Innlent

Svona hljómaði stóri skjálftinn í nótt

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jarðskjálftavirknin hefur að stórum hluta mælst í grennd við Keili.
Jarðskjálftavirknin hefur að stórum hluta mælst í grennd við Keili. Vísir/Vilhelm

Stór jarðskjálfti sem reið yfir klukkan hálf tvö í nótt og mældist 4,9 að stærð varði í ríflega tuttugu sekúndur, ef marka má hljóðupptöku úr Hlíðunum í Reykjavík. Upptökuna má finna neðst í fréttinni.

Egill Aðalsteinsson tökumaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar náði upptöku af stóru skjálftunum sem riðið hafa yfir Suðvesturhornið í gær og í nótt. Hljóðin sem heyrast koma aðallega frá skápnum sem sést á myndinni hér fyrir neðan og leirtauinu inni í skápnum, sem hristist við skjálftana. 

Borðstofuskápur Egils.Vísir/Egill

Skjálftarnir sem Egill náði á upptöku eru alls fimm; sá fyrsti er stóri skjálftinn sem varð skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags en sá síðasti á upptökunum er stóri skjálftinn í nótt. Sá virðist hafa varað í ríflega tuttugu sekúndur, líkt og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan.

Ekkert lát virðist vera á öflugri jarðskjálfahrinunni, sem á upptök sín við Fagradalsfjall og Keili. Yfir þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti, þar af hafa fjórtán verið stærri en þrír.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.