Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands átti skjálftinn upptök sín 1,3 kílómetra norðaustur af Trölladyngju. Óyfirfarnar niðurstöður stofnunarinnar segja þá að skjálftinn hafi verið 3,6 að stærð.
Samkvæmt vef Veðurstofunnar hafði annar eilítið minni skjálfti, upp á 3,4, orðið klukkan 23:48 um tvo kílómetra suðvestur af Keili.
Fyrr í kvöld sendi vísindaráð almannavarna frá sér tilkynningu þar sem kom fram að líklegasta skýringin á jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga síðustu daga sé myndun kvikugangs undir svæðinu þar sem virknin hveru verið hvað mest. Líklegast sé kvikuinnskotið undir Fagradalsfjalli.
Stuðst var við gervihnattamyndir sem bárust í dag og sýna þær meiri færslu en áður hafði verið talið.
Fréttin hefur verið uppfærð.