Erlent

Ítalir stefna á að hraða bólu­setningum til muna

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Bólusett með bóluefni AstraZeneca í Róm.
Bólusett með bóluefni AstraZeneca í Róm. AP Photo/Andrew Medichini

Ítölsk stjórnvöld hyggjast vera búin að bólusetja minnst áttatíu prósent ítölsku þjóðarinnar við kórónuveirunni fyrir septemberlok á þessu ári. Stjórnvöld hafa mátt þola gagnrýni fyrir hægan gang bólusetninga í landinu, sem er eitt þeirra Evrópuríkja sem verst hefur orðið fyrir kórónuveirufaraldrinum.

Reuters-fréttastofan greinir frá því að Francesco Paolo Figliuolo, hershöfðingi og sérstaklega skipaður yfirmaður kórónuveirumála á Ítalíu, hafi látið gera bólusetningaráætlun á landsvísu sem gerir ráð fyrir að hægt verði að bólusetja allt að hálfa milljón manna á dag.

Tæpar tvær milljónir Ítala hafa fengið fulla bólusetningu, eða um 3,8 prósent þeirra sem geta fengið bólusetningu, þar eru meðal annars undanskilin börn og fólk sem ekki fær bóluefni vegna ofnæmisviðbragða. Stjórnvöld gera ráð fyrir að fjöldabólusetning geti farið fram á ýmsum stöðum, svo sem í húsakynnum hersins, verslunarmiðstöðvum, líkamsræktarstöðvum, skólum og safnaðarheimilum.

Yfir hundrað þúsund manns hafa látið lífið af völdum Covid-19 á Ítalíu frá því faraldurinn hófst fyrir rúmu ári síðan, og er það næst mesti fjöldi látinna í Evrópuríki, en fleiri hafa látið lífið í Bretlandi. Samkvæmt opinberum tölum ítalskra stjórnvalda hafa 3,2 milljónir greinst með Covid-19 þar í landi.


Tengdar fréttir

Ítalir herða tökin aftur af ótta við nýja bylgju faraldursins

Verslunum, veitingastöðum og skólum verður lokað víðast hver á Ítalíu á mánudag vegna fjölgunar smitaðra undanfarna daga. Mario Draghi, forsætisráðherra, varar við því að ný bylgja kórónuveirufaraldursins sé í uppsiglingu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×