„Við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. mars 2021 12:26 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur fólk til að gæta áfram að sér og passa vel upp á persónulegar sóttvarnir. Vísir/Arnar Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar innanlands um helgina smituðust. Báðir tengjast þeir einstaklingi sem kom til landsins 26. febrúar síðastliðinn. Hann var með neikvætt PCR-próf áður en hann kom og var neikvæður í fyrri skimun, fór í sóttkví en greindist svo jákvæður í seinni skimun. Annar þeirra sem greindist utan sóttkvíar greindist á föstudag. Hann er nákominn þeim sem var í sóttkví eftir að hafa komið að utan og færði honum mat í sóttkvínni. Báðir eru þeir með breska afbrigði veirunnar. Sá þriðji býr í sama stigagangi og sá sem var í sóttkví. Enn er beðið raðgreiningar hjá honum. Hann greindist með veiruna á laugardag. Hann er starfsmaður Landspítalans og sótti tónleika í Hörpu á föstudagskvöld. Allir á deildinni þar sem hann starfar voru sendir í sýnatöku í gær og voru öll sýnin neikvæð. Þá verða allir á stigaganginum einnig boðaðir í sýnatöku auk þeirra sem sóttu tónleikana á föstudag. Óljóst hvort þetta er snertismit eða úðasmit Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir rakningarteymið enn að störfum og enn sé ekki hægt að staðfesta sameiginlegan snertiflöt þessara þriggja einstaklinga. „Við vitum að þetta er fólk sem var í sama stigagangi og þannig í nánd en nákvæmlega hvernig þetta hefur gerst, hvort þetta er snertismit eða úðasmit, það er óljóst,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu nú skömmu fyrir hádegi. Hann sagði þann sem færði viðkomandi mat hafa stoppað mjög stutt við. Nágranninn á síðan ekkert að hafa hitt viðkomandi. „Þetta er í sama stigagangi, nándin er þar, og raðgreiningin sýnir allavega á þessum tveimur, við erum að bíða eftir þeim þriðja, sýnir að þetta er sama veiran þannig að smitið hefur átt sér stað þarna á einhvern máta,“ sagði Þórólfur. Skoða hvort setja þurfi strangari leiðbeiningar um sóttkví í fjölbýlishúsi Draga þurfi lærdóm af þessu og skoða hvort það þurfi til að mynda að setja strangari leiðbeiningar varðandi sóttkví þeirra sem koma frá útlöndum og búa í fjölbýlishúsum. „Vissulega þarf að gæta vel að hreinlæti og hreinsun. Það er líka spurning hvort við þurfum að koma með strangari leiðbeiningar um það að fólk sem er í sóttkví dvelji ekki í fjölbýlishúsi þar sem eru margir. Við erum að skoða allt þetta, hvort það sé framkvæmanlegt.“ Alls hafa 12.710 verið fullbólusettir hér á landi og bólusetning er hafin hjá 16.607 manns til viðbótar. Þórólfur segir að á meðan ekki sé búi að bólusetja fleiri þá geti enn komið ný bylgja smita. „Þetta sýnir að við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel. Fólk má ekki halda að þetta sé búið og það er mjög mikilvægt að fólk gæti að sér áfram. Því miður sýnist mér á mörgum stöðum að fólk sé kannski aðeins farið að sleppa fram af sér beislinu og þá getur við óheppilegar aðstæður, það þarf ekki nema einn einstakling smitaðan til að hleypa þessu af stað aftur. Það þarf að passa sig,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Hann var með neikvætt PCR-próf áður en hann kom og var neikvæður í fyrri skimun, fór í sóttkví en greindist svo jákvæður í seinni skimun. Annar þeirra sem greindist utan sóttkvíar greindist á föstudag. Hann er nákominn þeim sem var í sóttkví eftir að hafa komið að utan og færði honum mat í sóttkvínni. Báðir eru þeir með breska afbrigði veirunnar. Sá þriðji býr í sama stigagangi og sá sem var í sóttkví. Enn er beðið raðgreiningar hjá honum. Hann greindist með veiruna á laugardag. Hann er starfsmaður Landspítalans og sótti tónleika í Hörpu á föstudagskvöld. Allir á deildinni þar sem hann starfar voru sendir í sýnatöku í gær og voru öll sýnin neikvæð. Þá verða allir á stigaganginum einnig boðaðir í sýnatöku auk þeirra sem sóttu tónleikana á föstudag. Óljóst hvort þetta er snertismit eða úðasmit Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir rakningarteymið enn að störfum og enn sé ekki hægt að staðfesta sameiginlegan snertiflöt þessara þriggja einstaklinga. „Við vitum að þetta er fólk sem var í sama stigagangi og þannig í nánd en nákvæmlega hvernig þetta hefur gerst, hvort þetta er snertismit eða úðasmit, það er óljóst,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu nú skömmu fyrir hádegi. Hann sagði þann sem færði viðkomandi mat hafa stoppað mjög stutt við. Nágranninn á síðan ekkert að hafa hitt viðkomandi. „Þetta er í sama stigagangi, nándin er þar, og raðgreiningin sýnir allavega á þessum tveimur, við erum að bíða eftir þeim þriðja, sýnir að þetta er sama veiran þannig að smitið hefur átt sér stað þarna á einhvern máta,“ sagði Þórólfur. Skoða hvort setja þurfi strangari leiðbeiningar um sóttkví í fjölbýlishúsi Draga þurfi lærdóm af þessu og skoða hvort það þurfi til að mynda að setja strangari leiðbeiningar varðandi sóttkví þeirra sem koma frá útlöndum og búa í fjölbýlishúsum. „Vissulega þarf að gæta vel að hreinlæti og hreinsun. Það er líka spurning hvort við þurfum að koma með strangari leiðbeiningar um það að fólk sem er í sóttkví dvelji ekki í fjölbýlishúsi þar sem eru margir. Við erum að skoða allt þetta, hvort það sé framkvæmanlegt.“ Alls hafa 12.710 verið fullbólusettir hér á landi og bólusetning er hafin hjá 16.607 manns til viðbótar. Þórólfur segir að á meðan ekki sé búi að bólusetja fleiri þá geti enn komið ný bylgja smita. „Þetta sýnir að við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel. Fólk má ekki halda að þetta sé búið og það er mjög mikilvægt að fólk gæti að sér áfram. Því miður sýnist mér á mörgum stöðum að fólk sé kannski aðeins farið að sleppa fram af sér beislinu og þá getur við óheppilegar aðstæður, það þarf ekki nema einn einstakling smitaðan til að hleypa þessu af stað aftur. Það þarf að passa sig,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira