Fótbolti

Laporta nýr for­seti Barcelona

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Joan Laporta er nýr forseti Barcelona.
Joan Laporta er nýr forseti Barcelona. Albert Llop/Getty Images

Joan Laporta er nýr forseti spænska knattspyrnustórveldisins Barcelona. Gegndi Laporta sömu stöðu frá árinu 2003-2010.

Mikið hefur gengið á í herbúðum Börsunga undanfarna mánuði. Liðið er stórskuldugt, óvissa ríkir um framtíð Lionel Messi og þá voru forsetakosningar á döfinni. Nú hefur fengist niðurstaða í einn af þessum óvissuþáttum en Laporta var í kvöld kjörinn forseti félagsins í annað sinn.

Alls voru þrír menn sem buðu sig fram en Laporta vann með miklum yfirburðum. Fékk hann alls 19,293 atkvæði eða 57.69 prósent allra atkvæða. Mótherjar hans fengu aðeins 13.751 atkvæði samanlagt.

Laporta var forseti Barcelona frá árinu 2003 til 2010. Þá var hann hluti af alþingi Katalóníu frá 2010 til 2012. Á fyrri tíma sínum sem forseti Börsunga þá vann liðið La Liga – spænsku úrvalsdeildina – alls fjórum sinnum. Liðið vann Meistaradeild Evrópu tvívegis, spænska Konungsbikarinn einu sinni sem og HM félagsliða einu sinni árið 2009.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×