Fótbolti

Norðmenn seinka fótboltadeildunum sínum fram í maí

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í Rosenborg byrja ekki nýtt tímabil fyrr en í maíbyrjun.
Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í Rosenborg byrja ekki nýtt tímabil fyrr en í maíbyrjun. EPA/NED ALLEY

Nýtt tímabil í norska fótboltanum byrjar ekki á réttum tíma vegna kórónuveirunnar. Norska knattspyrnusambandið hefur tekið þá ákvörðun að seinka byrjun mótanna.

Norska úrvalsdeildin átti fyrst að hefast 20. mars en fyrir nokkrum vikum var ákveðið að byrja ekki fyrr en 4. apríl næstkomandi.

Nú er ljóst að fyrsta umferðin hjá efstu deildunum í Noregi fer ekki fram fyrr en í fyrstu helgina í maí. Þetta kom fram í tilkynningu hjá norska sambandinu.

Norðmenn hafa áhyggjur af fjölda kórónuveirusmita í ákveðnum hlutum landsins.

Breytingarnar ná til þriggja efstu deildanna hjá körlunum og tveggja efstu deildanna hjá konunum.

Með þessu ættu allir landsliðsmenn Íslands í Noregi að fá grænt ljós á þátttöku sína í verkefnum A-landsliðsins og 21 árs landsliðsins í mars.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.