Ekkert sýni jákvætt hingað til Sylvía Hall skrifar 7. mars 2021 21:24 Um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar eru í sóttkví eftir að smit kom upp á göngudeild lyflækninga. Vísir/Vilhelm Búið er að skima meirihluta þeirra starfsmanna Landspítalans sem gætu hafa verið útsettir fyrir smiti eftir að starfsmaður á göngudeild lyflækninga A3 greindist með kórónuveirusmit. Hingað til hefur ekkert sýni verið jákvætt. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, í samtali við Vísi. Greint var frá því fyrr í dag að starfsmaður á deildinni hefði greinst með veiruna í gær og um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar væru í sóttkví vegna smitsins. Gengið er út frá því að um breska afbrigði veirunnar sé að ræða. Boðað var til upplýsingafundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála. Auk starfsmannsins á Landspítalanum hafði einn annar smitast utan sóttkvíar, en talið er að rekja megi smitin til sameiginlegs snertiflatar í stigagangi fjölbýlishúss. Grunur er um að báðir hinna smituðu hafi með óbeinum hætti smitast af veirunni í gegnum einstakling sem kom til landsins 26. febrúar. Viðkomandi var með neikvætt PCR-próf og greindist neikvæður fyrir veirunni í fyrstu skimun á landamærum við komuna til landsins. Hann greindist hins vegar jákvæður í seinni skimun fimm dögum síðar. Umfangsmikil smitrakning hefur staðið yfir vegna smitanna og nær hún einnig til tónleika í Hörpu á föstudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði lítið þurfa til svo hópsmit kæmi upp en staðan myndi skýrast betur á þriðjudag. „Mikil rakningarvinna hefur verið í gangi um helgina og eru nokkrir tugir komnir í sóttkví. „Það þarf lítið að koma til, til að koma af stað nýrri hrinu og jafnvel nýrri bylgju,“ sagði Þórólfur. „Við munum reyna allt sem við getum til að koma í veg fyrir umrætt smit.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir mögulegt hópsmit í uppsiglingu og jafnvel ný bylgja Hópsmit covid-19 er mögulega í uppsiglingu innanlands af völdum breska afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og embættis sóttvarnalæknis í dag. Grunur er um að tvö innanlandssmit sem upp komu á síðustu dögum megi rekja til sameiginlegs snertiflatar í stigagangi fjölbýlishúss. 7. mars 2021 17:16 Tveir greinst utan sóttkvíar og smitrakning teygir sig til tónleika í Hörpu Alls hafa tveir einstaklingar greinst með covid-19 innanlands síðustu daga sem voru utan sóttkvíar. Báðir hinna smituðu tengjast óbeint einstaklingi sem kom frá útlöndum og greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í seinni skimun þann 4. mars. Þá nær smitrakning einnig til tónleika sem fram fóru í Hörpu á föstudaginn. 7. mars 2021 16:17 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, í samtali við Vísi. Greint var frá því fyrr í dag að starfsmaður á deildinni hefði greinst með veiruna í gær og um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar væru í sóttkví vegna smitsins. Gengið er út frá því að um breska afbrigði veirunnar sé að ræða. Boðað var til upplýsingafundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála. Auk starfsmannsins á Landspítalanum hafði einn annar smitast utan sóttkvíar, en talið er að rekja megi smitin til sameiginlegs snertiflatar í stigagangi fjölbýlishúss. Grunur er um að báðir hinna smituðu hafi með óbeinum hætti smitast af veirunni í gegnum einstakling sem kom til landsins 26. febrúar. Viðkomandi var með neikvætt PCR-próf og greindist neikvæður fyrir veirunni í fyrstu skimun á landamærum við komuna til landsins. Hann greindist hins vegar jákvæður í seinni skimun fimm dögum síðar. Umfangsmikil smitrakning hefur staðið yfir vegna smitanna og nær hún einnig til tónleika í Hörpu á föstudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði lítið þurfa til svo hópsmit kæmi upp en staðan myndi skýrast betur á þriðjudag. „Mikil rakningarvinna hefur verið í gangi um helgina og eru nokkrir tugir komnir í sóttkví. „Það þarf lítið að koma til, til að koma af stað nýrri hrinu og jafnvel nýrri bylgju,“ sagði Þórólfur. „Við munum reyna allt sem við getum til að koma í veg fyrir umrætt smit.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir mögulegt hópsmit í uppsiglingu og jafnvel ný bylgja Hópsmit covid-19 er mögulega í uppsiglingu innanlands af völdum breska afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og embættis sóttvarnalæknis í dag. Grunur er um að tvö innanlandssmit sem upp komu á síðustu dögum megi rekja til sameiginlegs snertiflatar í stigagangi fjölbýlishúss. 7. mars 2021 17:16 Tveir greinst utan sóttkvíar og smitrakning teygir sig til tónleika í Hörpu Alls hafa tveir einstaklingar greinst með covid-19 innanlands síðustu daga sem voru utan sóttkvíar. Báðir hinna smituðu tengjast óbeint einstaklingi sem kom frá útlöndum og greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í seinni skimun þann 4. mars. Þá nær smitrakning einnig til tónleika sem fram fóru í Hörpu á föstudaginn. 7. mars 2021 16:17 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Segir mögulegt hópsmit í uppsiglingu og jafnvel ný bylgja Hópsmit covid-19 er mögulega í uppsiglingu innanlands af völdum breska afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og embættis sóttvarnalæknis í dag. Grunur er um að tvö innanlandssmit sem upp komu á síðustu dögum megi rekja til sameiginlegs snertiflatar í stigagangi fjölbýlishúss. 7. mars 2021 17:16
Tveir greinst utan sóttkvíar og smitrakning teygir sig til tónleika í Hörpu Alls hafa tveir einstaklingar greinst með covid-19 innanlands síðustu daga sem voru utan sóttkvíar. Báðir hinna smituðu tengjast óbeint einstaklingi sem kom frá útlöndum og greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í seinni skimun þann 4. mars. Þá nær smitrakning einnig til tónleika sem fram fóru í Hörpu á föstudaginn. 7. mars 2021 16:17