Innlent

Svona hljómaði stóri skjálftinn í Grindavík í nótt

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Stóri skjálftinn fannst einna best í Grindavík, sem er nálægt upptakasvæðinu.
Stóri skjálftinn fannst einna best í Grindavík, sem er nálægt upptakasvæðinu. Vísir/vilhelm

Stór jarðskjálfti reið yfir við Fagradalsfjall um klukkan tvö í nótt. Skjálftinn mældist 5 að stærð, sá stærsti í nokkra daga. Hann fannst vel á suðvesturhorninu, einkum í Grindavík, og varði í nokkrar sekúndur, ef marka má meðfylgjandi hljóðupptöku af skjálftanum.

Egill Aðalsteinsson tökumaður fréttastofu, sem staddur er í Grindavík, náði upptökunni sem nálgast má í spilaranum hér fyrir neðan. 

Skjálftavirkni færðist verulega í aukana á Reykjanesskaga í nótt eftir að skammvinnur óróapúls mældist við Fagradalsfjall skömmu eftir miðnætti. Nokkrir skjálftar mældust yfir 4 en sá stærsti var að stærð 5, eins og áður segir.

Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að dæmi væru um að íbúar í bænum hefðu leigt sér hótelherbergi og sumarbústaði yfir helgina til að frá frí frá skjálftahrinunni. Íbúar hafi fundið vel fyrir snörpum skjálftum næturinnar.


Tengdar fréttir

Svona hljómaði stóri skjálftinn í nótt

Stór jarðskjálfti sem reið yfir klukkan hálf tvö í nótt og mældist 4,9 að stærð varði í ríflega tuttugu sekúndur, ef marka má hljóðupptöku úr Hlíðunum í Reykjavík. Upptökuna má finna neðst í fréttinni.

Mögu­leg gossvæði orðin sjö

Sjö svæði eru nú metin möguleg gossvæði á Reykjanesskaga, samkvæmt nýrri eldsuppkomuspá Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.