Innlent

Þrjár bíl­veltur á Reykja­nes­braut

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sjúkrabílar voru sendir af stað en ekki þurfti að flytja neinn á sjúkrahús.
Sjúkrabílar voru sendir af stað en ekki þurfti að flytja neinn á sjúkrahús. Vísir/vilhelm

Þrjár bílveltur hafa orðið á Reykjanesbraut það sem af er morgni. Engin slys urðu á fólki, að sögn varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja, en leiðindafærð er á svæðinu.

Herbert Eyjólfsson varðstjóri segir í samtali við Vísi að fyrsta veltan hafi orðið rétt austan við Vogaafleggjara klukkan 8:44. Óhappið hafi verið minniháttar og afgreitt á staðnum. Tækjabíll hafi verið sendur til að hreinsa upp olíu.

Tilkynnt hafi verið um aðra veltuna klukkan 9:06. Hún varð til móts við Súlutjörn, rétt hjá Fitjum. Útkallið hafi einnig reynst minniháttar og viðbragðsaðilar afturkallaðir.

Þá varð þriðja bílveltan klukkan 11:07 austan við Vogaafleggjara. Tveir voru í bílnum, sem stöðvaðist á hvolfi. Fólkið hafi komið sér sjálft út úr bílnum og engan sakað.

Herbert segir að veður sé vont á svæðinu og leiðindafærð á Reykjanesbrautinni. „Í fyrsta útkallinu töluðu strákarnir um að hefði tekið mjög í bílinn og þeir næstum farið út af. Það var á þessum stað þar sem seinni bíllinn valt, þeir fengu þar á sig góða hviðu,“ segir Herbert.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×