Lilja þurfi að svara fyrir ákvörðun um áfrýjun Sylvía Hall skrifar 8. mars 2021 20:27 Þorbjörg Sigríður segir nauðsynlegt að Lilja svari fyrir tilgang þess að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra verða að svara því hvers vegna hún ætlar að áfrýja dómi héraðsdóms, sem komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar jafnréttismála stæði óhaggaður. Kærunefndin hafði úrskurðað að Lilja hefði brotið jafnréttislög með ráðningu í stöðu ráðuneytisstjóra. Þetta kemur fram í fyrirspurn Þorbjargar til ráðherra þar sem hún segir það vekja athygli að ráðherra ákvað að áfrýja dómnum aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann féll. Dómurinn sé rúmlega fjörutíu blaðsíður að lengd og því ætti að taka nokkurn tíma að greina hann og meta hvort ástæða sé til þess að áfrýja honum. Að auki sé það veigamikil ákvörðun af hálfu ríkisins að áfrýja máli sem það hefur höfðað gegn einstaklingi og tapað. „Mér finnst þess vegna að menntamálaráðherra verði að svara því hvaða forsendur lágu þar að baki. Og að við fáum svör við því hvaða vinna fór fram í menntamálaráðuneyti við að greina niðurstöður dómsins áður en sú ákvörðun var tekin. Hafdís hafi verið vanmetin af ráðherra Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að Lilja hefði brotið jafnréttislög þegar Páll Magnússon, flokksbróðir hennar, var ráðinn í embætti ráðuneytisstjóra. Taldi kærunefndin ráðherra hafa vanmetið Hafdísi Helgu Ólafsdóttur sem einnig sótti um starfið. Hafdís, sem er skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, hafði einnig áður starfað sem forstöðumaður nefndarsviðs Alþingis og var fulltrúi forsætisráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel. Hafdís kærði ráðninguna í mars og var úrskurður kveðinn upp í lok maí á síðasta ári. Hafði Hafdís þá óskað eftir rökstuðningi fyrir ráðningunni ásamt gögnum máls í nóvember, en hún þurfti að ítreka beiðni um gögnin þrívegis eftir að ráðuneytið hafði neitað að afhenda gögnin. Málinu áfrýjað vegna hagsmuna ríkisins eða persónulegra hagsmuna? Þorbjörg segir nauðsynlegt að greina frá atriðum sem varpi ljósi á hvaða tilgangi ákvörðun um áfrýjun þjónar. Hún vilji því vita við hverja hún ráðfærði sig og hvort faglegt mat lægi til grundvallar ákvörðuninni. Til viðbótar óskar Þorbjörg eftir svörum um kostnað vegna málsins, allt frá kærunefnd jafnréttismálar til áfrýjunar til Landsréttar, en ríkið var dæmt til þess að greiða málskostnað sem nemur 4,5 milljónum króna. Embætti ríkislögmanns útvistaði málinu og var það því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. Þorbjörg segir Lilju ekki getað komið sér undan því að svara þessum spurningum þar sem þær varpi ljósi á hvernig hún fer með vald sitt sem ráðherra: „Hvort þar er verið að áfrýja máli vegna hagsmuna íslenska ríkisins eða mögulega vegna persónulegra hagsmuna ráðherra.“ Stjórnsýsla Jafnréttismál Dómsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Útvista dómsmáli menntamálaráðherra gegn Hafdísi Embætti ríkislögmanns útvistaði máli íslenska ríkisins og mennta- og menningarmálaráðherra gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Er málið því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. 7. mars 2021 15:19 Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12 Furða sig á málshöfðun Lilju Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi. 21. ágúst 2020 17:18 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Kærunefndin hafði úrskurðað að Lilja hefði brotið jafnréttislög með ráðningu í stöðu ráðuneytisstjóra. Þetta kemur fram í fyrirspurn Þorbjargar til ráðherra þar sem hún segir það vekja athygli að ráðherra ákvað að áfrýja dómnum aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann féll. Dómurinn sé rúmlega fjörutíu blaðsíður að lengd og því ætti að taka nokkurn tíma að greina hann og meta hvort ástæða sé til þess að áfrýja honum. Að auki sé það veigamikil ákvörðun af hálfu ríkisins að áfrýja máli sem það hefur höfðað gegn einstaklingi og tapað. „Mér finnst þess vegna að menntamálaráðherra verði að svara því hvaða forsendur lágu þar að baki. Og að við fáum svör við því hvaða vinna fór fram í menntamálaráðuneyti við að greina niðurstöður dómsins áður en sú ákvörðun var tekin. Hafdís hafi verið vanmetin af ráðherra Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að Lilja hefði brotið jafnréttislög þegar Páll Magnússon, flokksbróðir hennar, var ráðinn í embætti ráðuneytisstjóra. Taldi kærunefndin ráðherra hafa vanmetið Hafdísi Helgu Ólafsdóttur sem einnig sótti um starfið. Hafdís, sem er skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, hafði einnig áður starfað sem forstöðumaður nefndarsviðs Alþingis og var fulltrúi forsætisráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel. Hafdís kærði ráðninguna í mars og var úrskurður kveðinn upp í lok maí á síðasta ári. Hafði Hafdís þá óskað eftir rökstuðningi fyrir ráðningunni ásamt gögnum máls í nóvember, en hún þurfti að ítreka beiðni um gögnin þrívegis eftir að ráðuneytið hafði neitað að afhenda gögnin. Málinu áfrýjað vegna hagsmuna ríkisins eða persónulegra hagsmuna? Þorbjörg segir nauðsynlegt að greina frá atriðum sem varpi ljósi á hvaða tilgangi ákvörðun um áfrýjun þjónar. Hún vilji því vita við hverja hún ráðfærði sig og hvort faglegt mat lægi til grundvallar ákvörðuninni. Til viðbótar óskar Þorbjörg eftir svörum um kostnað vegna málsins, allt frá kærunefnd jafnréttismálar til áfrýjunar til Landsréttar, en ríkið var dæmt til þess að greiða málskostnað sem nemur 4,5 milljónum króna. Embætti ríkislögmanns útvistaði málinu og var það því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. Þorbjörg segir Lilju ekki getað komið sér undan því að svara þessum spurningum þar sem þær varpi ljósi á hvernig hún fer með vald sitt sem ráðherra: „Hvort þar er verið að áfrýja máli vegna hagsmuna íslenska ríkisins eða mögulega vegna persónulegra hagsmuna ráðherra.“
Stjórnsýsla Jafnréttismál Dómsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Útvista dómsmáli menntamálaráðherra gegn Hafdísi Embætti ríkislögmanns útvistaði máli íslenska ríkisins og mennta- og menningarmálaráðherra gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Er málið því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. 7. mars 2021 15:19 Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12 Furða sig á málshöfðun Lilju Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi. 21. ágúst 2020 17:18 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Útvista dómsmáli menntamálaráðherra gegn Hafdísi Embætti ríkislögmanns útvistaði máli íslenska ríkisins og mennta- og menningarmálaráðherra gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Er málið því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. 7. mars 2021 15:19
Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12
Furða sig á málshöfðun Lilju Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi. 21. ágúst 2020 17:18