Færeyski skattstjórinn segist ekkert kannast við staðhæfingu Samherja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. mars 2021 20:46 Færeyski skattstjórinn segist ekki hafa sagt Samherja að þeir væru ekki til rannsóknar í Færeyjum. Vísir/Sigurjón Færeyski skattstjórinn segist ekki hafa sagt Samherja að þeir væru ekki til rannsóknar í Færeyjum. Útgerðarfélagið hafnaði því í dag að það væri til rannsóknar. Skattstjórinn segir ljóst að um einhver konar misskilning sé að ræða. Fullyrt var í frétt á vef Ríkisútvarpsins í gær að rannsókn á mögulegum skattalagabrotum Samherja væri hafin í Færeyjum. Var þar vísað til ummæla Eyðuns Mørkøre, yfirmanns færeyska skattsins, sem hann lét falla í fréttaþætti færeyska sjónvarpsins á fimmtudagskvöld. „Mín fyrsta hugsun var: hér er skítamál á ferðinni,“ hafði RÚV eftir Mørkøre og var þar vísað til ásakana um að Samherji hefði misnotað skattareglur í Færeyjum til að komast hjá skattgreiðslum í Namibíu. Samherji sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann fullyrti að fyrirtækið hafi fengið staðfest frá Mørkøre að engin skattrannsókn sé hafin á hendur Samherja í Færeyjum. Hann hafi einnig staðfest að RÚV hafi haft rangt eftir honum. „Að sjálfsögðu verður „málið“ sem var talað um í þættinum „Tey ómettuligu“ kannað af skattinum, eins og ég sagði í Degi og viku þann 11. Mars,“ skrifar Mørkøre á Facebook, þar sem hann deilir frétt KVF um yfirlýsingu Samherja. Sjálvandi verður "málið" sum varð umtalað í sendingini "Tey ómettuligu" kannað av TAKS, eins og eg segði í Degi og viku...Posted by Eyðun Mørkøre on Saturday, March 13, 2021 „Ég hef ekki á nokkurn hátt vottað fyrir Samherja á Íslandi að eitthvað væri öðruvísi en það sem ég sagði í Degi og viku. Það mun vera einhver misskilningur,“ skrifar Mørkøre. Samherjaskjölin Færeyjar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Samherji segist ekki til skattrannsóknar í Færeyjum Útgerðarfélagið Samherji hafnar því að það sé til rannsóknar skattayfirvalda í Færeyjum. Það sakar Ríkisútvarpið um að snúa út úr ummælum yfirmanni færeyska skattsins í frétt sinni í gær. 13. mars 2021 10:42 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Fullyrt var í frétt á vef Ríkisútvarpsins í gær að rannsókn á mögulegum skattalagabrotum Samherja væri hafin í Færeyjum. Var þar vísað til ummæla Eyðuns Mørkøre, yfirmanns færeyska skattsins, sem hann lét falla í fréttaþætti færeyska sjónvarpsins á fimmtudagskvöld. „Mín fyrsta hugsun var: hér er skítamál á ferðinni,“ hafði RÚV eftir Mørkøre og var þar vísað til ásakana um að Samherji hefði misnotað skattareglur í Færeyjum til að komast hjá skattgreiðslum í Namibíu. Samherji sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann fullyrti að fyrirtækið hafi fengið staðfest frá Mørkøre að engin skattrannsókn sé hafin á hendur Samherja í Færeyjum. Hann hafi einnig staðfest að RÚV hafi haft rangt eftir honum. „Að sjálfsögðu verður „málið“ sem var talað um í þættinum „Tey ómettuligu“ kannað af skattinum, eins og ég sagði í Degi og viku þann 11. Mars,“ skrifar Mørkøre á Facebook, þar sem hann deilir frétt KVF um yfirlýsingu Samherja. Sjálvandi verður "málið" sum varð umtalað í sendingini "Tey ómettuligu" kannað av TAKS, eins og eg segði í Degi og viku...Posted by Eyðun Mørkøre on Saturday, March 13, 2021 „Ég hef ekki á nokkurn hátt vottað fyrir Samherja á Íslandi að eitthvað væri öðruvísi en það sem ég sagði í Degi og viku. Það mun vera einhver misskilningur,“ skrifar Mørkøre.
Samherjaskjölin Færeyjar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Samherji segist ekki til skattrannsóknar í Færeyjum Útgerðarfélagið Samherji hafnar því að það sé til rannsóknar skattayfirvalda í Færeyjum. Það sakar Ríkisútvarpið um að snúa út úr ummælum yfirmanni færeyska skattsins í frétt sinni í gær. 13. mars 2021 10:42 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Samherji segist ekki til skattrannsóknar í Færeyjum Útgerðarfélagið Samherji hafnar því að það sé til rannsóknar skattayfirvalda í Færeyjum. Það sakar Ríkisútvarpið um að snúa út úr ummælum yfirmanni færeyska skattsins í frétt sinni í gær. 13. mars 2021 10:42