Fótbolti

Karó­lína Lea og Alexandra komu við sögu í sínum fyrstu deildar­leikjum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Karólína Lea kom inn af bekknum hjá toppliði Bayern.
Karólína Lea kom inn af bekknum hjá toppliði Bayern. Bayern

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir komu við sögu hjá sínum liðum í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Bayern München vann 5-1 útisigur á Freiburg og þá tapaði Eintracht Frankfurt 2-0 á útivelli gegn Hoffenheim.

Karólína Lea byrjaði feril sinn hjá Bayern München frábærlega en það tók hana aðeins þrjár mínútur að skora fyrir félagið eftir að hún kom af bekknum í Meistaradeild Evrópu í liðinni viku.

Innkoma hennar var ekki alveg jafn mögnuð í dag en Karólína kom inn af bekknum á 73. mínútu er Bayern heimsótti Freiburg í dag. Bayern var komið 4-0 yfir er Karólína steig á völlinn. Tíu mínútum síðar minnkuðu heimastúlkur muninn en Bayern bætti við marki skömmu fyrir leiksloka og leiknum lauk með öruggum 5-1 sigri gestanna.

Alexandra hóf einnig leikinn á bekknum er Eintracht Frankfurt heimsótti Hoffenheim. Heimastúlkur komust yfir strax á sjöundu mínútu og staðan því 1-0 eftir að Alexandra kom inn af bekknum á 25. mínútu leiksins.

Aðeins mínútu síðar bætti Hoffenheim við öðru marki og staðan orðin 2-0. Reyndust það lokatölur leiksins.

Bayern er sem fyrr á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga að loknum fimmtán umferðum á meðan Frankfurt í er í 7. sæti með 17 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.