Innlent

Þetta sá Kristján Már úr þyrlunni skammt frá Keili

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Kristján Már Unnarsson fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar lýsti því sem fyrir augu bar á Reykjanesi í dag.
Kristján Már Unnarsson fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar lýsti því sem fyrir augu bar á Reykjanesi í dag. Vísir/Arnar

„Við erum svolítið smeykir,“ sagði Kristján Már Unnarsson fréttamaður þegar hann lýsti því sem fyrir augu bar í beinni útsendingu úr þyrlu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Kristján Már var staddur ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni auk þyrluflugmanns skammt frá Keili á Reykjanesi, þar sem líklegt þykir að mögulegt eldgos komi til með að eiga upptök sín, ef til þess kemur.

Meðal þess sem Kristján Már sá úr þyrlunni voru sprungur sem fyrir voru á svæðinu, en einnig mátti glögglega sjá hvar nokkuð grjót hafði nýlega brotnað upp úr sprungunum og þær gliðnað í sundur.

„Það er einmitt líklegt að gosið komi upp úr einhverjum af þeim sprungum sem við sjáum við Keili,“ sagði Kristján Már, en innslagið í heild sinni má sjá í klippunni hér að neðan. Sjón er sögu ríkari.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.