Innlent

Í leyfi frá störfum fyrir ríkisstjórnina vegna framboðs fyrir VG

Kjartan Kjartansson skrifar
Róbert Marshall segist ætla að berjast fyrir náttúruvernd, umhverfismálum, grænni uppbyggingu atvvinulífs og félagslegu réttlæti.
Róbert Marshall segist ætla að berjast fyrir náttúruvernd, umhverfismálum, grænni uppbyggingu atvvinulífs og félagslegu réttlæti. Róbert Marshall

Róbert Marshall er kominn í launalaust leyfi frá störfum sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna framboðs hans í forvali Vinstri grænna í suðurkjördæmi. Hann sækist eftir því að leiða lista flokksins þar.

Í færslu á Facebook-síðu sinni greinir Róbert frá leyfinu. Hann tilkynnti um framboð sitt til oddvitasætis Vinstri grænna í suðurkjördæmi 7. febrúar. Forval flokksins verður haldið dagana 10. til 12. apríl. Áður hefur hann sagst ætla að láta af störfum sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar hljóti hann brautargengi.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, varaþingmaður VG, og Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Sandgerðisskóla, sækjast einnig eftir oddvitasætinu. Vinstri græn hafa aðeins haft einn þingmann í suðurkjördæmi. Ari Trausti Guðmundsson ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu.

Róbert sat á þingi fyrir Samfylkinguna frá 2009 til 2012 og utan flokka til 2013. Frá 2013 til 2016 var hann þingmaður Bjartrar framtíðar og var um skeið þingflokksformaður. Hann var ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar í mars í fyrra.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.