Laun minna menntaðra hækkað meira en menntaðra Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2021 11:30 Á undanförnum árum hefur verið lögð áhersla á að hækka lægstu laununin við gerð kjarasamninga. Stöð 2/Friðrik Þór Munur á launum þeirra sem einungis eru með grunnmenntun annars vegar og þeirra sem eru annað hvort með starfs- eða framhaldsmenntun eða háskólamenntun hins vegar minnkaði á tíu ára tímabili frá árinu 2009. Aldur ólíkra stétta ræður þó mestu um laun fólks. Í samantekst Hagstofu Íslands yfir launaþróun frá árinu 2009 til 2019 kemur fram að munur á atvinnutekjum einstaklinga á aldrinum 25 til 64 ára eftir menntunarstigi hefur heldur minnkað með árunum. Árið 2009 voru einstaklingar með starfs- og framhaldsmenntun með 19% hærri atvinnutekjur en þeir sem voru eingöngu með grunnmenntun. Árið 2019 var þessi munur kominn niður í 10%. Hér sést þróun launa innan einstakra hópa frá árinu 2009 til 2019.hagstofa íslands Þá fór munur á atvinnutekjum einstaklinga með háskólamenntun og þeirra sem voru með grunnmenntun úr 61% í 39% á tíu árum. Hagstofan segir þó rétt að halda til haga að á þessu tímabili hafi fjölgað hlutfallslega í hópi einstaklinga með háskólamenntun en fækkað í hópi þeirra sem einungis hafi grunnmenntun. Að einhverju leyti má sennilega skýra þessar breytingar með áherslu á hækkun lægstu launa við gerð kjarasamninga á undanförnum árum. Á umræddu tímabili hafa atvinnutekjur þeirra sem eru með grunnmentun hækkað um 39 prósent, þeirra sem hafa starfs- og framhaldsskólamenntun um 28 prósent og háskólamenntun um 20 prósent. Þegar heildartekjur fólks eftir aldri og menntun eru skoðaðar saman í úttekt Hagstofunnar kemur í ljós að aldur ræður mjög miklu um launamun einstakra menntunarhópa. Í yngsta aldurshópnum, sextán til tuttugu og fjögurra ára er ekki mikill munur á launum þeirra sem eru með starfs- og framhaldsmenntun og háskólamenntun en þeir sem eru einungis með grunnmenntun á þessum aldri eru með mun lægri laun en þessir tveir hópar. Hér sést hvernig grunnskólamenntaðir draga mjög á starfs- og framhaldsskólamenntaða þegar komið er í aldurshópinn tuttugu og fimm til fimmtíu og fjögurra ára.hagstofa íslands Þegar komið er í aldurshópinn tuttugu og fimm til fimmtíu og fjögurra ára draga grunnskólamenntaðir mikið á hópinn með starfs- og framhaldsskólamenntun. Þá eru þessir tveir hópar sitt hvoru meginn við fimmhundruð þúsund króna mánaðarlaun en háskólamenntaðir fara í tæpar sjö hundruð þúsund krónur. Þegar lengra kemur á starfsævina, þegar fólk er fimmtíu og fimm til sjötíu og fjögurra ára, síga mánaðarlaun þeirra sem eru með grunnskólamenntun að meðaltali niður í fjögurhundruð þúsund krónur, starfs- og framhaldsskólamenntaðir hækka örlítið yfir hálfu milljóninni en háskólamenntaðir fara að meðaltali í rúmar sjö hundruð þúsund krónur. Þegar fólk er síðan orðið sjötíu og fimm ára eða eldra lækka bæði grunnskólamenntaðir og starfs- og framhaldsskólamenntaðir í tæp fjögurhundruð þúsund annars vegar og fjögurhundruð þúsund slétt að jafnaði hins vegar. En háskólamenntaðir eru enn nokkuð yfir hálfri milljón í mánaðrlaunum. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Í samantekst Hagstofu Íslands yfir launaþróun frá árinu 2009 til 2019 kemur fram að munur á atvinnutekjum einstaklinga á aldrinum 25 til 64 ára eftir menntunarstigi hefur heldur minnkað með árunum. Árið 2009 voru einstaklingar með starfs- og framhaldsmenntun með 19% hærri atvinnutekjur en þeir sem voru eingöngu með grunnmenntun. Árið 2019 var þessi munur kominn niður í 10%. Hér sést þróun launa innan einstakra hópa frá árinu 2009 til 2019.hagstofa íslands Þá fór munur á atvinnutekjum einstaklinga með háskólamenntun og þeirra sem voru með grunnmenntun úr 61% í 39% á tíu árum. Hagstofan segir þó rétt að halda til haga að á þessu tímabili hafi fjölgað hlutfallslega í hópi einstaklinga með háskólamenntun en fækkað í hópi þeirra sem einungis hafi grunnmenntun. Að einhverju leyti má sennilega skýra þessar breytingar með áherslu á hækkun lægstu launa við gerð kjarasamninga á undanförnum árum. Á umræddu tímabili hafa atvinnutekjur þeirra sem eru með grunnmentun hækkað um 39 prósent, þeirra sem hafa starfs- og framhaldsskólamenntun um 28 prósent og háskólamenntun um 20 prósent. Þegar heildartekjur fólks eftir aldri og menntun eru skoðaðar saman í úttekt Hagstofunnar kemur í ljós að aldur ræður mjög miklu um launamun einstakra menntunarhópa. Í yngsta aldurshópnum, sextán til tuttugu og fjögurra ára er ekki mikill munur á launum þeirra sem eru með starfs- og framhaldsmenntun og háskólamenntun en þeir sem eru einungis með grunnmenntun á þessum aldri eru með mun lægri laun en þessir tveir hópar. Hér sést hvernig grunnskólamenntaðir draga mjög á starfs- og framhaldsskólamenntaða þegar komið er í aldurshópinn tuttugu og fimm til fimmtíu og fjögurra ára.hagstofa íslands Þegar komið er í aldurshópinn tuttugu og fimm til fimmtíu og fjögurra ára draga grunnskólamenntaðir mikið á hópinn með starfs- og framhaldsskólamenntun. Þá eru þessir tveir hópar sitt hvoru meginn við fimmhundruð þúsund króna mánaðarlaun en háskólamenntaðir fara í tæpar sjö hundruð þúsund krónur. Þegar lengra kemur á starfsævina, þegar fólk er fimmtíu og fimm til sjötíu og fjögurra ára, síga mánaðarlaun þeirra sem eru með grunnskólamenntun að meðaltali niður í fjögurhundruð þúsund krónur, starfs- og framhaldsskólamenntaðir hækka örlítið yfir hálfu milljóninni en háskólamenntaðir fara að meðaltali í rúmar sjö hundruð þúsund krónur. Þegar fólk er síðan orðið sjötíu og fimm ára eða eldra lækka bæði grunnskólamenntaðir og starfs- og framhaldsskólamenntaðir í tæp fjögurhundruð þúsund annars vegar og fjögurhundruð þúsund slétt að jafnaði hins vegar. En háskólamenntaðir eru enn nokkuð yfir hálfri milljón í mánaðrlaunum.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira