Ekkert sýni jákvætt hingað til Sylvía Hall skrifar 7. mars 2021 21:24 Um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar eru í sóttkví eftir að smit kom upp á göngudeild lyflækninga. Vísir/Vilhelm Búið er að skima meirihluta þeirra starfsmanna Landspítalans sem gætu hafa verið útsettir fyrir smiti eftir að starfsmaður á göngudeild lyflækninga A3 greindist með kórónuveirusmit. Hingað til hefur ekkert sýni verið jákvætt. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, í samtali við Vísi. Greint var frá því fyrr í dag að starfsmaður á deildinni hefði greinst með veiruna í gær og um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar væru í sóttkví vegna smitsins. Gengið er út frá því að um breska afbrigði veirunnar sé að ræða. Boðað var til upplýsingafundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála. Auk starfsmannsins á Landspítalanum hafði einn annar smitast utan sóttkvíar, en talið er að rekja megi smitin til sameiginlegs snertiflatar í stigagangi fjölbýlishúss. Grunur er um að báðir hinna smituðu hafi með óbeinum hætti smitast af veirunni í gegnum einstakling sem kom til landsins 26. febrúar. Viðkomandi var með neikvætt PCR-próf og greindist neikvæður fyrir veirunni í fyrstu skimun á landamærum við komuna til landsins. Hann greindist hins vegar jákvæður í seinni skimun fimm dögum síðar. Umfangsmikil smitrakning hefur staðið yfir vegna smitanna og nær hún einnig til tónleika í Hörpu á föstudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði lítið þurfa til svo hópsmit kæmi upp en staðan myndi skýrast betur á þriðjudag. „Mikil rakningarvinna hefur verið í gangi um helgina og eru nokkrir tugir komnir í sóttkví. „Það þarf lítið að koma til, til að koma af stað nýrri hrinu og jafnvel nýrri bylgju,“ sagði Þórólfur. „Við munum reyna allt sem við getum til að koma í veg fyrir umrætt smit.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir mögulegt hópsmit í uppsiglingu og jafnvel ný bylgja Hópsmit covid-19 er mögulega í uppsiglingu innanlands af völdum breska afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og embættis sóttvarnalæknis í dag. Grunur er um að tvö innanlandssmit sem upp komu á síðustu dögum megi rekja til sameiginlegs snertiflatar í stigagangi fjölbýlishúss. 7. mars 2021 17:16 Tveir greinst utan sóttkvíar og smitrakning teygir sig til tónleika í Hörpu Alls hafa tveir einstaklingar greinst með covid-19 innanlands síðustu daga sem voru utan sóttkvíar. Báðir hinna smituðu tengjast óbeint einstaklingi sem kom frá útlöndum og greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í seinni skimun þann 4. mars. Þá nær smitrakning einnig til tónleika sem fram fóru í Hörpu á föstudaginn. 7. mars 2021 16:17 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, í samtali við Vísi. Greint var frá því fyrr í dag að starfsmaður á deildinni hefði greinst með veiruna í gær og um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar væru í sóttkví vegna smitsins. Gengið er út frá því að um breska afbrigði veirunnar sé að ræða. Boðað var til upplýsingafundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála. Auk starfsmannsins á Landspítalanum hafði einn annar smitast utan sóttkvíar, en talið er að rekja megi smitin til sameiginlegs snertiflatar í stigagangi fjölbýlishúss. Grunur er um að báðir hinna smituðu hafi með óbeinum hætti smitast af veirunni í gegnum einstakling sem kom til landsins 26. febrúar. Viðkomandi var með neikvætt PCR-próf og greindist neikvæður fyrir veirunni í fyrstu skimun á landamærum við komuna til landsins. Hann greindist hins vegar jákvæður í seinni skimun fimm dögum síðar. Umfangsmikil smitrakning hefur staðið yfir vegna smitanna og nær hún einnig til tónleika í Hörpu á föstudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði lítið þurfa til svo hópsmit kæmi upp en staðan myndi skýrast betur á þriðjudag. „Mikil rakningarvinna hefur verið í gangi um helgina og eru nokkrir tugir komnir í sóttkví. „Það þarf lítið að koma til, til að koma af stað nýrri hrinu og jafnvel nýrri bylgju,“ sagði Þórólfur. „Við munum reyna allt sem við getum til að koma í veg fyrir umrætt smit.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir mögulegt hópsmit í uppsiglingu og jafnvel ný bylgja Hópsmit covid-19 er mögulega í uppsiglingu innanlands af völdum breska afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og embættis sóttvarnalæknis í dag. Grunur er um að tvö innanlandssmit sem upp komu á síðustu dögum megi rekja til sameiginlegs snertiflatar í stigagangi fjölbýlishúss. 7. mars 2021 17:16 Tveir greinst utan sóttkvíar og smitrakning teygir sig til tónleika í Hörpu Alls hafa tveir einstaklingar greinst með covid-19 innanlands síðustu daga sem voru utan sóttkvíar. Báðir hinna smituðu tengjast óbeint einstaklingi sem kom frá útlöndum og greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í seinni skimun þann 4. mars. Þá nær smitrakning einnig til tónleika sem fram fóru í Hörpu á föstudaginn. 7. mars 2021 16:17 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Segir mögulegt hópsmit í uppsiglingu og jafnvel ný bylgja Hópsmit covid-19 er mögulega í uppsiglingu innanlands af völdum breska afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og embættis sóttvarnalæknis í dag. Grunur er um að tvö innanlandssmit sem upp komu á síðustu dögum megi rekja til sameiginlegs snertiflatar í stigagangi fjölbýlishúss. 7. mars 2021 17:16
Tveir greinst utan sóttkvíar og smitrakning teygir sig til tónleika í Hörpu Alls hafa tveir einstaklingar greinst með covid-19 innanlands síðustu daga sem voru utan sóttkvíar. Báðir hinna smituðu tengjast óbeint einstaklingi sem kom frá útlöndum og greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í seinni skimun þann 4. mars. Þá nær smitrakning einnig til tónleika sem fram fóru í Hörpu á föstudaginn. 7. mars 2021 16:17