Þurftu að vísa frá fólki á níræðisaldri í bólusetningu Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2021 18:11 Bóluefnið kláraðist um klukkan hálf þrjú, hálftíma áður en bólusetningunni átti að ljúka. Vísir/Egill Um fimmtíu manns á níræðisaldri sem voru boðaðir í bólusetningu gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll þurftu frá að hverfa þegar bóluefnið kláraðist í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að meiri þátttaka en búist var við hafi orðið til þess vísa þurfti fólki frá. Bólusetning með bóluefni Pfizer fór fram í Laugardalshöll í Reykjavík í gær og í dag. Allir þeir sem eru fæddir árið 1939 eða fyrr voru upphaflega boðaðir í bólusetninguna. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að í ljósi þátttökunnar í gær hafi verið ákveðið í gærkvöldi að boða einnig fólk fætt 1940 og fyrr í bólusetninguna í dag. Þátttakan í dag fór fram úr væntingum og því var bóluefnið á þrotum um klukkan hálf þrjú, hálftíma fyrir lok auglýsts tíma. Ragnheiður Ósk áætlar að um fimmtíu manns hafi verið vísað frá, líklega flestum fæddir 1940. Bóluefnið Pfizer er viðkvæmt og hafa heilbrigðisstarfsmenn aðeins fimm tíma til þess að gefa það eftir að sprauturnar eru blandaðar. Því segir Ragnheiður Ósk að reynt hafi verið að komast hjá því að heilsugæslan sætu uppi með afgangsbóluefni með því að boða fleiri í bólusetningu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Erfitt sé að meta hversu mikil þátttakan verði fyrirfram og því hafi farið sem fór. „Ótrúlegt en satt tóku 90% þessu mjög vel og sýndu skilning og ætluðu bara að heimsækja okkur eftir viku. Það var auðvitað einn og einn sem var ekki alveg hress, það verður að segjast. Og alveg skiljanlegt, þetta var svona fýluferð,“ segir Ragnheiður Ósk. Önnur sending af Pfizer-bóluefninu er væntanleg og verður bólusetningunni haldið áfram eftir viku. Þeir sem þurftu frá að hverfa í dag verða boðaðir aftur þá. Klippa: Bóluefni kláraðist skömmu fyrir lokun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Eldri borgarar Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að meiri þátttaka en búist var við hafi orðið til þess vísa þurfti fólki frá. Bólusetning með bóluefni Pfizer fór fram í Laugardalshöll í Reykjavík í gær og í dag. Allir þeir sem eru fæddir árið 1939 eða fyrr voru upphaflega boðaðir í bólusetninguna. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að í ljósi þátttökunnar í gær hafi verið ákveðið í gærkvöldi að boða einnig fólk fætt 1940 og fyrr í bólusetninguna í dag. Þátttakan í dag fór fram úr væntingum og því var bóluefnið á þrotum um klukkan hálf þrjú, hálftíma fyrir lok auglýsts tíma. Ragnheiður Ósk áætlar að um fimmtíu manns hafi verið vísað frá, líklega flestum fæddir 1940. Bóluefnið Pfizer er viðkvæmt og hafa heilbrigðisstarfsmenn aðeins fimm tíma til þess að gefa það eftir að sprauturnar eru blandaðar. Því segir Ragnheiður Ósk að reynt hafi verið að komast hjá því að heilsugæslan sætu uppi með afgangsbóluefni með því að boða fleiri í bólusetningu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Erfitt sé að meta hversu mikil þátttakan verði fyrirfram og því hafi farið sem fór. „Ótrúlegt en satt tóku 90% þessu mjög vel og sýndu skilning og ætluðu bara að heimsækja okkur eftir viku. Það var auðvitað einn og einn sem var ekki alveg hress, það verður að segjast. Og alveg skiljanlegt, þetta var svona fýluferð,“ segir Ragnheiður Ósk. Önnur sending af Pfizer-bóluefninu er væntanleg og verður bólusetningunni haldið áfram eftir viku. Þeir sem þurftu frá að hverfa í dag verða boðaðir aftur þá. Klippa: Bóluefni kláraðist skömmu fyrir lokun
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Eldri borgarar Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira