Innlent

Hulda ráðin fram­kvæmda­stjóri og Bjarki starfs­maður þing­flokks VG

Atli Ísleifsson skrifar
Hulda Hólmkelsdóttir og Bjarki Hjörleifsson.
Hulda Hólmkelsdóttir og Bjarki Hjörleifsson. VG

Hulda Hólmkelsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna. Hún hefur starfað sem upplýsingafulltrúi þingflokksins frá árinu 2019 og síðustu mánuði verið starfandi framkvæmdastjóri þingflokksins.

Hulda tekur við starfi framkvæmdastjóra af Kára Gautasyni sem hefur verið ráðinn til Bændasamtakanna.

Hulda lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2012 og BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Á árunum 2016 til 2019 starfaði Hulda sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Samhliða námi við HÍ tók Hulda þátt í starfi Röskvu, bæði í stjórn félagsins og sem kosningastýra. Þá var hún talskona Ungra vinstri grænna 2014-2015.

Ráðinn starfsmaður þingflokks

Þá hefur Bjarki Hjörleifsson verið ráðinn sem starfsmaður þingflokksins, en hann útskrifaðist með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2019.

Bjarki hefur frá árinu 2019 starfað sem skrifstofustjóri Vinstri grænna en hefur undanfarna mánuði verið starfsmaður þingflokks.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×