Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. mars 2021 06:17 Enn eru taldar á að það geti komið til eldgoss á því svæði þar sem jarðskjálftavirknin hefur verið hvað mest á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. Óróapúls er það sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili. Óróinn er ekki eins kröftugur og sá sem mældist þann 3. mars að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings, á Veðurstofunni. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, segir virknina líklega til marks um hraða stækkun kvikugangsins sem myndast hefur á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Elísabet segir engin merki sjást á vefmyndavélum um að kvika sé búin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Þá séu skjálftarnir ekki stórir en þeir komi mjög þétt og hagi sér eins og órói. Enn eru því taldar líkur á að eldgos geti hafist á svæðinu. Kristín segir í samtali við fréttastofu að virknin í morgun sé sú kröftugasta sem sést hefur á svæðinu í tvo sólarhringa. Þetta er í þriðja sinn sem óróapúls mælist og lýsir Kristín skjálftunum þannig að um sé að ræða smáskjálfta sem renni saman í eina dálítið kröftuga hviðu. Óróinn nú sé heldur minni en sá sem mældist fyrst í síðustu viku en hafi varað heldur lengur en sá sem mældist um helgina. Hann hafi náð hámarki sínu um hálfsexleytið í morgun en síðan hefur dregið úr virkninni. „Þetta er mjög staðbundin virkni og ég held að við séum að læra það á þessu að þetta sé til marks um hraða stækkun gangsins. Þetta er kannski ekkert mikil stækkun, það er eins og það komi einhver vaxtarkippur. Þannig að virknin er mjög staðbundin við mitt Fagradalsfjallið,“ segir Kristín. Frá miðnætti hafa mælst um 700 skjálftar á Reykjanesskaga en þeir hafa ekki verið mjög stórir; einn til tveir þeirra hafa verið um þrír að stærð. Um kl. 5:20 í morgun jókst virknin við Fagradalsfjall, syðst í kvikuganginum. Óróahviða mældist um það leiti sem virknin...Posted by Veðurstofa Íslands on Tuesday, March 9, 2021 Fréttin var uppfærð klukkan 08:57. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Óróapúls er það sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili. Óróinn er ekki eins kröftugur og sá sem mældist þann 3. mars að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings, á Veðurstofunni. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, segir virknina líklega til marks um hraða stækkun kvikugangsins sem myndast hefur á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Elísabet segir engin merki sjást á vefmyndavélum um að kvika sé búin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Þá séu skjálftarnir ekki stórir en þeir komi mjög þétt og hagi sér eins og órói. Enn eru því taldar líkur á að eldgos geti hafist á svæðinu. Kristín segir í samtali við fréttastofu að virknin í morgun sé sú kröftugasta sem sést hefur á svæðinu í tvo sólarhringa. Þetta er í þriðja sinn sem óróapúls mælist og lýsir Kristín skjálftunum þannig að um sé að ræða smáskjálfta sem renni saman í eina dálítið kröftuga hviðu. Óróinn nú sé heldur minni en sá sem mældist fyrst í síðustu viku en hafi varað heldur lengur en sá sem mældist um helgina. Hann hafi náð hámarki sínu um hálfsexleytið í morgun en síðan hefur dregið úr virkninni. „Þetta er mjög staðbundin virkni og ég held að við séum að læra það á þessu að þetta sé til marks um hraða stækkun gangsins. Þetta er kannski ekkert mikil stækkun, það er eins og það komi einhver vaxtarkippur. Þannig að virknin er mjög staðbundin við mitt Fagradalsfjallið,“ segir Kristín. Frá miðnætti hafa mælst um 700 skjálftar á Reykjanesskaga en þeir hafa ekki verið mjög stórir; einn til tveir þeirra hafa verið um þrír að stærð. Um kl. 5:20 í morgun jókst virknin við Fagradalsfjall, syðst í kvikuganginum. Óróahviða mældist um það leiti sem virknin...Posted by Veðurstofa Íslands on Tuesday, March 9, 2021 Fréttin var uppfærð klukkan 08:57.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira