Gleymdist að geta Hauks í skýrslu þjóðaröryggisráðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2021 22:54 Haukur Hilmarsson. Mynd/Úr safni Nurhaks Stjórnvöld hafa beðist afsökunar vegna villu í skýrslu þjóðaröryggisráðs þar sem fjallað er um hryðjuverkaógn. Í skýrslunni var ranglega tekið fram ekki sé vitað um neina Íslendinga sem hafi tekið beinan þátt í aðgerðum bandamanna gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum í Írak og Sýrlandi. Þessa fullyrðingu stendur til að leiðrétta í skýrslunni en líkt og kunnugt er er vitað um að minnsta kosti einn Íslending, Hauk Hilmarsson, sem barðist með hersveitum Kúrda gegn ISIS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjórnarráðinu nú í kvöld en í skýrslu þjóðaröryggisráðs sem vísað er til segir: „Auk þess hafa Íslendingar, einir Norðurlandaþjóða, ekki tekið beinan þátt í aðgerðum bandamanna gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum í Írak og Sýrlandi. Ekki er vitað til þess að einstaklingar búsettir hér á landi hafi haldið til Mið-Austurlanda í því skyni.“ Þessi fullyrðing er leiðrétt í tilkynningu stjórnarráðsins. „Þarna hafa augljóslega orðið mistök við vinnslu skýrslunnar þar sem vitað er að minnsta kosti um einn Íslending, Hauk Hilmarsson, sem barðist með hersveitum Kúrda gegn ISIS, og verða þau leiðrétt. Skýrslan verður þannig leiðrétt prentuð upp að nýju. Þessi leiðu mistök eru hörmuð og beðist er afsökunar á þeim sárindum sem þau hafa valdið,“ segir í tilkynningunni. Talið er að Haukur hafi fallið í átökum í Sýrlandi þar sem hann barðist við hlið Kúrda gegn vígasveitum íslamska ríkisins. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, vekur athygli á frétt Fréttablaðsins í dag þar sem fjallað er um umrædda skýrslu þar sem Hauks er hvergi getið. „Ég vissi alveg að þeir sem ekki þekktu Hauk persónulega myndu fljótt gleyma honum. En ég er pínulítið hissa á því að forsætisráðherra skuli ekkert ráma í hann. Hún hefur líklega aldrei lesið bréfin sem við sendum henni en ég hélt að hún myndi kannski eftir því þegar Beggi bróðir minn mætti á kontorinn hjá henni óboðinn. Hún hefur sjálfsagt haft áhugaverðari verkefnum að sinna,“ skrifar Eva á Facebook. Mál Hauks Hilmarssonar Utanríkismál Sýrland Varnarmál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Þessa fullyrðingu stendur til að leiðrétta í skýrslunni en líkt og kunnugt er er vitað um að minnsta kosti einn Íslending, Hauk Hilmarsson, sem barðist með hersveitum Kúrda gegn ISIS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjórnarráðinu nú í kvöld en í skýrslu þjóðaröryggisráðs sem vísað er til segir: „Auk þess hafa Íslendingar, einir Norðurlandaþjóða, ekki tekið beinan þátt í aðgerðum bandamanna gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum í Írak og Sýrlandi. Ekki er vitað til þess að einstaklingar búsettir hér á landi hafi haldið til Mið-Austurlanda í því skyni.“ Þessi fullyrðing er leiðrétt í tilkynningu stjórnarráðsins. „Þarna hafa augljóslega orðið mistök við vinnslu skýrslunnar þar sem vitað er að minnsta kosti um einn Íslending, Hauk Hilmarsson, sem barðist með hersveitum Kúrda gegn ISIS, og verða þau leiðrétt. Skýrslan verður þannig leiðrétt prentuð upp að nýju. Þessi leiðu mistök eru hörmuð og beðist er afsökunar á þeim sárindum sem þau hafa valdið,“ segir í tilkynningunni. Talið er að Haukur hafi fallið í átökum í Sýrlandi þar sem hann barðist við hlið Kúrda gegn vígasveitum íslamska ríkisins. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, vekur athygli á frétt Fréttablaðsins í dag þar sem fjallað er um umrædda skýrslu þar sem Hauks er hvergi getið. „Ég vissi alveg að þeir sem ekki þekktu Hauk persónulega myndu fljótt gleyma honum. En ég er pínulítið hissa á því að forsætisráðherra skuli ekkert ráma í hann. Hún hefur líklega aldrei lesið bréfin sem við sendum henni en ég hélt að hún myndi kannski eftir því þegar Beggi bróðir minn mætti á kontorinn hjá henni óboðinn. Hún hefur sjálfsagt haft áhugaverðari verkefnum að sinna,“ skrifar Eva á Facebook.
Mál Hauks Hilmarssonar Utanríkismál Sýrland Varnarmál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira