Úrslitaeinvígið í Íslandsbikarnum hafið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. mars 2021 15:49 Þeir Hjörvar og Hannes tefla til úrslita í dag og á morgun. Ef það verður jafnt eftir tvær skákir verður teflt til þrautar á mánudag. Vísir/Vilhelm Nú er teflt til úrslita á Íslandsbikarnum í skák, en tveir stigahæstu skákmenn landsins, þeir Hjörvar Steinn Grétarsson og Hannes Hlífar Stefánsson mætast í úrslitaeinvíginu. Sigur tryggir farseðilinn á heimsbikarmótið í skák. Úrslitarimman hófst klukkan tvö, en hér má nálgast beint streymi Skáksambandsins þar frá, auk skákskýringa. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, sagði blaðamanni frá undanúrslitaviðureignum gærdagsins. Fyrirkomulagið var á þá leið að fyrst eru tefldar tvær atskákir (25+10). Verði jafnt verða tefldar aðrar tvær atskákir en þó með styttri umhugsunartíma (10+10). Verði enn jafnt verða tefldar tvær hraðskákir (5+3). Verði enn jafnt verður tefld bráðabanaskák þar sem svörtum dugar jafntefli. Hvítur fær 5 mínútur en svartur fær 4 mínútur. Viðbótartími, 2 sekúndur bætast við eftir á hvern leik eftir 60 leiki. „Eins og að fá á sig mark þegar þú ert undir í framlengingu í fótboltaleik“ Hjörvar mætti Guðmundi Kjartanssyni, sem varð í gær fimmtándi stórmeistari Íslands í skák. Hjörvar vann báðar skákirnar og því tefldu þeir aðeins tvisvar í gær. „Í fyrri skákinni sneri Hjörvar svolítið á [Guðmund] í endataflinu. Í seinni skákinni þá var hún eiginlega að fara í jafntefli, þá reyndi Guðmundur að vinna, lagði á stöðuna en tapaði. Þetta er bara eins og að fá á sig mark þegar þú ert undir í framlengingu í fótboltaleik, þetta breytir engu,“ segir Gunnar. Í hinu einvíginu gekk öllu meira á, samkvæmt Gunnari. Þar mættust Hannes Hlífar og Helgi Áss Grétarsson. „Helgi Áss vann fyrri skákina, Hannes jafnaði og þá var aftur framlengt. Þá vann Hannes báðar skákirnar, en í fyrri skákinni hefði hann koltapað á tíma, en Helgi lék af sér,“ segir Gunnar. Línurnar skýrast um eða eftir helgi Fyrri skák Hjörvars og Hannesar í úrslitaeinvíginu hófst klukkan tvö í dag. Dregið var um liti í gær og hefur Hannes hvítt í fyrri skákinni, að því er fram kemur á skák.is Síðari skákin verður klukkan tvö á morgun. Verði jafnt eftir skákirnar tvær verður teflt til þrautar á mánudaginn klukkan fimm síðdegis. Það kemur því í ljós á morgun eða á mánudag hver tryggir sér titilinn á mótinu og farseðilinn á heimsbikarmótið. Skák Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Fleiri fréttir „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Sjá meira
Úrslitarimman hófst klukkan tvö, en hér má nálgast beint streymi Skáksambandsins þar frá, auk skákskýringa. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, sagði blaðamanni frá undanúrslitaviðureignum gærdagsins. Fyrirkomulagið var á þá leið að fyrst eru tefldar tvær atskákir (25+10). Verði jafnt verða tefldar aðrar tvær atskákir en þó með styttri umhugsunartíma (10+10). Verði enn jafnt verða tefldar tvær hraðskákir (5+3). Verði enn jafnt verður tefld bráðabanaskák þar sem svörtum dugar jafntefli. Hvítur fær 5 mínútur en svartur fær 4 mínútur. Viðbótartími, 2 sekúndur bætast við eftir á hvern leik eftir 60 leiki. „Eins og að fá á sig mark þegar þú ert undir í framlengingu í fótboltaleik“ Hjörvar mætti Guðmundi Kjartanssyni, sem varð í gær fimmtándi stórmeistari Íslands í skák. Hjörvar vann báðar skákirnar og því tefldu þeir aðeins tvisvar í gær. „Í fyrri skákinni sneri Hjörvar svolítið á [Guðmund] í endataflinu. Í seinni skákinni þá var hún eiginlega að fara í jafntefli, þá reyndi Guðmundur að vinna, lagði á stöðuna en tapaði. Þetta er bara eins og að fá á sig mark þegar þú ert undir í framlengingu í fótboltaleik, þetta breytir engu,“ segir Gunnar. Í hinu einvíginu gekk öllu meira á, samkvæmt Gunnari. Þar mættust Hannes Hlífar og Helgi Áss Grétarsson. „Helgi Áss vann fyrri skákina, Hannes jafnaði og þá var aftur framlengt. Þá vann Hannes báðar skákirnar, en í fyrri skákinni hefði hann koltapað á tíma, en Helgi lék af sér,“ segir Gunnar. Línurnar skýrast um eða eftir helgi Fyrri skák Hjörvars og Hannesar í úrslitaeinvíginu hófst klukkan tvö í dag. Dregið var um liti í gær og hefur Hannes hvítt í fyrri skákinni, að því er fram kemur á skák.is Síðari skákin verður klukkan tvö á morgun. Verði jafnt eftir skákirnar tvær verður teflt til þrautar á mánudaginn klukkan fimm síðdegis. Það kemur því í ljós á morgun eða á mánudag hver tryggir sér titilinn á mótinu og farseðilinn á heimsbikarmótið.
Skák Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Fleiri fréttir „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Sjá meira