Með tvo „ótrúlega skemmtilega“ kosti en vinnuveitendur Alfonsar á báðum áttum Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2021 10:01 ísland - ítalía undankeppni EM u-21 Ksí Víkingsvöllur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Síðar í þessum mánuði fer Alfons Sampsted annað hvort í sjálfa lokakeppni EM með U21-landsliðinu í fótbolta, eða í fyrstu leiki A-landsliðsins í undankeppni HM í Katar. Það er að segja ef vinnuveitendur hans í Noregi gefa grænt ljós en ef svo verður ekki ætlar Alfons að eiga langan fund með þeim. Sólin brosir við Alfons þessa dagana. Hann er með félögum sínum í Bodö/Glimt við æfingar í Marbella á Suður-Spáni. Þar undirbúa norsku meistararnir, sem slógu svo eftirminnilega í gegn í fyrra, sig undir nýtt tímabil sem hefjast á í apríl. „Þetta er fínt, þó að við séum í hálfgerðri einangrun. Það er alla vega skárra að vera hér og fá smásól en að vera í mínus 5-10 gráðum í Bodö,“ segir Alfons í léttum tón, ánægður með að geta spilað æfingaleiki við spænsk félagslið á meðan að keppnisbann er í Noregi vegna kórónuveirufaraldursins. Mega banna Alfons að fara í landsleiki Mars er afar spennandi mánuður fyrir íslenskan fótbolta en fimmtudaginn 25. mars mætir Ísland liði Rússland í fyrsta leik sínum í lokakeppni EM, í Ungverjalandi. Sama dag sækir A-landsliðið fjórfalda heimsmeistara Þýskalands heim þegar undankeppni HM hefst. Það skýrist í næstu viku í hvorum hópnum Alfons verður. Alfons gæti farið í annað þessara verkefna: EM U21 í Ungverjalandi: 25. mars: Rússland – Ísland 28. mars: Danmörk – Ísland 31. mars: Frakkland – Ísland A-landsliðið í undankeppni HM: 25. mars: Þýskaland – Ísland 28. mars: Armenía – Ísland 31. mars: Liechtenstein – Ísland Það er hins vegar í höndum forráðamanna Bodö/Glimt hvort Alfons getur yfirhöfuð verið með í öðru hvoru verkefninu. Alfons yrði miðað við núverandi reglur að fara í 10 daga sóttkví við heimkomu til Noregs eftir landsleiki, vegna kórónuveirufaraldursins, og FIFA segir að í slíkum tilvikum megi félagslið banna leikmönnum sínum að fara í landsleiki. Munu forráðamenn Bodö/Glimt leyfa Alfons að spila? Alfons Sampsted í leik gegn AC Milan í fyrra í Evrópudeildinni.EPA-EFE/MATTEO BAZZI „Ég hef ekki rætt við þá formlega um þetta en ég veit alla vega að þeir eru á báðum áttum. Þeir vilja að sjálfsögðu leyfa sínum leikmönnum að fara í landsleiki [Alfons og tveir Norðmenn eru þar helstu kandídatar] en vilja samt sem áður ekki missa þrjá lykilleikmenn út fyrir byrjun tímabilsins, út af sóttkví,“ segir Alfons. Landsleikjatörninni lýkur 31. mars og Bodö á að hefja titilvörnina í Noregi með leik við Brann fimm dögum síðar: „Það er hins vegar mikið talað um það í Noregi að byrjun tímabilsins verði frestað, og ef það gerist býst ég við að fá að fara, svo lengi sem ég verð búinn í sóttkví áður en deildin hefst.“ En hvað ef að skilaboðin frá Bodö/Glimt verða á þá leið að Alfons megi ekki fara í lokakeppni EM, eða láta drauminn um að spila mótsleiki með A-landsliðinu rætast? „Það er erfitt að svara þessu. Þetta er í raun ekki í mínum höndum. Að sjálfsögðu vil ég spila fyrir landsliðið. Ég þyrfti alla vega að setjast vel niður með þeim [forráðamönnum Bodö] og fara yfir málin, svo þeir vissu hvað ég vil. Lokaákvörðunin yrði svo líklega hjá þeim frekar en mér en ég myndi aldrei segja nei við landsliðið sjálfur.“ Ef A-landsliðið kallar þá segir maður ekki nei Að því gefnu að Alfons fái að spila landsleiki í þessum mánuði er svo spurning hvort það verður með U21-landsliðinu eða í A-landsliðinu, þar sem Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru nú við stjórnvölinn eftir að hafa stýrt Alfonsi í U21-liðinu. Með hvoru liðinu myndi Alfons sjálfur frekar vilja spila? Alfons er leikjahæstur í sögu U21-landsliðsins með 30 leiki.vísir/vilhelm „Ég hef fengið þessa spurningu nokkrum sinnum og hugsað vel um þetta. Þetta er „win, win“. Báðir kostirnir eru ótrúlega skemmtilegir. En eins og Addi landsliðsþjálfari segir þá er það þannig að ef að A-landsliðið kallar þá segir maður ekki nei. En sama hvoru megin sem ég verð þá gef ég allt í þetta því þetta er ótrúlega spennandi hvoru tveggja. Best væri að geta verið með á báðum stöðum en erum við ekki allir í U21-landsliðinu með það að markmiði að koma okkur upp í A-landsliðið á endanum? Það er alltaf stærra markmiðið.“ Tilbúinn að taka við keflinu af Victori og Birki Það er auðvitað ekki ljóst hvern Arnar og Eiður vilja veðja á sem hægri bakvörð A-landsliðsins. Birkir Már Sævarsson á ekki mörg ár eftir í boltanum og Arnar vill ekki spila leikmönnum „út úr stöðu“, sem breytir myndinni fyrir miðjumanninn Guðlaug Victor Pálsson. Blikinn Alfons er ekki langorður þegar hann er spurður hvort hann sé reiðubúinn að taka við keflinu sem hægri bakvörður A-landsliðsins: „Já, ég er tilbúinn.“ Bodö/Glimt spilaði stórskemmtilegan sóknarbolta og skoraði 103 mörk í 30 deildarleikjum á síðasta tímabili. Íslenska landsliðið nálgast sína leiki talsvert öðruvísi en Alfons segir sína kosti ekkert frekar snúa að sóknarleik en varnarleik: „Ég hef gaman af því að sækja, hleyp mikið og get tekið þátt á báðum endum. En hlutverk varnarmanna er náttúrulega fyrst og fremst að verja markið og mér finnst ég alla vega vera á þeim „standard“ að ég geti skilað þeirri varnarvinnu fyrir landsliðið. Ég er alls ekki hræddur um að ég hafi ekki það sem til þarf varnarlega en á sama tíma hef ég líka trú á að ég geti komið með flottar víddir inn í leikinn varðandi uppspil, vinnslu og að sækja fyrir liðið,“ segir Alfons. Alfons hefur spilað tvo vináttulandsleiki fyrir A-landsliðið og var á varamannabekknum í tveimur leikjum síðasta haust. Hann er búinn að bíða eftir tækifærinu í mótsleik með liðinu: „Ég veit ekki hvenær rétt er að taka skrefið. Mér fannst ég klár í fyrra ef að kallið hefði komið. Sjálfstraustið og gæðin í leiknum hjá mér voru á það flottum stað. Kallið kom ekki þá en í staðinn gaf ég allt í U21-leikina. Annar maður var valinn, stóð sig vel og það er bara frábært.“ HM 2022 í Katar EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Sólin brosir við Alfons þessa dagana. Hann er með félögum sínum í Bodö/Glimt við æfingar í Marbella á Suður-Spáni. Þar undirbúa norsku meistararnir, sem slógu svo eftirminnilega í gegn í fyrra, sig undir nýtt tímabil sem hefjast á í apríl. „Þetta er fínt, þó að við séum í hálfgerðri einangrun. Það er alla vega skárra að vera hér og fá smásól en að vera í mínus 5-10 gráðum í Bodö,“ segir Alfons í léttum tón, ánægður með að geta spilað æfingaleiki við spænsk félagslið á meðan að keppnisbann er í Noregi vegna kórónuveirufaraldursins. Mega banna Alfons að fara í landsleiki Mars er afar spennandi mánuður fyrir íslenskan fótbolta en fimmtudaginn 25. mars mætir Ísland liði Rússland í fyrsta leik sínum í lokakeppni EM, í Ungverjalandi. Sama dag sækir A-landsliðið fjórfalda heimsmeistara Þýskalands heim þegar undankeppni HM hefst. Það skýrist í næstu viku í hvorum hópnum Alfons verður. Alfons gæti farið í annað þessara verkefna: EM U21 í Ungverjalandi: 25. mars: Rússland – Ísland 28. mars: Danmörk – Ísland 31. mars: Frakkland – Ísland A-landsliðið í undankeppni HM: 25. mars: Þýskaland – Ísland 28. mars: Armenía – Ísland 31. mars: Liechtenstein – Ísland Það er hins vegar í höndum forráðamanna Bodö/Glimt hvort Alfons getur yfirhöfuð verið með í öðru hvoru verkefninu. Alfons yrði miðað við núverandi reglur að fara í 10 daga sóttkví við heimkomu til Noregs eftir landsleiki, vegna kórónuveirufaraldursins, og FIFA segir að í slíkum tilvikum megi félagslið banna leikmönnum sínum að fara í landsleiki. Munu forráðamenn Bodö/Glimt leyfa Alfons að spila? Alfons Sampsted í leik gegn AC Milan í fyrra í Evrópudeildinni.EPA-EFE/MATTEO BAZZI „Ég hef ekki rætt við þá formlega um þetta en ég veit alla vega að þeir eru á báðum áttum. Þeir vilja að sjálfsögðu leyfa sínum leikmönnum að fara í landsleiki [Alfons og tveir Norðmenn eru þar helstu kandídatar] en vilja samt sem áður ekki missa þrjá lykilleikmenn út fyrir byrjun tímabilsins, út af sóttkví,“ segir Alfons. Landsleikjatörninni lýkur 31. mars og Bodö á að hefja titilvörnina í Noregi með leik við Brann fimm dögum síðar: „Það er hins vegar mikið talað um það í Noregi að byrjun tímabilsins verði frestað, og ef það gerist býst ég við að fá að fara, svo lengi sem ég verð búinn í sóttkví áður en deildin hefst.“ En hvað ef að skilaboðin frá Bodö/Glimt verða á þá leið að Alfons megi ekki fara í lokakeppni EM, eða láta drauminn um að spila mótsleiki með A-landsliðinu rætast? „Það er erfitt að svara þessu. Þetta er í raun ekki í mínum höndum. Að sjálfsögðu vil ég spila fyrir landsliðið. Ég þyrfti alla vega að setjast vel niður með þeim [forráðamönnum Bodö] og fara yfir málin, svo þeir vissu hvað ég vil. Lokaákvörðunin yrði svo líklega hjá þeim frekar en mér en ég myndi aldrei segja nei við landsliðið sjálfur.“ Ef A-landsliðið kallar þá segir maður ekki nei Að því gefnu að Alfons fái að spila landsleiki í þessum mánuði er svo spurning hvort það verður með U21-landsliðinu eða í A-landsliðinu, þar sem Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru nú við stjórnvölinn eftir að hafa stýrt Alfonsi í U21-liðinu. Með hvoru liðinu myndi Alfons sjálfur frekar vilja spila? Alfons er leikjahæstur í sögu U21-landsliðsins með 30 leiki.vísir/vilhelm „Ég hef fengið þessa spurningu nokkrum sinnum og hugsað vel um þetta. Þetta er „win, win“. Báðir kostirnir eru ótrúlega skemmtilegir. En eins og Addi landsliðsþjálfari segir þá er það þannig að ef að A-landsliðið kallar þá segir maður ekki nei. En sama hvoru megin sem ég verð þá gef ég allt í þetta því þetta er ótrúlega spennandi hvoru tveggja. Best væri að geta verið með á báðum stöðum en erum við ekki allir í U21-landsliðinu með það að markmiði að koma okkur upp í A-landsliðið á endanum? Það er alltaf stærra markmiðið.“ Tilbúinn að taka við keflinu af Victori og Birki Það er auðvitað ekki ljóst hvern Arnar og Eiður vilja veðja á sem hægri bakvörð A-landsliðsins. Birkir Már Sævarsson á ekki mörg ár eftir í boltanum og Arnar vill ekki spila leikmönnum „út úr stöðu“, sem breytir myndinni fyrir miðjumanninn Guðlaug Victor Pálsson. Blikinn Alfons er ekki langorður þegar hann er spurður hvort hann sé reiðubúinn að taka við keflinu sem hægri bakvörður A-landsliðsins: „Já, ég er tilbúinn.“ Bodö/Glimt spilaði stórskemmtilegan sóknarbolta og skoraði 103 mörk í 30 deildarleikjum á síðasta tímabili. Íslenska landsliðið nálgast sína leiki talsvert öðruvísi en Alfons segir sína kosti ekkert frekar snúa að sóknarleik en varnarleik: „Ég hef gaman af því að sækja, hleyp mikið og get tekið þátt á báðum endum. En hlutverk varnarmanna er náttúrulega fyrst og fremst að verja markið og mér finnst ég alla vega vera á þeim „standard“ að ég geti skilað þeirri varnarvinnu fyrir landsliðið. Ég er alls ekki hræddur um að ég hafi ekki það sem til þarf varnarlega en á sama tíma hef ég líka trú á að ég geti komið með flottar víddir inn í leikinn varðandi uppspil, vinnslu og að sækja fyrir liðið,“ segir Alfons. Alfons hefur spilað tvo vináttulandsleiki fyrir A-landsliðið og var á varamannabekknum í tveimur leikjum síðasta haust. Hann er búinn að bíða eftir tækifærinu í mótsleik með liðinu: „Ég veit ekki hvenær rétt er að taka skrefið. Mér fannst ég klár í fyrra ef að kallið hefði komið. Sjálfstraustið og gæðin í leiknum hjá mér voru á það flottum stað. Kallið kom ekki þá en í staðinn gaf ég allt í U21-leikina. Annar maður var valinn, stóð sig vel og það er bara frábært.“
Alfons gæti farið í annað þessara verkefna: EM U21 í Ungverjalandi: 25. mars: Rússland – Ísland 28. mars: Danmörk – Ísland 31. mars: Frakkland – Ísland A-landsliðið í undankeppni HM: 25. mars: Þýskaland – Ísland 28. mars: Armenía – Ísland 31. mars: Liechtenstein – Ísland
HM 2022 í Katar EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira