Furða sig á málshöfðun Lilju Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. ágúst 2020 17:18 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi. Greint var frá því í júní að Lilja hygðist stefna Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, sem kærði skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að skipan Páls hefði brotið í bága við jafnréttislög. Úrskurðir kærunefndar jafnréttismála eru bindandi gagnvart málsaðilum, samkvæmt 5. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Hins vegar get a málsaðilar borið úrskurði nefndarinnar undir dómstóla. Ráðherra þarf því að höfða mál gegn kærandanum, í þessu tilfelli Hafdísi, til þess að fá úrskurðinn ógildan fyrir dómi. Setur starfsmanninn í fordæmalausa stöðu Í yfirlýsingu FHSS segir að engin dæmi séu um að ráðherra hafi persónulega höfðað mál gegn starfsmanni ríkisins sem hafi ekkert unnið sér til saka annað en að sækja um starf sem hann fékk ekki og kæra þá niðurstöðu eins og lög heimila. „Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að lagafrumvarpi um stjórnsýslu jafnréttismála í samráðsgátt stjórnvalda með breytingartillögu sem kemur í veg fyrir að ráðherra geti stefnt félagsmanni einum fyrir dóm til þess að fá niðurstöðu kærunefndarinnar hnekkt. Þar sem þessi lagabreytingatillaga liggur nú þegar fyrir er félaginu óskiljanlegt að ráðherra skuli hafa ákveðið að stefna félagsmanninum persónulega fyrir dóm,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Þá er því haldið fram að málshöfðun Lilju á hendur Hafdísi, sem ekki er nefnd á nafn í yfirlýsingunni, geti haft það í för með sér að umsækjendur starfa veigri sér við að sækja lögvarinn rétt sinn. „Auk þess að setja félagsmanninn í fordæmalausa stöðu gagnvart ráðherra er hætt við að stefnan muni fæla hæfa umsækjendur frá því að sækja um störf hjá ríkinu.“ Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi. Greint var frá því í júní að Lilja hygðist stefna Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, sem kærði skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að skipan Páls hefði brotið í bága við jafnréttislög. Úrskurðir kærunefndar jafnréttismála eru bindandi gagnvart málsaðilum, samkvæmt 5. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Hins vegar get a málsaðilar borið úrskurði nefndarinnar undir dómstóla. Ráðherra þarf því að höfða mál gegn kærandanum, í þessu tilfelli Hafdísi, til þess að fá úrskurðinn ógildan fyrir dómi. Setur starfsmanninn í fordæmalausa stöðu Í yfirlýsingu FHSS segir að engin dæmi séu um að ráðherra hafi persónulega höfðað mál gegn starfsmanni ríkisins sem hafi ekkert unnið sér til saka annað en að sækja um starf sem hann fékk ekki og kæra þá niðurstöðu eins og lög heimila. „Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að lagafrumvarpi um stjórnsýslu jafnréttismála í samráðsgátt stjórnvalda með breytingartillögu sem kemur í veg fyrir að ráðherra geti stefnt félagsmanni einum fyrir dóm til þess að fá niðurstöðu kærunefndarinnar hnekkt. Þar sem þessi lagabreytingatillaga liggur nú þegar fyrir er félaginu óskiljanlegt að ráðherra skuli hafa ákveðið að stefna félagsmanninum persónulega fyrir dóm,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Þá er því haldið fram að málshöfðun Lilju á hendur Hafdísi, sem ekki er nefnd á nafn í yfirlýsingunni, geti haft það í för með sér að umsækjendur starfa veigri sér við að sækja lögvarinn rétt sinn. „Auk þess að setja félagsmanninn í fordæmalausa stöðu gagnvart ráðherra er hætt við að stefnan muni fæla hæfa umsækjendur frá því að sækja um störf hjá ríkinu.“
Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira