Innlent

Minnast Johns Snorra við Vífilsstaðavatn í kvöld

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lína Móey Bjarnadóttir, John Snorri Sigurjónsson og Einar Bárðarson.
Lína Móey Bjarnadóttir, John Snorri Sigurjónsson og Einar Bárðarson. Einar Bárðarson

Vinir og vandamenn Johns Snorra Sigurjónssonar ætla að hittast við Vífilsstaðavatn í kvöld klukkan 19:30 í þeim tilgangi að biðja og eiga samverustund. Eftir bænastund sem leidd verður af Jónu Hrönn Bolladóttur presti stendur til að mynda hring um vatnið með höfuð og vasaljósum.

Þetta segir Einar Bárðarson, vinur John Snorra, á Facebook.

Gestir eru hvattir til að mæta með gönguljós eða vasaljós þar sem bannað er að kveikja eld í friðlandinu. Þá eru allir minntir á sóttvarnir og að nóg er af bílastæðum í næsta nágrenni. Til dæmis við Vífilsstaði, Hjallastefnuskólann og Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar.

„Athöfnin er hugsuð sem einlæg samverustund hugsana og bæna til þessa ljósbera sem við söknum,“ segir Einar á Facebook.

Í kvöld kl 19:30 ætla vinir og vandamenn John Snorra Sigurjónssonar að hittast við Vífilstaðavatn í þeim tilgangi að...

Posted by Einar Bardarson on Tuesday, March 2, 2021


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×