Lögregla rannsakar mál Hauks Hilmarssonar sem mannshvarf Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2018 20:45 Utanríkisþjónustan mun áfram eiga regluleg samskipti við fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda vegna hvarfs Hauks Hilmarssonar í Sýrlandi þótt borgaraþjónustuþætti málsins sé lokið, að sögn utanríkisráðherra. Lögreglan rannsaki mál hans sem mannshvarf. Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar spurði utanríkisráðherra út í það á Alþingi í dag hvað hann og ráðuneyti hans hefðu gert til að komast að því hvað varð um Hauk Hilmarsson, sem talið væri að hafi fallið í átökum á yfirráðasvæði Tyrkja í Sýrlandi hinn 24. febrúar. „Samkvæmt alþjóðalögum ber Tyrkjum að veita upplýsingar um afdrif þeirra sem þeir fella í stríðsátökum sem þessum. Íslenska ríkið sem og aðstandendur Hauks eiga rétt á að vita hvað hefur orðið um Hauk,“ sagði Margrét. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði stjórnvöld hafa leitað aðstoðar helstu vinaþjóða í þessu máli og leitað upplýsinga hjá Tyrkjum. „Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað óskað upplýsinga um málið frá tyrkneskum stjórnvöldum og fengið staðfest eftir mörgum leiðum að þarlend stjórnvöld telji Hauk af. Fjölskylda hans hefur verið upplýst um það eins og öll önnur skref sem tekin hafa verið í leitinni að Hauki. Við teljum borgaraþjónustuþætti málsins lokið í bili en lögreglan rannsakar málið sem mannshvarf. Utanríkisþjónustan mun áfram eiga reglulega samskipti við fulltrúa tyrkneskra yfirvalda í tengslum við þetta mál,“ sagði Guðlaugur Þór. Margrét sagði óásættanlegt að það væri ekki hægt að komast að hinu sanna í málinu. „Telur ráðherrann að hann persónulega hafi gert allt sem í hans valdi stendur til að finna Hauk eða lík hans ef hann er sannarlega látinn og tryggja að það verði flutt heim,“ spurði Margrét. „Ég hef gert allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa til í þessu máli. Og ef það er eitthvað sem við getum gert til að hjálpa frekar til við þetta erfiða mál þá munum við auðvitað gera það,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Ætlar að ræða við tyrkneskan ráðherra um mál Hauks Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ætla ræða mál Hauks Hilmarssonar við tyrkneskan ráðherra á morgun. 24. júní 2018 21:12 Guðlaugur Þór segir allt hafa verið gert til að finna Hauk Hilmarsson Utanríkisráðherra segir að hann og utanríkisráðuneytið hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að komast að örlögum Hauks Hilmarssonar sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í febrúar. 8. nóvember 2018 13:00 Guðlaugur undirritaði fríverslunarsamning og ræddi mál Hauks Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Nihat Zeybecki, efnahagsmálaráðherra Tyrklands, undirrituðu í gær uppfærslu á fríverslunarsamningi landanna tveggja. 26. júní 2018 06:00 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Utanríkisþjónustan mun áfram eiga regluleg samskipti við fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda vegna hvarfs Hauks Hilmarssonar í Sýrlandi þótt borgaraþjónustuþætti málsins sé lokið, að sögn utanríkisráðherra. Lögreglan rannsaki mál hans sem mannshvarf. Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar spurði utanríkisráðherra út í það á Alþingi í dag hvað hann og ráðuneyti hans hefðu gert til að komast að því hvað varð um Hauk Hilmarsson, sem talið væri að hafi fallið í átökum á yfirráðasvæði Tyrkja í Sýrlandi hinn 24. febrúar. „Samkvæmt alþjóðalögum ber Tyrkjum að veita upplýsingar um afdrif þeirra sem þeir fella í stríðsátökum sem þessum. Íslenska ríkið sem og aðstandendur Hauks eiga rétt á að vita hvað hefur orðið um Hauk,“ sagði Margrét. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði stjórnvöld hafa leitað aðstoðar helstu vinaþjóða í þessu máli og leitað upplýsinga hjá Tyrkjum. „Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað óskað upplýsinga um málið frá tyrkneskum stjórnvöldum og fengið staðfest eftir mörgum leiðum að þarlend stjórnvöld telji Hauk af. Fjölskylda hans hefur verið upplýst um það eins og öll önnur skref sem tekin hafa verið í leitinni að Hauki. Við teljum borgaraþjónustuþætti málsins lokið í bili en lögreglan rannsakar málið sem mannshvarf. Utanríkisþjónustan mun áfram eiga reglulega samskipti við fulltrúa tyrkneskra yfirvalda í tengslum við þetta mál,“ sagði Guðlaugur Þór. Margrét sagði óásættanlegt að það væri ekki hægt að komast að hinu sanna í málinu. „Telur ráðherrann að hann persónulega hafi gert allt sem í hans valdi stendur til að finna Hauk eða lík hans ef hann er sannarlega látinn og tryggja að það verði flutt heim,“ spurði Margrét. „Ég hef gert allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa til í þessu máli. Og ef það er eitthvað sem við getum gert til að hjálpa frekar til við þetta erfiða mál þá munum við auðvitað gera það,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Ætlar að ræða við tyrkneskan ráðherra um mál Hauks Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ætla ræða mál Hauks Hilmarssonar við tyrkneskan ráðherra á morgun. 24. júní 2018 21:12 Guðlaugur Þór segir allt hafa verið gert til að finna Hauk Hilmarsson Utanríkisráðherra segir að hann og utanríkisráðuneytið hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að komast að örlögum Hauks Hilmarssonar sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í febrúar. 8. nóvember 2018 13:00 Guðlaugur undirritaði fríverslunarsamning og ræddi mál Hauks Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Nihat Zeybecki, efnahagsmálaráðherra Tyrklands, undirrituðu í gær uppfærslu á fríverslunarsamningi landanna tveggja. 26. júní 2018 06:00 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Ætlar að ræða við tyrkneskan ráðherra um mál Hauks Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ætla ræða mál Hauks Hilmarssonar við tyrkneskan ráðherra á morgun. 24. júní 2018 21:12
Guðlaugur Þór segir allt hafa verið gert til að finna Hauk Hilmarsson Utanríkisráðherra segir að hann og utanríkisráðuneytið hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að komast að örlögum Hauks Hilmarssonar sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í febrúar. 8. nóvember 2018 13:00
Guðlaugur undirritaði fríverslunarsamning og ræddi mál Hauks Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Nihat Zeybecki, efnahagsmálaráðherra Tyrklands, undirrituðu í gær uppfærslu á fríverslunarsamningi landanna tveggja. 26. júní 2018 06:00