Egill Aðalsteinsson tökumaður fréttastofu, sem staddur er í Grindavík, náði upptökunni sem nálgast má í spilaranum hér fyrir neðan.
Skjálftavirkni færðist verulega í aukana á Reykjanesskaga í nótt eftir að skammvinnur óróapúls mældist við Fagradalsfjall skömmu eftir miðnætti. Nokkrir skjálftar mældust yfir 4 en sá stærsti var að stærð 5, eins og áður segir.
Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að dæmi væru um að íbúar í bænum hefðu leigt sér hótelherbergi og sumarbústaði yfir helgina til að frá frí frá skjálftahrinunni. Íbúar hafi fundið vel fyrir snörpum skjálftum næturinnar.