Vilja stofna miðstöð á Reykjalundi fyrir fólk með eftirköst eftir Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2021 20:11 Uppi eru hugmyndir um stofnun miðstöðvar til þess að geta tekið á móti fólki með eftirköst covid á einum stað. Vísir/Vilhelm Á því eina ári sem kórónuveirufaraldurinn hefur geisað hér á landi hafa meira en sex þúsund manns greinst smitaðir af veirunni. Margir kljást við mikil eftirköst eftir veikindin og hefur Reykjalundur sótt um aukafjármagn hjá Sjúkratryggingum Íslands til þess að geta tekið á móti þessum hópi. Uppi eru hugmyndir um stofnun miðstöðvar til þess að geta tekið á móti fólki með eftirköst covid á einum stað. Hugmyndirnar hafa verið kynntar í heilbrigðisráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu. „Með þeim sem eru að ljúka endurhæfingu þessa dagana eru það um 50 manns sem hafa farið í gegn hjá okkur. Milli 60 og 70 bíða nú eftir því að komast í endurhæfingu,“ sagði Hans Jakob Beck, læknir á lungnasviði Reykjalundar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mikilvægt að hópurinn fái eftirfylgni Hans er einn þeirra sem hefur talað fyrir stofnun miðstöðvar til að taka á móti fólki með eftirköst covid. „Tillaga okkar og hugmynd er sú að á einum stað sé einhvers konar kjarni sem mun sinna þessu vandamáli. Þar yrði boðið upp á þverfaglegt mat fyrir fólk með tilliti til endurhæfingar og stuðnings. Þar yrði boðið upp á ráðgjöf og eftirfylgni,“ segir Hans. „Þá sérstaklega með áherslu á hópinn sem ekki hefur komist til vinnu. Við höfum reynslu af því við endurhæfingu þessa fólks að staða þeirra er mjög ólík og endurhæfingin þarf að vera einstaklingsmiðuð. Jafnframt er mikil hætta á því að fólk detti út af vinnumarkaði ef því er ekki fylgt eftir. Þetta er hópur sem þarf eftirfylgni, það er ekki nóg að vera bara í nokkrar vikur í endurhæfingu,“ segir Hans. Hann segir mikilvægt að sinna þessari þjónustu á einum stað og hann segir allt til alls til þess á Reykjalundi. „Það er breið þekking, endurhæfing á breiðu sviði og sérþekkingin og aðstaðan með því besta sem gerist hér,“ segir Hans Jakob. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Uppi eru hugmyndir um stofnun miðstöðvar til þess að geta tekið á móti fólki með eftirköst covid á einum stað. Hugmyndirnar hafa verið kynntar í heilbrigðisráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu. „Með þeim sem eru að ljúka endurhæfingu þessa dagana eru það um 50 manns sem hafa farið í gegn hjá okkur. Milli 60 og 70 bíða nú eftir því að komast í endurhæfingu,“ sagði Hans Jakob Beck, læknir á lungnasviði Reykjalundar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mikilvægt að hópurinn fái eftirfylgni Hans er einn þeirra sem hefur talað fyrir stofnun miðstöðvar til að taka á móti fólki með eftirköst covid. „Tillaga okkar og hugmynd er sú að á einum stað sé einhvers konar kjarni sem mun sinna þessu vandamáli. Þar yrði boðið upp á þverfaglegt mat fyrir fólk með tilliti til endurhæfingar og stuðnings. Þar yrði boðið upp á ráðgjöf og eftirfylgni,“ segir Hans. „Þá sérstaklega með áherslu á hópinn sem ekki hefur komist til vinnu. Við höfum reynslu af því við endurhæfingu þessa fólks að staða þeirra er mjög ólík og endurhæfingin þarf að vera einstaklingsmiðuð. Jafnframt er mikil hætta á því að fólk detti út af vinnumarkaði ef því er ekki fylgt eftir. Þetta er hópur sem þarf eftirfylgni, það er ekki nóg að vera bara í nokkrar vikur í endurhæfingu,“ segir Hans. Hann segir mikilvægt að sinna þessari þjónustu á einum stað og hann segir allt til alls til þess á Reykjalundi. „Það er breið þekking, endurhæfing á breiðu sviði og sérþekkingin og aðstaðan með því besta sem gerist hér,“ segir Hans Jakob.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira