„Réttlæti fyrir Diego - hann dó ekki, þeir drápu hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2021 09:30 Diego Maradona á hátindi ferils síns sem langbesti fótboltamaður heims og heimsmeistari á HM 1986. Getty/Archivo El Grafico Giannina, dóttir Diego Maradona, hvatti í gær aðdáendur föður síns til að fjölmenna í fyrirhugaða kröfugöngu í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Kröfugangan mun kalla eftir réttlæti fyrir Diego Maradona en hann lést 25. nóvember síðastliðinn þá nýorðinn sextugur. „Réttlæti fyrir Diego“ kröfugangan á að enda við óbelískuna frægu í miðbæ Buenos Aires en gangan fer fram 10. mars næstkomandi. Maradona lést tveimur vikum eftir að hafa gengist undir heilaaðgerð. Alls hafa sjö einstaklingar sætt rannsókn vegna dauða Maradona en þar á meðal eru heilaskurðlæknirinn Leopoldo Luque, sem framkvæmdi aðgerðina og geðlæknirinn Agustina Cosachov, sem hugsaði um Maradona eftir aðgerðina. Por favor! Nos vemos todos ahí! https://t.co/MeUFIRKHWX— Gianinna Maradona (@gianmaradona) March 4, 2021 Rannsakendur eru að reyna að finna út hvort að þetta fólk hafi gerst sek um vanrækslu og þrír af þeim gætu verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi. Skipuleggjendur kröfugöngunnar hafa sett fram slagorðið: „Réttlæti fyrir Diego - hann dó ekki, þeir drápu hann“ Giannina Maradona fór á Twitter og hvatti aðdáendur til að fjölmenna. Hún skrifaði: „Gerið það. Sjáumst öll þar. Sannleikurinn mun alltaf koma fram í dagsljósið,“ skrifaði Giannina. Það má búast við fjölmenni í þessa göngu enda Diego Maradona það vinsæll í Argentínu að hann er í guðatölu. Maradona er án vafa einn besti knattspyrnumaður sögunnar. Hann var yfirburðamaður í heiminum þegar hann var upp á sitt besta en vandræði utan vallar sáu til þess að fallið var hátt. Maradona nánast tryggði Argentínumönnum heimsmeistaratitilinn upp á sitt einsdæmi á HM í Mexíkó 1986 með því að skora fimm mörk og gefa fimm stoðsendingar. Hann skoraði þá öll fjögur mörk liðsins í átta liða og undanúrslitunum og lagði síðan upp sigurmarkið í úrslitaleiknum. Argentína komst líka í úrslitaleikinn fjórum árum síðar með enn slakara lið. Maradona hjálpaði líka Napoli að vinna ítalska meistaratitilinn tvisvar sinnum en félagið hafði aldrei unnið hann áður og hefur heldur aldrei unnið hann síðan. Napoli endurskírði völlinn sinn Stadio Diego Armando Maradona þegar hann lést. Andlát Diegos Maradona Argentína Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Kröfugangan mun kalla eftir réttlæti fyrir Diego Maradona en hann lést 25. nóvember síðastliðinn þá nýorðinn sextugur. „Réttlæti fyrir Diego“ kröfugangan á að enda við óbelískuna frægu í miðbæ Buenos Aires en gangan fer fram 10. mars næstkomandi. Maradona lést tveimur vikum eftir að hafa gengist undir heilaaðgerð. Alls hafa sjö einstaklingar sætt rannsókn vegna dauða Maradona en þar á meðal eru heilaskurðlæknirinn Leopoldo Luque, sem framkvæmdi aðgerðina og geðlæknirinn Agustina Cosachov, sem hugsaði um Maradona eftir aðgerðina. Por favor! Nos vemos todos ahí! https://t.co/MeUFIRKHWX— Gianinna Maradona (@gianmaradona) March 4, 2021 Rannsakendur eru að reyna að finna út hvort að þetta fólk hafi gerst sek um vanrækslu og þrír af þeim gætu verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi. Skipuleggjendur kröfugöngunnar hafa sett fram slagorðið: „Réttlæti fyrir Diego - hann dó ekki, þeir drápu hann“ Giannina Maradona fór á Twitter og hvatti aðdáendur til að fjölmenna. Hún skrifaði: „Gerið það. Sjáumst öll þar. Sannleikurinn mun alltaf koma fram í dagsljósið,“ skrifaði Giannina. Það má búast við fjölmenni í þessa göngu enda Diego Maradona það vinsæll í Argentínu að hann er í guðatölu. Maradona er án vafa einn besti knattspyrnumaður sögunnar. Hann var yfirburðamaður í heiminum þegar hann var upp á sitt besta en vandræði utan vallar sáu til þess að fallið var hátt. Maradona nánast tryggði Argentínumönnum heimsmeistaratitilinn upp á sitt einsdæmi á HM í Mexíkó 1986 með því að skora fimm mörk og gefa fimm stoðsendingar. Hann skoraði þá öll fjögur mörk liðsins í átta liða og undanúrslitunum og lagði síðan upp sigurmarkið í úrslitaleiknum. Argentína komst líka í úrslitaleikinn fjórum árum síðar með enn slakara lið. Maradona hjálpaði líka Napoli að vinna ítalska meistaratitilinn tvisvar sinnum en félagið hafði aldrei unnið hann áður og hefur heldur aldrei unnið hann síðan. Napoli endurskírði völlinn sinn Stadio Diego Armando Maradona þegar hann lést.
Andlát Diegos Maradona Argentína Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira