Innlent

Fær­eyski skatt­stjórinn segist ekkert kannast við stað­hæfingu Sam­herja

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Færeyski skattstjórinn segist ekki hafa sagt Samherja að þeir væru ekki til rannsóknar í Færeyjum.
Færeyski skattstjórinn segist ekki hafa sagt Samherja að þeir væru ekki til rannsóknar í Færeyjum. Vísir/Sigurjón

Færeyski skattstjórinn segist ekki hafa sagt Samherja að þeir væru ekki til rannsóknar í Færeyjum. Útgerðarfélagið hafnaði því í dag að það væri til rannsóknar. Skattstjórinn segir ljóst að um einhver konar misskilning sé að ræða.

Fullyrt var í frétt á vef Ríkisútvarpsins í gær að rannsókn á mögulegum skattalagabrotum Samherja væri hafin í Færeyjum. Var þar vísað til ummæla Eyðuns Mørkøre, yfirmanns færeyska skattsins, sem hann lét falla í fréttaþætti færeyska sjónvarpsins á fimmtudagskvöld.

„Mín fyrsta hugsun var: hér er skítamál á ferðinni,“ hafði RÚV eftir Mørkøre og var þar vísað til ásakana um að Samherji hefði misnotað skattareglur í Færeyjum til að komast hjá skattgreiðslum í Namibíu.

Samherji sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann fullyrti að fyrirtækið hafi fengið staðfest frá Mørkøre að engin skattrannsókn sé hafin á hendur Samherja í Færeyjum. Hann hafi einnig staðfest að RÚV hafi haft rangt eftir honum.

„Að sjálfsögðu verður „málið“ sem var talað um í þættinum „Tey ómettuligu“ kannað af skattinum, eins og ég sagði í Degi og viku þann 11. Mars,“ skrifar Mørkøre á Facebook, þar sem hann deilir frétt KVF um yfirlýsingu Samherja.

Sjálvandi verður "málið" sum varð umtalað í sendingini "Tey ómettuligu" kannað av TAKS, eins og eg segði í Degi og viku...

Posted by Eyðun Mørkøre on Saturday, March 13, 2021

„Ég hef ekki á nokkurn hátt vottað fyrir Samherja á Íslandi að eitthvað væri öðruvísi en það sem ég sagði í Degi og viku. Það mun vera einhver misskilningur,“ skrifar Mørkøre.


Tengdar fréttir

Samherji segist ekki til skattrannsóknar í Færeyjum

Útgerðarfélagið Samherji hafnar því að það sé til rannsóknar skattayfirvalda í Færeyjum. Það sakar Ríkisútvarpið um að snúa út úr ummælum yfirmanni færeyska skattsins í frétt sinni í gær.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.