Erlent

Smábarn lifði af fimmtíu metra fall

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Hanoi í Víetnam. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Frá Hanoi í Víetnam. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA

Lífsbjörg varð þegar þriggja ára gamalt barn féll af svölum á tólftu hæð húss í Hanoi, höfuðborg Víetnam, á sunnudag. Barnið féll um fimmtíu metra en sendiferðabílstjóri sem átti leið hjá náði að grípa í það áður en það skall í götuna.

AP-fréttastofan segir að myndband sem nágranni náði sýni barnið hangandi utan á svölum íbúðar á tólftu hæð. Barnið er sagt þriggja ára gömul stúlka. Hún missir á endanum takið og fellur niður til jarðar.

Fjölmiðlar í Víetnam segja að sendiferðabílstjóri hafi tekið eftir stúlkunni þar sem hún hékk utan á svölunum og að hann hafi klifrað upp á hjólaskýli til að reyna að grípa hana. Þrátt fyrir að hann hafi runnið af skýlinu hafi hann náð að grípa í stúlkuna með annarri hendi.

Stúlkan er sögð hafa mjaðmarbrotnað og hlotið önnur meiðsli en ekki lífshættuleg.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.