Ein stærsta efnahagsinnspýting í sögu Bandaríkjanna samþykkt Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2021 09:37 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi þingmeirihluta demókrata í öldungadeildinni, fagna samþykkt aðgerðapakka Biden forseta í gær. Demókratar hafa nefnt pakkann „bandarísku björgunaráætlunina“. Vísir/EPA Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti endanlega eina umfangsmestu efnahagsinnspýtingu í sögu Bandaríkjanna til að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins og koma hjólum atvinnulífsins aftur á hreyfingu. Aðgerðapakkinn var eitt stærsta stefnumál Joes Biden forseta og demókrata á Bandaríkjaþingi. Alls er aðgerðapakkinn metinn á um 1,9 biljónir dollara, jafnvirði um 243 milljón milljóna íslenskra króna. Af honum renna um 400 milljarðar dollara, jafnvirði um 51.100 milljarða króna, í ávísanir sem verða sendar flestum Bandaríkjunum upp á 1.400 dollara, jafnvirði um 179.000 króna. Þá fara 350 milljarðar dollara, jafnvirði um 44.700 milljarða króna, í aðstoð til ríkis- og sveitarstjórna, aukna barnabætur og fjármögnun bólusetninga, að því er segir í frétt Reuters. Samþykkt efnahagsinnspýtingarinnar er talin meiriháttar sigur fyrir Biden forseta. „Hjálpin er á leiðinni,“ tísti forsetinn eftir að þingið samþykkti aðgerðapakkann í gærkvöldi. Biden er sagður ætla að staðfesta lögin með undirskrift sinni á morgun. Enginn repúblikani greiddi atkvæði með frumvarpinu, hvorki í fulltrúadeildinni né öldungadeildinni. Það var samþykkt með 220 atkvæðum þingmanna demókrata gegn 211 atkvæði repúblikana í fulltrúadeildinni. Repúblikanar héldu því fram að aðgerðapakkinn væri of dýr, í hænum væru of mikið að gæluverkefnum demókrata og að versti hluti faraldursins væri hvort eð er afstaðinn. Margir þeirra höfðu engu að síður stutt slíkar aðgerðir þegar Donald Trump var forseti. Janet Yellen, fjármálaráðherra, fagnaði aftur á móti samþykkt innspýtingarinnar. Að hennar mati mun hún hraða bata bandaríska hagkerfisins eftir skakkaföllin sem faraldurinn hefur valdið. Efnahagsaðgerðapakkinn virðist njóta almennra vinsælda í Bandaríkjunum. Í könnun Reuters í vikunni sögðust 70% svarenda styðja hann. Meirihluti stuðningsmanna beggja flokka voru fylgjani aðgerðunum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Alls er aðgerðapakkinn metinn á um 1,9 biljónir dollara, jafnvirði um 243 milljón milljóna íslenskra króna. Af honum renna um 400 milljarðar dollara, jafnvirði um 51.100 milljarða króna, í ávísanir sem verða sendar flestum Bandaríkjunum upp á 1.400 dollara, jafnvirði um 179.000 króna. Þá fara 350 milljarðar dollara, jafnvirði um 44.700 milljarða króna, í aðstoð til ríkis- og sveitarstjórna, aukna barnabætur og fjármögnun bólusetninga, að því er segir í frétt Reuters. Samþykkt efnahagsinnspýtingarinnar er talin meiriháttar sigur fyrir Biden forseta. „Hjálpin er á leiðinni,“ tísti forsetinn eftir að þingið samþykkti aðgerðapakkann í gærkvöldi. Biden er sagður ætla að staðfesta lögin með undirskrift sinni á morgun. Enginn repúblikani greiddi atkvæði með frumvarpinu, hvorki í fulltrúadeildinni né öldungadeildinni. Það var samþykkt með 220 atkvæðum þingmanna demókrata gegn 211 atkvæði repúblikana í fulltrúadeildinni. Repúblikanar héldu því fram að aðgerðapakkinn væri of dýr, í hænum væru of mikið að gæluverkefnum demókrata og að versti hluti faraldursins væri hvort eð er afstaðinn. Margir þeirra höfðu engu að síður stutt slíkar aðgerðir þegar Donald Trump var forseti. Janet Yellen, fjármálaráðherra, fagnaði aftur á móti samþykkt innspýtingarinnar. Að hennar mati mun hún hraða bata bandaríska hagkerfisins eftir skakkaföllin sem faraldurinn hefur valdið. Efnahagsaðgerðapakkinn virðist njóta almennra vinsælda í Bandaríkjunum. Í könnun Reuters í vikunni sögðust 70% svarenda styðja hann. Meirihluti stuðningsmanna beggja flokka voru fylgjani aðgerðunum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira