Milljóna sekt á leiðinni fyrir að mæta í röngum bíl á æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 11:01 Kingsley Coman tryggði Bayern München sigur í Meistaradeildinni síðasta haust. EPA-EFE/Alexander Hassenstein Hjá þýska félaginu Bayern München er það bara ein bílategund sem skiptir máli og það er eins gott fyrir leikmenn liðsins að hlýða því. Því fær veski Kingsley Coman líklega að kynnast á næstunni. Kingsley Coman verður væntanlega sektaður um fimmtíu þúsund evrur fyrir að mæta á Mercedes bíl á æfingu liðsins á dögunum en allir leikmenn eiga á mæta á æfingar og í leiki á Audi bílum. Audi er stór styrktaraðili hjá Bayern. Það ætti samt ekki að vera mikil vandræði fyrir leikmenn Bayern að fylgja þessum reglum enda fá þeir allir bíl frá Audi. Þrátt fyrir þetta gengur einum leikmanni liðsins erfiðlega að fylgja þessari reglu. Kingsley Coman facing a 50,000 fine for driving to Bayern Munich training in the wrong car https://t.co/Drtk4ub69R— SPORTbible (@sportbible) March 16, 2021 Þýska blaðið BILD segir frá hrakförum Kingsley Coman þegar honum var ekki hleypt inn á æfingasvæðið á Mercedes bílnum sínum. Sportbild segir líka að hann eigi vona á fimmtíu þúsund evru sekt sem gerir um 7,6 milljónir íslenskra króna. Audi bílaframleiðandinn á 8,33 prósent hlut í Bayern og samstarfið þeirra er sagt vera að skila félaginu 42,8 milljónum punda á ári. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi 24 ára gamli Frakki gerist sekur um að brjóta þessar reglur. Hann mætti á McLaren sportbílnum sínum á æfingu í fyrra. Kingsley Coman baðst þá afsökunar en hann sagði þá ástæðuna vera að það hafi verið smá beygla á Audi bílnum hans. Sportbild reporting that Kingsley Coman faces a 50,000 fine from Bayern Munich for showing up to training in his Mercedes rather than his Audi company car. Club rules demand each player has to travel in an Audi for business appointments because they re a huge club sponsor.— Stefan Bienkowski (@SBienkowski) March 15, 2021 Hann bauðst líka til að mæta til Ingolstadt þar sem Audi verksmiðjan er og gefa eiginhandaráritanir í klukkutíma. Coman hefur tekið þátt í tuttugu leikjum með Bayern í Bundesligunni á þessu tímabili og er með þrjú mörk og tíu stoðsendingar í þeim. Það var einmitt Coman sem skoraði sigurmark Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Kingsley Coman verður væntanlega sektaður um fimmtíu þúsund evrur fyrir að mæta á Mercedes bíl á æfingu liðsins á dögunum en allir leikmenn eiga á mæta á æfingar og í leiki á Audi bílum. Audi er stór styrktaraðili hjá Bayern. Það ætti samt ekki að vera mikil vandræði fyrir leikmenn Bayern að fylgja þessum reglum enda fá þeir allir bíl frá Audi. Þrátt fyrir þetta gengur einum leikmanni liðsins erfiðlega að fylgja þessari reglu. Kingsley Coman facing a 50,000 fine for driving to Bayern Munich training in the wrong car https://t.co/Drtk4ub69R— SPORTbible (@sportbible) March 16, 2021 Þýska blaðið BILD segir frá hrakförum Kingsley Coman þegar honum var ekki hleypt inn á æfingasvæðið á Mercedes bílnum sínum. Sportbild segir líka að hann eigi vona á fimmtíu þúsund evru sekt sem gerir um 7,6 milljónir íslenskra króna. Audi bílaframleiðandinn á 8,33 prósent hlut í Bayern og samstarfið þeirra er sagt vera að skila félaginu 42,8 milljónum punda á ári. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi 24 ára gamli Frakki gerist sekur um að brjóta þessar reglur. Hann mætti á McLaren sportbílnum sínum á æfingu í fyrra. Kingsley Coman baðst þá afsökunar en hann sagði þá ástæðuna vera að það hafi verið smá beygla á Audi bílnum hans. Sportbild reporting that Kingsley Coman faces a 50,000 fine from Bayern Munich for showing up to training in his Mercedes rather than his Audi company car. Club rules demand each player has to travel in an Audi for business appointments because they re a huge club sponsor.— Stefan Bienkowski (@SBienkowski) March 15, 2021 Hann bauðst líka til að mæta til Ingolstadt þar sem Audi verksmiðjan er og gefa eiginhandaráritanir í klukkutíma. Coman hefur tekið þátt í tuttugu leikjum með Bayern í Bundesligunni á þessu tímabili og er með þrjú mörk og tíu stoðsendingar í þeim. Það var einmitt Coman sem skoraði sigurmark Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira