Segja útilokað að rafmagnsbilanir tengist jarðhræringum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. mars 2021 13:54 Hs Veitur segja útilokað að rafmagnsleysi hafi orðið í Hafnarfirði í morgun og gær vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Visir/Vilhelm Sviðsstjóri rafmagnssviðs HS veitna segir útilokað að jarðskjálftahrinann á Reykjanesi hafi valdið rafmagnsleysi í Hafnarfirði í gærkvöldi og morgun. Þetta er þriðja rafmagnsbilunin hjá HS veitum í þessum mánuði Rafmagnslaust var í í Arnarhrauni og Smyrlahrauni í Hafnarfirði frá klukkan hálf sjö í morgun til rúmlega tíu. Þar varð einnig rafmagnslaust í gærkvöldi. Egill Sigmundsson sviðsstjóri rafmagnssviðs HS Veitna segir að menn hafi talið að þeir væru búnir að lagfæra bilunina í gærkvöldi en sama bilun hafi svo komið aftur upp í morgun. „Við töldum að við værum búin að greina hvar þetta væri í gær, þetta er sem sagt bilun í holtunarkerfinu hjá okkur þar sem margar dreifistöðvar hanga á háspennustrengjum. Hún kom svo aftur upp í morgun en það tókst að lagfæra hana rétt eftir tíu í morgun,“ segir Egill. Rafmagnslaust varð í Grindavík um tíma þann 5. mars þegar bruninn háspennurofi olli rafmagnsleysi þar klukkustundum saman. HS Veitur tilkynntu að ekki væri talið að bilunin tengdist jarðhræringum þar síðustu daga. Sama dag varð rafmagnslaust á Selfossi um tíma vegna útleysinga á Selfosslínu 1. Egill segir útilokað að rafmagnsbilunin í Hafnarfirði síðasta sólahring tengist jarðhræringunum á Reykjanesi. „Bilun í strengjum verður bara og gerist nánast vikulega ekki kannski hjá okkur en út um allt land. Við erum kannski með 1-2 háspennubilanir í Hafnarfirði á ári. Það er útilokað að bilunin nú tengist jarðaskjálftahrynunni á Reykjanesi,“ segir Egill. Hafnarfjörður Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Rafmagnslaust var í hluta Hafnarfjarðar Ekkert rafmagn hefur verið í Arnarhrauni og Smyrlahrauni í Hafnarfirði frá því klukkan hálf sjö í morgun. Sviðsstjóri rafmagnssviðs HS Veitna segist vonast til að komist verði fyrir bilunina fyrir hádegið. 14. mars 2021 09:23 Hefði ekki átt að vera rafmagnslaust svona lengi Egill Þorsteinn Sigmundsson, Sviðsstjóri rafmagnssviðs hjá HS Veitum, segir ólíklegt að rafmagnsleysið í Grindavík megi rekja til jarðhræringa á Reykjanesi. Það sé fyrst og fremst óheppni að rafmagni hafi slegið út í Grindavík á þessum tímapunkti. Töluvert langan tíma tók að finna bilunina sem olli rafmagnsleysinu. Rafmagnslaust var í um átta til tíu klukkustundir í gær. 6. mars 2021 11:32 Selfyssingar aftur komnir með rafmagn Rafmagn er aftur komið á Selfoss eftir að það datt út á ellefta tímanum í kvöld. Selfosslína er ennþá úti en verið er að skoða hana samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. 5. mars 2021 23:15 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Rafmagnslaust var í í Arnarhrauni og Smyrlahrauni í Hafnarfirði frá klukkan hálf sjö í morgun til rúmlega tíu. Þar varð einnig rafmagnslaust í gærkvöldi. Egill Sigmundsson sviðsstjóri rafmagnssviðs HS Veitna segir að menn hafi talið að þeir væru búnir að lagfæra bilunina í gærkvöldi en sama bilun hafi svo komið aftur upp í morgun. „Við töldum að við værum búin að greina hvar þetta væri í gær, þetta er sem sagt bilun í holtunarkerfinu hjá okkur þar sem margar dreifistöðvar hanga á háspennustrengjum. Hún kom svo aftur upp í morgun en það tókst að lagfæra hana rétt eftir tíu í morgun,“ segir Egill. Rafmagnslaust varð í Grindavík um tíma þann 5. mars þegar bruninn háspennurofi olli rafmagnsleysi þar klukkustundum saman. HS Veitur tilkynntu að ekki væri talið að bilunin tengdist jarðhræringum þar síðustu daga. Sama dag varð rafmagnslaust á Selfossi um tíma vegna útleysinga á Selfosslínu 1. Egill segir útilokað að rafmagnsbilunin í Hafnarfirði síðasta sólahring tengist jarðhræringunum á Reykjanesi. „Bilun í strengjum verður bara og gerist nánast vikulega ekki kannski hjá okkur en út um allt land. Við erum kannski með 1-2 háspennubilanir í Hafnarfirði á ári. Það er útilokað að bilunin nú tengist jarðaskjálftahrynunni á Reykjanesi,“ segir Egill.
Hafnarfjörður Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Rafmagnslaust var í hluta Hafnarfjarðar Ekkert rafmagn hefur verið í Arnarhrauni og Smyrlahrauni í Hafnarfirði frá því klukkan hálf sjö í morgun. Sviðsstjóri rafmagnssviðs HS Veitna segist vonast til að komist verði fyrir bilunina fyrir hádegið. 14. mars 2021 09:23 Hefði ekki átt að vera rafmagnslaust svona lengi Egill Þorsteinn Sigmundsson, Sviðsstjóri rafmagnssviðs hjá HS Veitum, segir ólíklegt að rafmagnsleysið í Grindavík megi rekja til jarðhræringa á Reykjanesi. Það sé fyrst og fremst óheppni að rafmagni hafi slegið út í Grindavík á þessum tímapunkti. Töluvert langan tíma tók að finna bilunina sem olli rafmagnsleysinu. Rafmagnslaust var í um átta til tíu klukkustundir í gær. 6. mars 2021 11:32 Selfyssingar aftur komnir með rafmagn Rafmagn er aftur komið á Selfoss eftir að það datt út á ellefta tímanum í kvöld. Selfosslína er ennþá úti en verið er að skoða hana samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. 5. mars 2021 23:15 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Rafmagnslaust var í hluta Hafnarfjarðar Ekkert rafmagn hefur verið í Arnarhrauni og Smyrlahrauni í Hafnarfirði frá því klukkan hálf sjö í morgun. Sviðsstjóri rafmagnssviðs HS Veitna segist vonast til að komist verði fyrir bilunina fyrir hádegið. 14. mars 2021 09:23
Hefði ekki átt að vera rafmagnslaust svona lengi Egill Þorsteinn Sigmundsson, Sviðsstjóri rafmagnssviðs hjá HS Veitum, segir ólíklegt að rafmagnsleysið í Grindavík megi rekja til jarðhræringa á Reykjanesi. Það sé fyrst og fremst óheppni að rafmagni hafi slegið út í Grindavík á þessum tímapunkti. Töluvert langan tíma tók að finna bilunina sem olli rafmagnsleysinu. Rafmagnslaust var í um átta til tíu klukkustundir í gær. 6. mars 2021 11:32
Selfyssingar aftur komnir með rafmagn Rafmagn er aftur komið á Selfoss eftir að það datt út á ellefta tímanum í kvöld. Selfosslína er ennþá úti en verið er að skoða hana samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. 5. mars 2021 23:15