Innlent

Lýstu John Snorra leiðina heim við Vífilsstaðavatn

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá minningarathöfninni um John Snorra Sigurjónsson við Vífilsstaðavatn í kvöld.
Frá minningarathöfninni um John Snorra Sigurjónsson við Vífilsstaðavatn í kvöld. Vísir/Vilhelm

Ljósa- og bænastund til minningar um fjallgöngumanninn John Snorra Sigurjónsson sem fórst á fjallinu K2 í Pakistan var haldin við Vífilsstaðavatn í kvöld.

Jóna Hrönn Bolladóttir, prestur þjóðkirkjunnar, leiddi bænastund og gengu viðstaddir með höfuð- eða vasaljós á minningarathöfninni sem vinir og fjölskylda fjallgöngumannsins skipulögðu.

Ekkert hefur spurst til Johns Snorra eða samferðamanna hans frá því að þeir freistuðu þess að komast á tind fjallsins K2 í Pakistan 5. febrúar. Pakistönsk yfirvöld töldu John Snorra, Ali Sadpadra frá Pakistan og Juan Pablo Mohr frá Síle formlega af um miðjan síðasta mánuð. Lík þeirra hafa ekki fundist.

Fólk gekk með höfuðljós í kringum Vífilsstaðavatn í Garðabæ og minntist Johns Snorra.Vísir/Vilhelm

Einar Bárðarson, einn aðstandenda minningarathafnarinnar í kvöld, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hugmyndin með stundinni væri að kveikja ljós til að lýsa John Snorra leiðina heim.

Ljósmyndari Vísis var viðstaddur athöfnina í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir þaðan.

Jóna Hrönn Bolladóttir, prestur, leiddi bænastund.Vísir/Vilhelm
Frá minningarathöfn um John Snorra Sigurjónsson 2. mars 2021.Vísir/Vilhelm
Frá minningarathöfn um John Snorra Sigurjónsson 2. mars 2021.Vísir/Vilhelm
Frá minningarathöfn um John Snorra Sigurjónsson 2. mars 2021.Vísir/Vilhelm
Frá minningarathöfn um John Snorra Sigurjónsson 2. mars 2021.Vísir/Vilhelm
Frá minningarathöfn um John Snorra Sigurjónsson 2. mars 2021.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Tendra ljós í minningu Johns Snorra við Vífils­staða­vatn

Fjölskylda, vinir og vandamenn fjallgöngumannsins Johns Snorra Sigurjónssonar munu koma saman við Vífilsstaðavatn á sunnudagskvöld til að biðja fyrir honum og samferðamönnum hans Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr.

Minntust Johns Snorra, Ali og Juan Pablo í Skar­du

Minningarathöfn fór fram í borginni Skardu í Pakistan þar sem íbúar minntust þeirra John Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, en þeirra hefur verið saknað frá 5. febrúar þegar þeir reyndu að klífa K2. Pakistönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þeir væru formlega taldir af.

John Snorri, Ali og Juan Pablo formlega taldir af

Fjallgöngumennirnir John Snorri Sigurjónsson, Ali Sadpara frá Pakistan og Juan Pablo Mohr frá Chile hafa nú formlega verið taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Þeir höfðu reynt að klífa K2, en ekkert hafði spurst til þeirra frá 5. febrúar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.