Nauðgunardómur mildaður um ár í Landsrétti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2021 18:21 Dómur yfir manninum var mildaður úr fjögurra og hálfs árs fangelsisvist niður í þriggja og hálfs árs fangelsi. Vísir/Vilhelm Dómur yfir manni, sem hafði samræði og önnur kynferðismök við fyrrverandi kærustu sína án hennar samþykkis, beitti hana ofbeldi og hótunum og svipti konuna frelsi, var í dag mildaður úr fjögurra og hálfs árs fangelsisvist í þriggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti. Maðurinn var áður dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur, en dómur hans um að maðurinn skyldi greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur stendur enn. Maðurinn og konan sem hann braut á höfðu átt í stuttu sambandi nokkrum mánuðum áður en atvikið átti sér stað. Á þessum tíma bjó maðurinn í Reykjavík en konan á Egilsstöðum, en samkvæmt dómi heimsótti maðurinn hana á Egilsstöðum nokkrum dögum fyrir atburðinn. Maðurinn lýsir því að þau hafi mælt sér mót og hann farið til Egilsstaða til þess að sækja konuna og fara með hana til Reykjavíkur. Hún hafi hins vegar ekki komist þar sem fyrrverandi eiginmaður hennar, sem hún bjó með, hafi ekki viljað annast börn þeirra á meðan hún færi til Reykjavíkur. Konan segir hins vegar fyrir dómi að hún hafi beðið manninn um að koma ekki til Egilsstaða. Þau hafi hins vegar farið saman í bílferð síðla kvölds á Egilsstöðum, en að á leiðinni til baka hafi kastast í kekki með þeim þar sem maðurinn hafi verið mjög ósáttur við framkomu fyrrverandi eiginmanns konunnar, sem hún þá bjó með. Maðurinn hafi þá ekið inn á malarplan fyrir utan Egilsstaði vegna þess að hann vildi ekki að hún færi aftur heim til barnanna og föður þeirra. Samkvæmt vitnisburði konunnar sló maðurinn hana í andlitið, tók um úlnliði hennar, kastaði henni í jörðina og setti hné í bringu hennar. Maðurinn hafi þá rifið í hár hennar og hótað henni og fyrrverandi eiginmanni hennar lífláti. „Þá lýsti hún því að ákærði hefði ítrekað tekið hana föstu kverkataki og haldið það fast að hún gat vart andað. Þá kvað hún ákærða hafa rifið hana úr buxunum, sett fingur í leggöng og haft við hana samfarir án samþykkis hennar,“ segir í dómnum. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Maðurinn var áður dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur, en dómur hans um að maðurinn skyldi greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur stendur enn. Maðurinn og konan sem hann braut á höfðu átt í stuttu sambandi nokkrum mánuðum áður en atvikið átti sér stað. Á þessum tíma bjó maðurinn í Reykjavík en konan á Egilsstöðum, en samkvæmt dómi heimsótti maðurinn hana á Egilsstöðum nokkrum dögum fyrir atburðinn. Maðurinn lýsir því að þau hafi mælt sér mót og hann farið til Egilsstaða til þess að sækja konuna og fara með hana til Reykjavíkur. Hún hafi hins vegar ekki komist þar sem fyrrverandi eiginmaður hennar, sem hún bjó með, hafi ekki viljað annast börn þeirra á meðan hún færi til Reykjavíkur. Konan segir hins vegar fyrir dómi að hún hafi beðið manninn um að koma ekki til Egilsstaða. Þau hafi hins vegar farið saman í bílferð síðla kvölds á Egilsstöðum, en að á leiðinni til baka hafi kastast í kekki með þeim þar sem maðurinn hafi verið mjög ósáttur við framkomu fyrrverandi eiginmanns konunnar, sem hún þá bjó með. Maðurinn hafi þá ekið inn á malarplan fyrir utan Egilsstaði vegna þess að hann vildi ekki að hún færi aftur heim til barnanna og föður þeirra. Samkvæmt vitnisburði konunnar sló maðurinn hana í andlitið, tók um úlnliði hennar, kastaði henni í jörðina og setti hné í bringu hennar. Maðurinn hafi þá rifið í hár hennar og hótað henni og fyrrverandi eiginmanni hennar lífláti. „Þá lýsti hún því að ákærði hefði ítrekað tekið hana föstu kverkataki og haldið það fast að hún gat vart andað. Þá kvað hún ákærða hafa rifið hana úr buxunum, sett fingur í leggöng og haft við hana samfarir án samþykkis hennar,“ segir í dómnum.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira