Innlent

Skipuleggjendur sumarhátíða eru bjartsýnir á þróun mála

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
„Það verður gleði,“ lofar formaður stjórnar Hinsegin daga.
„Það verður gleði,“ lofar formaður stjórnar Hinsegin daga. Hinsegin dagar

Ef bólusetningar ganga jafn vel hérlendis og vonir standa til, eru skipuleggjendur bjartsýnir á að geta blásið til sumarhátíða. Þeir segjast þó hafa lært að gera ráð fyrir öllum mögulegum útkomum og eru við öllu búnir.

„Menningarnótt verður í ár, við vitum bara ekki nákvæmlega hvernig,“ segir Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg. 

„Í besta falli, ef allir verða komnir með bóluefni og allt í góðum gír þá verður hún bara eins og hún hefur verið síðustu tuttugu ár. En við erum með nokkur plön og eitt planið, ef það eru harðar fjöldatakmarkanir, væri kannski að dreifa henni yfir lengri tíma. Þá erum við jafnvel að hugsa um tíu daga.“

Ásgeir Helgi Magnússon, formaður stjórnar Hinsegin daga, tekur undir með Guðmundi og segir ýmsa möguleika í skoðun, til dæmis að fara Gleðigöngu um alla borgina; nokkurs konar hinsegin-lest í anda Coca-Cola jólalestarinnar.

„Við sitjum sveitt við teikniborðið, við erum komin með nokkrar sviðsmyndir,“ segir Ásgeir. „Ef maður hefur eitthvað lært af síðasta ári þá er það að vera með plan A, B og C... belti og axlabönd. En við erum tiltölulega bjartsýn.“

Meðal annarra hátíða sem fara munu fram að óbreyttu eru Aldrei fór ég suður og Secret Solstice.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.