Innlent

Rýmingaráætlun fyrir Vogana á lokametrunum

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Hrafnkell

Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum eru við öllu búnir og í startholunum ef til eldgoss kemur að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, en rætt var við hann í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Hann segir unnið eftir þeirri sviðsmynd að ekki þurfi að rýma íbúabyggð ef það byrjar að gjósa en ef þörf verði á rýmingum verði það gert með ákveðnum hætti.

„Okkar helstu vísindamenn hafa nú talað um að eldgos, ef af verður, myndi ekki ógna byggð. Við höldum okkur við þá sviðsmynd. En það breytir því ekki ef þarf að rýma þá rýmum við og rýmingaráætlun fyrir þetta svæði, og þá kannski fyrst og fremst Vogana, við erum með þetta á lokametrum. Ef kemur til rýmingar þá gerist það með ákveðnum hætti og ákveðnu skipulagi, ég hef ekki áhyggjur af því.“


Tengdar fréttir

Óþægilegt að finna skjálftana færast nær

„Það er ekki því að neita að eftir því sem þetta færist nær að þá er þetta óþægilegra, og við finnum það betur á eigin skinni,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga en skjálftavirknin hefur verið að færast sunnar og nær Grindavík, sem þýðir að Grindvíkingar finna enn meira fyrir skjálftunum en áður.

Áfram gert ráð fyrir að gos muni hefjast

Áfram er mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaganum þó eitthvað hafi dregið úr óróapúlsi í nótt. Þó er enn gert ráð fyrir að eldgos muni hefjast, að sögn Kristínar Jónsdóttur náttúruvársérfræðings. Stór skjálfti reið yfir í morgun en hann er sá stærsti í rúma tvo sólarhringa.

„Það er bara stöðug skjálftavirkni og óróavirkni áfram“

Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands munu standa vaktina í alla nótt, venju samkvæmt, og fylgjast með jarðhræringunum á Reykjanesi. Unnið er á tvöföldum þessa dagana en staðan nú um miðnætti var óbreitt frá því fyrr í kvöld; Enn eru merki um óróa þótt nokkuð hafi dregið úr frá því síðdegis, en jarðskjálftavirkni er enn mikil.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.