Fótbolti

Willum Þór spilaði allan leikinn í sigri BATE

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Willum Þór í leik gegn Lúxemborg með U21 árs liði karla.
Willum Þór í leik gegn Lúxemborg með U21 árs liði karla. Vísir/Bára

Willum Þór Willumsson spilaði allan leikin þegar BATE Borisov lagði Vitebsk í fyrri umferð 8-liða úrslita í Hvít-Rússnesku bikarkeppninni.

Willum Þór og liðsfélagar hans eru nú einu skrefi nær undanúrslitum Hvít-Rússneska bikarsins eftir 2-1 heimasigur gegn Vitebsk. 

Það voru gestirnir sem náðu forystunni á 24. mínútu leiksins, en Nikolai Signevich jafnaði metin fyrir heimamenn sjö mínútum seinna.

Signevich var svo aftur á ferðinni þegar hann kom BATE í 2-1 forystu á 53. mínútu leiksins. Fleiri urðu mörkin ekki og BATE Borisov fer því með eins marks forskot í seinni leik liðanna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.