréttir,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Ferðamenn þurfa þó að hafa verið bólusettir með bóluefnum sem eru viðurkennd hjá Evrópsku lyfjastofnuninni. Rússneska bóluefnið Spútnik hefur enn ekki fengið viðurkenningu. „Það er verið að fara yfir Spútnik hjá stofnuninni og ef og þegar það verður samþykkt fær fólk sem hefur verið bólusett með því sömu afgreiðslu og aðrir,“ segir Þórdís. Hlutabréf hækkuðu Hlutabréf í Icelandair hækkuðu um sex prósent við tíðindi dagsins en árið 2019 mátti rekja 41% allra gistinátta á hótelum hér á landi til bandarískra og breskra ferðamanna. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair er ánægður með aðgerðirnar. „Þetta eru afar jákvæð tíðindi. Við höfum verið með mjög metnaðarfullar áætlanir fyrir sumarið í Evrópu, Bretlandi og Bandaríkjunum og þetta eykur vonir um að þær gangi eftir. Við erum búin að vera í markaðsetningu og söluaðgerðum í Bretlandi og Bandaríkjunum því þetta eru stærstu og mikilvægustu markaðir okkar og bólusetning þar hefur gengið vel miðað við aðra markaði,“ segir Bogi. Hann segir ferðahug í fólki. „Við höfum skynjað mikinn ferðavilja hjá fólki ekki síst í Bretlandi og Bandaríkjunum og mikinn áhuga á landinu,“ segir Bogi. Milljón horft á kynningu á Íslandi Íslandsstofa hóf á ný að markaðssetja Ísland í Bretlandi fyrir rúmri viku. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu þar segir að eftir tíðindi dagsins hefjist fljótlega markaðsátak í Bandaríkjunum. „Milljón manns hafa horft á myndbönd sem við erum að keyra þar og 600 þúsund manns horft á myndbönd sem við erum með á samfélagsmiðlum sem segir að það er talsverður áhugi í Bretlandi á Íslandi sem áfangastað,“ segir Sigríður. Hún segir að ákvörðun stjórnvalda hafi þegar verið kynnt erlendum ferðaheildsölum sem séu gríðarlega ánægðir því Ísland sé eftirsóknarverður áfangastaður. Þá hafi almannatengslaskrifstofur sem Íslandsstofa vinnur með í Bretlandi og Bandaríkjunum verið látnar vita. Sigríður býst þó ekki við mikilli fjölgun ferðamanna fyrr en í maí. „Í Bretlandi ráðleggja stjórnvöld Bretum að byrja ekki að ferðast fyrr en 17. maí þannig að þetta hefur ekki áhrif strax en mun hafa mjög góð áhrif á ferðamannasumarið,“ segir Sigríður. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ 16. mars 2021 16:49 Bætir stöðuna gagnvart mikilvægum mörkuðum í Bretlandi og Bandaríkjunum Ferðamálaráðherra telur að nýjar reglur um bólusetningar- og mótefnavottorð utan Schengen-ríkja breyti stöðu ferðaþjónustunnar talsvert til hins betra. Þetta gefi greininni tækifæri til að markaðssetja sig fyrir ferðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Asíu. 16. mars 2021 14:46 Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Sjá meira
Dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra tilkynntu eftir ríkisstjórnarfund í morgun að í vikunni yrðu tekin gild bólusettningar-eða mótefnavottorð frá farþegum ríkja utan Schengen, eins og frá Bretlandi og Bandaríkjunum. „Þetta eykur mjög svigrúm og tækifæri ferðaþjónustufyrirtækja til að markaðssetja sig gagnvart fólki sem hefur örugg vottorð, þannig að þetta eru mjög góðar fréttir,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Ferðamenn þurfa þó að hafa verið bólusettir með bóluefnum sem eru viðurkennd hjá Evrópsku lyfjastofnuninni. Rússneska bóluefnið Spútnik hefur enn ekki fengið viðurkenningu. „Það er verið að fara yfir Spútnik hjá stofnuninni og ef og þegar það verður samþykkt fær fólk sem hefur verið bólusett með því sömu afgreiðslu og aðrir,“ segir Þórdís. Hlutabréf hækkuðu Hlutabréf í Icelandair hækkuðu um sex prósent við tíðindi dagsins en árið 2019 mátti rekja 41% allra gistinátta á hótelum hér á landi til bandarískra og breskra ferðamanna. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair er ánægður með aðgerðirnar. „Þetta eru afar jákvæð tíðindi. Við höfum verið með mjög metnaðarfullar áætlanir fyrir sumarið í Evrópu, Bretlandi og Bandaríkjunum og þetta eykur vonir um að þær gangi eftir. Við erum búin að vera í markaðsetningu og söluaðgerðum í Bretlandi og Bandaríkjunum því þetta eru stærstu og mikilvægustu markaðir okkar og bólusetning þar hefur gengið vel miðað við aðra markaði,“ segir Bogi. Hann segir ferðahug í fólki. „Við höfum skynjað mikinn ferðavilja hjá fólki ekki síst í Bretlandi og Bandaríkjunum og mikinn áhuga á landinu,“ segir Bogi. Milljón horft á kynningu á Íslandi Íslandsstofa hóf á ný að markaðssetja Ísland í Bretlandi fyrir rúmri viku. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu þar segir að eftir tíðindi dagsins hefjist fljótlega markaðsátak í Bandaríkjunum. „Milljón manns hafa horft á myndbönd sem við erum að keyra þar og 600 þúsund manns horft á myndbönd sem við erum með á samfélagsmiðlum sem segir að það er talsverður áhugi í Bretlandi á Íslandi sem áfangastað,“ segir Sigríður. Hún segir að ákvörðun stjórnvalda hafi þegar verið kynnt erlendum ferðaheildsölum sem séu gríðarlega ánægðir því Ísland sé eftirsóknarverður áfangastaður. Þá hafi almannatengslaskrifstofur sem Íslandsstofa vinnur með í Bretlandi og Bandaríkjunum verið látnar vita. Sigríður býst þó ekki við mikilli fjölgun ferðamanna fyrr en í maí. „Í Bretlandi ráðleggja stjórnvöld Bretum að byrja ekki að ferðast fyrr en 17. maí þannig að þetta hefur ekki áhrif strax en mun hafa mjög góð áhrif á ferðamannasumarið,“ segir Sigríður.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ 16. mars 2021 16:49 Bætir stöðuna gagnvart mikilvægum mörkuðum í Bretlandi og Bandaríkjunum Ferðamálaráðherra telur að nýjar reglur um bólusetningar- og mótefnavottorð utan Schengen-ríkja breyti stöðu ferðaþjónustunnar talsvert til hins betra. Þetta gefi greininni tækifæri til að markaðssetja sig fyrir ferðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Asíu. 16. mars 2021 14:46 Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Sjá meira
Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ 16. mars 2021 16:49
Bætir stöðuna gagnvart mikilvægum mörkuðum í Bretlandi og Bandaríkjunum Ferðamálaráðherra telur að nýjar reglur um bólusetningar- og mótefnavottorð utan Schengen-ríkja breyti stöðu ferðaþjónustunnar talsvert til hins betra. Þetta gefi greininni tækifæri til að markaðssetja sig fyrir ferðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Asíu. 16. mars 2021 14:46
Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36