Innlent

Þór­hildur Sunna, Álf­heiður og Björn Leví í efstu sætum í próf­kjöri Pírata

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þórhildur Sunna, Álfheiður og Björn Leví höfnuðu í fyrsta sæti á sínum listum.
Þórhildur Sunna, Álfheiður og Björn Leví höfnuðu í fyrsta sæti á sínum listum. Píratar

Úrslit úr prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi og báðum Reykjavíkurkjördæmum liggja nú fyrir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, alþingismaður flokksins, leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, en Álfheiður Eymarsdóttir varaþingmaður í Suðurkjördæmi.

Samkvæmt tilkynningu frá Pírötum var sameiginlegt prófkjör í Reykjavík og mun endanleg skipting frambjóðenda milli suðurs og norðurs liggja fyrir eftir helgi. Í efstu þremur sætunum eru þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Halldóra Mogensen og Andrés Ingi Jónsson, en sá síðastnefndi gekk til liðs við þingflokk Pírata í febrúar síðastliðnum, eftir að hafa setið sem óháður þingmaður frá því í nóvember 2019, þegar hann sagði skilið við Vinstri græn.

Hér að neðan má sjá nöfn þeirra sem höfnuðu á efstu sætum lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, auk Suðvestur- og Suðurkjördæmis. Niðurstöðurnar úr norðaustur- og norðvesturkjördæmum eru væntanlegar að viku liðinni, laugardaginn 20. mars.

Reykjavík: 

1. Björn Leví Gunnarsson

2. Halldóra Mogensen

3. Andrés Ingi Jónsson

4. Arndís Anna Kristíndardóttir Gunnarsdóttir

5. Halldór Auðar Svansson

6. Lenya Rún Taha Karim

7. Valgerður Árnadóttir

8. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir

9. Oktavía Hrund Jónsdóttir

10. Sara Oskarsson

Suðvesturkjördæmi

1. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

2. Gísli Rafn Ólafsson

3. Eva Sjöfn Helgadóttir

4. Indriði Ingi Stefánsson

5. Gréta Ósk Óskarsdóttir

Suðurkjördæmi

1. Álfheiður Eymarsdóttir

2. Lind Völundardóttir

3. Hrafnkell Brimar Hallmundsson

4. Eyþór Máni Steinþórsson

5. Guðmundur Arnar Guðmundsson



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×