Leikurinn hugsanlega færður eða Íslandi sagt að taka högginu Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2021 12:30 Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru meðal þeirra leikmanna sem óvissa ríkir um vegna landsleikjanna síðar í mánuðinum. vísir/vilhelm Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru á meðal þeirra sem að óvíst er að spili gegn Þýskalandi, og svo Armeníu og Liechtenstein, í fyrstu leikjunum í undankeppni HM karla í fótbolta. „Þessi mál eru öll í lausu lofti núna en ég veit að UEFA er að vinna í þessu og við erum tiltölulega rólegir. Við göngum út frá því að við fáum leikmennina okkar til Þýskalands,“ segir Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Ef allt væri eðlilegt mætti hér fullyrða að Arnar yrði í Duisburg eftir þrjár vikur og stýrði þar Íslandi gegn Þýskalandi, í fyrsta leik sínum sem landsliðsþjálfari. Vegna kórónuveirufaraldursins ríkir hins vegar ákveðin óvissa um það hvort leikurinn verði í Þýskalandi, og hvaða leikmenn standa Arnari til boða. Félögin geta bannað leikmönnum að ferðast í landsleiki Samkvæmt sérstökum Covid-reglum FIFA hafa félagslið meiri rétt en áður vegna landsleikja. Þau geta bannað leikmönnum sínum að fara í leiki sem valda því að þeir þurfi að fara í að minnsta kosti fimm daga sóttkví. Þetta á einnig við í tilviki U21-landsliða en Ísland spilar í lokakeppni EM, í Ungverjalandi, á sama tíma og A-landsliðið spilar sína leiki. Reglurnar velta á sóttkvíarkvöðum í hverju landi og eiga í dag til dæmis við fyrir leikmenn sem spila á Íslandi, í Noregi og Katar. Sömu reglur giltu á síðasta ári. Aron Einar fékk til að mynda ekki leyfi frá Al Arabi til að spila gegn Englandi og Belgíu í september í fyrra, en mátti svo spila með landsliðinu síðar um haustið. Vitum ekki hvort Þýskaland hleypir inn fólki frá Bretlandi Það flækir svo málin enn frekar að óvíst er hvort leikmenn frá Englandi (Gylfi, Jóhann, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson) megi koma til Þýskalands. Manchester City og Liverpool fengu til að mynda ekki að koma til Þýskalands vegna leikja í Meistaradeild Evrópu sem voru færðir til Ungverjalands. „Við vitum ekki hvort að Þýskaland hleypi fólki inn í landið sem er að koma frá Bretlandi en vonumst auðvitað til þess,“ segir Arnar. Arnar Þór Viðarsson er nýr A-landsliðsþjálfari og Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari, rétt eins og á tíma þeirra með U21-landsliðið sem komst í lokakeppni EM.vísir/vilhelm „Í fyrsta lagi er von á nýjum reglum í Þýskalandi. Í öðru lagi er UEFA í stöðugu sambandi við þessi stóru knattspyrnusambönd. Það að Bretland sé farið úr Evrópusambandinu flækir hlutina, svo nú eru nýjar reglur fyrir hvert land og það eru ansi margir leikmenn að fara frá Englandi í landsliðsverkefni. UEFA mun því reyna allt til að leysa þessi mál.“ Bíður svara um hvort félög setji leikmönnum stólinn fyrir dyrnar Reglan um að félagslið geti bannað leikmönnum að spila er skýr og eitthvað sem íslenska landsliðið þarf að sætta sig við ef á reynir. En ef að Þýskaland bannar leikmönnum að koma til landsins, er það þá ekki ábyrgð þýska knattspyrnusambandsins? Gæti Ísland verið neytt til að spila gegn Þýskalandi án lykilmanna á borð við Gylfa og Jóhann, vegna þýskra sóttvarnalaga? „Þarna kemur inn UEFA-pólitík. Við erum lítið knattspyrnusamband. Við sjáum að UEFA leysir málin í Meistaradeildinni með því að færa leiki til annarra landa. Það gæti því verið að UEFA segi við Þýskaland að verði hlutirnir óbreyttir þá megi þeir ekki spila í Þýskalandi,“ segir Arnar. Jóhann Berg Guðmundsson er að komast af stað eftir minni háttar meiðsli.vísir/hulda margrét „Síðan getur líka verið að UEFA segi; „Þetta er bara svona, finnið út úr þessu og veljið bara aðra leikmenn.“ Það er svolítið ósanngjarnt fyrir Ísland í samanburði við Þýskaland, enda spila flestir Þjóðverjanna heima í bundesligunni. Vissulega eru menn eins og Leno, Werner og Gündogan í Englandi, en þeir eiga um það bil 3.000 aðra leikmenn sem þeir geta valið. Fyrir okkur að missa Jóa, Rúnar, Gylfa og Jón Daða þá væri það ansi stór hluti af okkar hópi. Við búum ekki við þann lúxus að geta valið fjóra aðra svona leikmenn. Við göngum út frá því núna að UEFA, knattspyrnusamböndin og yfirvöld sjái til þess að þessir leikir verði spilaðir á jöfnum og réttum grundvelli. Annars yrðu þetta þung högg fyrir minni þjóðirnar sérstaklega,“ segir Arnar. Arnar hefur þegar valið mjög stóran landsliðshóp og félagslið leikmanna í þeim hóp hafa frest fram í næstu viku til að svara því hvort að leikmennirnir megi fara í landsliðsverkefnið, eða hvort þau nýti sér rétt sinn vegna sóttkvíarkvaða. Ætla má að hann opinberi landsliðshóp sinn eftir um tvær vikur. HM 2022 í Katar Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
„Þessi mál eru öll í lausu lofti núna en ég veit að UEFA er að vinna í þessu og við erum tiltölulega rólegir. Við göngum út frá því að við fáum leikmennina okkar til Þýskalands,“ segir Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Ef allt væri eðlilegt mætti hér fullyrða að Arnar yrði í Duisburg eftir þrjár vikur og stýrði þar Íslandi gegn Þýskalandi, í fyrsta leik sínum sem landsliðsþjálfari. Vegna kórónuveirufaraldursins ríkir hins vegar ákveðin óvissa um það hvort leikurinn verði í Þýskalandi, og hvaða leikmenn standa Arnari til boða. Félögin geta bannað leikmönnum að ferðast í landsleiki Samkvæmt sérstökum Covid-reglum FIFA hafa félagslið meiri rétt en áður vegna landsleikja. Þau geta bannað leikmönnum sínum að fara í leiki sem valda því að þeir þurfi að fara í að minnsta kosti fimm daga sóttkví. Þetta á einnig við í tilviki U21-landsliða en Ísland spilar í lokakeppni EM, í Ungverjalandi, á sama tíma og A-landsliðið spilar sína leiki. Reglurnar velta á sóttkvíarkvöðum í hverju landi og eiga í dag til dæmis við fyrir leikmenn sem spila á Íslandi, í Noregi og Katar. Sömu reglur giltu á síðasta ári. Aron Einar fékk til að mynda ekki leyfi frá Al Arabi til að spila gegn Englandi og Belgíu í september í fyrra, en mátti svo spila með landsliðinu síðar um haustið. Vitum ekki hvort Þýskaland hleypir inn fólki frá Bretlandi Það flækir svo málin enn frekar að óvíst er hvort leikmenn frá Englandi (Gylfi, Jóhann, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson) megi koma til Þýskalands. Manchester City og Liverpool fengu til að mynda ekki að koma til Þýskalands vegna leikja í Meistaradeild Evrópu sem voru færðir til Ungverjalands. „Við vitum ekki hvort að Þýskaland hleypi fólki inn í landið sem er að koma frá Bretlandi en vonumst auðvitað til þess,“ segir Arnar. Arnar Þór Viðarsson er nýr A-landsliðsþjálfari og Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari, rétt eins og á tíma þeirra með U21-landsliðið sem komst í lokakeppni EM.vísir/vilhelm „Í fyrsta lagi er von á nýjum reglum í Þýskalandi. Í öðru lagi er UEFA í stöðugu sambandi við þessi stóru knattspyrnusambönd. Það að Bretland sé farið úr Evrópusambandinu flækir hlutina, svo nú eru nýjar reglur fyrir hvert land og það eru ansi margir leikmenn að fara frá Englandi í landsliðsverkefni. UEFA mun því reyna allt til að leysa þessi mál.“ Bíður svara um hvort félög setji leikmönnum stólinn fyrir dyrnar Reglan um að félagslið geti bannað leikmönnum að spila er skýr og eitthvað sem íslenska landsliðið þarf að sætta sig við ef á reynir. En ef að Þýskaland bannar leikmönnum að koma til landsins, er það þá ekki ábyrgð þýska knattspyrnusambandsins? Gæti Ísland verið neytt til að spila gegn Þýskalandi án lykilmanna á borð við Gylfa og Jóhann, vegna þýskra sóttvarnalaga? „Þarna kemur inn UEFA-pólitík. Við erum lítið knattspyrnusamband. Við sjáum að UEFA leysir málin í Meistaradeildinni með því að færa leiki til annarra landa. Það gæti því verið að UEFA segi við Þýskaland að verði hlutirnir óbreyttir þá megi þeir ekki spila í Þýskalandi,“ segir Arnar. Jóhann Berg Guðmundsson er að komast af stað eftir minni háttar meiðsli.vísir/hulda margrét „Síðan getur líka verið að UEFA segi; „Þetta er bara svona, finnið út úr þessu og veljið bara aðra leikmenn.“ Það er svolítið ósanngjarnt fyrir Ísland í samanburði við Þýskaland, enda spila flestir Þjóðverjanna heima í bundesligunni. Vissulega eru menn eins og Leno, Werner og Gündogan í Englandi, en þeir eiga um það bil 3.000 aðra leikmenn sem þeir geta valið. Fyrir okkur að missa Jóa, Rúnar, Gylfa og Jón Daða þá væri það ansi stór hluti af okkar hópi. Við búum ekki við þann lúxus að geta valið fjóra aðra svona leikmenn. Við göngum út frá því núna að UEFA, knattspyrnusamböndin og yfirvöld sjái til þess að þessir leikir verði spilaðir á jöfnum og réttum grundvelli. Annars yrðu þetta þung högg fyrir minni þjóðirnar sérstaklega,“ segir Arnar. Arnar hefur þegar valið mjög stóran landsliðshóp og félagslið leikmanna í þeim hóp hafa frest fram í næstu viku til að svara því hvort að leikmennirnir megi fara í landsliðsverkefnið, eða hvort þau nýti sér rétt sinn vegna sóttkvíarkvaða. Ætla má að hann opinberi landsliðshóp sinn eftir um tvær vikur.
HM 2022 í Katar Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn