Lífið

Stórfyndin upphafsræða Amy Poehler og Tinu Fey

Stefán Árni Pálsson skrifar
Amy Poehler og Tina Fey hafa áður verið kynnar á verðlaunahátíðum og þykja mjög góðar saman. 
Amy Poehler og Tina Fey hafa áður verið kynnar á verðlaunahátíðum og þykja mjög góðar saman. 

Golden Globe-verðlaunin, þar sem erlenda pressan í Hollywood verðlaunar kvikmynda- og sjónvarpsfólk, voru veitt í nótt.

Hátíðin fór að þessu sinni fram á netinu sökum kórónuveirufaraldursins og veittu sigurvegarar verðlaunum sínum mótttöku í gegnum fjarfundabúnað

Fjórða sería Netflix-þáttaraðarinnar The Crown, sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og var frumsýnd fyrr í vetur á streymisveitunni, sópaði til sín verðlaunum á hátíðinni.

Þáttaröðin var valin besta dramaþáttaröðin og Emma Corrin, sem lék Díönu prinsessu í þáttunum, vann verðlaunin sem besta leikkonan í dramaþáttaröð.

Þá var Josh O‘Connor sem lék Karl Bretaprins valinn besti leikarinn í dramaþáttaröð og Gillian Anderson sem fór með hlutverk Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, hlaut verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaþætti.

Amy Poehler og Tina Fey voru kynnar hátíðarinnar að þessu sinni en þær hafa áður gert slíkt hið sama við frábærar undirtektir. Tina og Amy voru í raun ekki í sömu borg þegar þær tóku verkefnið að sér í beinni útsendingu.

Báðar gerðu þær mikið grín að forréttindastöðu frægra og það væri ekki boðlegt að fá þær í salinn, til að halda þeim öruggum frá kórónuveirunni. Einnig var töluvert gert grín að þeim fáu kvikmyndum sem komu í raun út á árinu 2020.

Hér að neðan má sjá ræðuna í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×