Lífið

„Nenni ekki að vera selja ein­hverjar í­búðir í Kópa­voginum og Breið­holtinu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Patrekur Jaime langar að verða fasteignasali.
Patrekur Jaime langar að verða fasteignasali. Vísir/vilhelm

Patrekur Jaime hefur slegið í gegn í raunveruleikaþáttunum Æði á Stöð2+ en á dögunum lauk 2. seríu af þáttunum.

Patrekur er gestur vikunnar í Einkalífinu. Patrekur er ættaður að norðan og langar að taka þátt í fleiri raunveruleikaþáttum eins og Big Brother í Bretlandi og hann hefur meðal annars reynt að komast þar að. Svo langar hann einnig einn daginn að breyta um starfsvettvang.

„Mig langar að verða fasteignasali og fara frá Íslandi út af því að ég nenni ekki að vera selja einhverjar íbúðir í Kópavoginum og Breiðholtinu,“ segir Patrekur og heldur áfram.

„Mig langar að fara eitthvert út og vera selja einhverjar æði fasteignir. Ég gæti alveg farið í hópinn með liðinu í þáttunum Selling Sunset,“ segir Patrekur en það eru raunveruleikaþættir sem fjalla um fasteignasala sem selja dýrar eignir í Hollywood.

„Mig hefur síðan alltaf langað að komast inn í Big Brother UK og alltaf langað að komast inn í eina seríu, því ég held að ég myndi vinna. Ég er búinn að reyna einu sinni en maður þarf að hafa vinnuleyfi úti í Englandi, en einn daginn fer ég þangað.“ 

Patrekur ræðir þessa hluti undir lok þáttarins. 

Klippa: Einkalífið - Patrekur Jaime





Fleiri fréttir

Sjá meira


×