Innlent

Slær í storm á Breiðafirði á morgun

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Athugið að veðuraðstæður eru varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er beðið um að sýna aðgát.
Athugið að veðuraðstæður eru varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er beðið um að sýna aðgát. Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun vegna sunnan storms á Breiðafirði tekur gildi á morgun klukkan fjögur. Tuttugu til tuttugu og fimm metrar á sekúndu á Snæfellsnesi.

Búast má við mjög snörpum vindhviðum, staðbundið yfir þrjátíu metrum á sekúndu.

Athugið að veðuraðstæður eru varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er beðið um að sýna aðgát. Gula viðvörunin gildir fram yfir miðnætti á miðvikudag.

Öllu betra veður er í kortunum fyrir austanvert landið en spáð er allt að fimmtán stiga hita á Austfjörðum.


Tengdar fréttir

Spá allt að fjórtán stiga hita

Víðáttumikil hæð á Biscayaflóa stýrir veðrinu í augnablikinu og beinir votum og mildum sunnanáttum að landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×