Innlent

Stór skjálfti vestan af Grindavík

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skjálftinn varð við Eldvörp vestan af Grindavík.
Skjálftinn varð við Eldvörp vestan af Grindavík. Vísir/Hjalti

Jarðskjálfti að stærðinni 4,6 varð við Eldvörp um tvo kílómetra suður af Sandfellshæð á Reykjanesskaga klukkan 8:53. 

Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni að skjálftinn hafi fundist nokkuð víða eða allt norður á Akranes og Hvanneyri og austur á Hvolsvöll. 

Gera megi ráð fyrir að þessi skjálfti hafi verið vegna spennubreytinga á svæðinu vestan við kvikuganginn sem myndast hefur undir Fagradalsfjalli.

Skjálftinn er sá stærsti sem af er morgni á Reykjanesskaga. Mikil skjálftavirkni hefur enn verið í og við Fagradalsfjall. Um 800 skjálftar höfðu mælst á svæðinu frá því á miðnætti á sjöunda tímanum í morgun, nokkrir þeirra yfir þremur að stærð.


Tengdar fréttir

Um 800 skjálftar frá miðnætti

Enn er mikil skjálftavirkni í og við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga og hafa um 800 skjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Nokkrir þeirra hafa verið yfir þremur að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings, og var sá stærsti 3,4.

Sjö skjálftar yfir 3 á áttunda tímanum

Frá því kl. 19.22 hafa sjö skjálftar yfir 3 mælst á Reykjanesskaga. Röðin hófst með skjálfta upp á 3,6 en nýjasti skjálftinn, sem mældist kl. 19.49 var 3,7.

Um 2.100 skjálftar mælst frá miðnætti en ekki órói

Frá miðnætti hafa ríflega 2.100 jarðskjálftar greinst á mælum Veðurstofu Íslands á Reykjanesi. Virknin hefur að mestu haldið sig í kringum syðsta enda Fagradalsfjalls, frá Geldingadal að Nátthaga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×