Yfirmaður Íslendingaliðsins fór hamförum í viðtali eftir stórleikinn en sá svo að sér Anton Ingi Leifsson skrifar 2. mars 2021 07:00 Jacob Nielsen er framkvæmdastjóri AGF. Hann var ansi pirraður eftir stórleikinn gegn FCK á sunnudag. Lars Ronbog/Getty Jón Dagur Þorsteinsson og samherjar hans í AGF voru allt annað en sáttir við hvernig leikur þeirra gegn FCK endaði á sunnudaginn. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli eftir VAR-atvik, eftir að leikurinn var blásinn af. AGF var 3-1 yfir í hálfleik en Mohamed Daramy minnkaði muninn í síðari hálfleik. Dómarinn flautaði svo leikinn af, áður en VAR kíkti á mögulega vítaspyrnu. Það endaði með því að FCK fékk víti, Jonas Wind jafnaði og leik lokið. Árósarmenn voru ekki sáttir með þetta og umkringdu dómara leiksins ansi ósáttir við þetta en þessu var ekki breytt. Jacob Nielsen, framkvæmdastjóri AGF, blés út í viðtali við Canal 9 eftir leikinn. „Þetta er það sem maður getur búist við hérna. Núna höfum við prufað þettan nokkrum sinnum og þetta er ekki spurning hvort að það sé víti eða ekki,“ sagði hann og hélt áfram. „Hann er búinn að flauta leikinn af og núna hljóta einhverjir að skoða þetta og sjá hvort að þetta sé eftir reglunum.“ „Þeir eru góðir að hafa áhrif á dómarann og setja pressu á hann. Ég skil ekki af hverju það voru sex mínútur í uppbótartíma og svo spilum við sjö mínútur.“ Jacob Nielsen var ikke tilfreds med håndteringen af den kontroversielle VAR-episode i kampen mellem FCK og AGF's sidste minut 😬https://t.co/N0GGbjdkHh— discovery+ sport 🇩🇰 (@dplus_sportDK) February 28, 2021 „Við verðum bara viðurkenna að FCK eru góðir að fá dómarana með sér í lið og það er mjög pirrandi. Ég er ekki fyrsti sem segir þetta og við verðum bara læra að tækla þetta betur,“ sagði Jacob á sunnudaginn. Daginn eftir sá hann hins vegar að sér og bað FCK afsökunar. Hann sagði AGF myndi ekki ganga lengra í málinu og kæra leikinn eins og kom til tals strax eftir leikinn. FCK tók við afsökunarbeiðninni en bað þó menn að gæta orða sinna. „Við höfum samþykkt afsökunarbeiðnina og munum ekki ganga lengra með málið. Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem svona er talað af fólki í Superligunni og okkur finnst þetta óafsakanlegt og ekki í boði. Þetta er skaðlegt fyrir deildina, leikina sem og dómarana,“ sagði FCK í yfirlýsingu. Kommentar til AGF-direktør Jacob Nielsens udtalelser efter søndagens opgør #fckagf #fcklive https://t.co/laGLfiOxZ6— F.C. København (@FCKobenhavn) March 1, 2021 Eins og áður segir lauk leiknum með 3-3 jafntefli. Jón Dagur spilaði í 68 mínútur fyrir AGF sem er í þriðja sætinu, tveimur stigum á undan FCK sem er í fjórða sætinu. AGF hefur verið mikið Íslendingalið í gegnum tíðina. Jón Dagur leikur eins og áður segir með liðinu nú en Ólafur Kristjánsson, Björn Daníel Sverrisson, Aron Jóhannsson og fleiri hafa leikið með liðinu í gegnum tíðina. Danski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira
AGF var 3-1 yfir í hálfleik en Mohamed Daramy minnkaði muninn í síðari hálfleik. Dómarinn flautaði svo leikinn af, áður en VAR kíkti á mögulega vítaspyrnu. Það endaði með því að FCK fékk víti, Jonas Wind jafnaði og leik lokið. Árósarmenn voru ekki sáttir með þetta og umkringdu dómara leiksins ansi ósáttir við þetta en þessu var ekki breytt. Jacob Nielsen, framkvæmdastjóri AGF, blés út í viðtali við Canal 9 eftir leikinn. „Þetta er það sem maður getur búist við hérna. Núna höfum við prufað þettan nokkrum sinnum og þetta er ekki spurning hvort að það sé víti eða ekki,“ sagði hann og hélt áfram. „Hann er búinn að flauta leikinn af og núna hljóta einhverjir að skoða þetta og sjá hvort að þetta sé eftir reglunum.“ „Þeir eru góðir að hafa áhrif á dómarann og setja pressu á hann. Ég skil ekki af hverju það voru sex mínútur í uppbótartíma og svo spilum við sjö mínútur.“ Jacob Nielsen var ikke tilfreds med håndteringen af den kontroversielle VAR-episode i kampen mellem FCK og AGF's sidste minut 😬https://t.co/N0GGbjdkHh— discovery+ sport 🇩🇰 (@dplus_sportDK) February 28, 2021 „Við verðum bara viðurkenna að FCK eru góðir að fá dómarana með sér í lið og það er mjög pirrandi. Ég er ekki fyrsti sem segir þetta og við verðum bara læra að tækla þetta betur,“ sagði Jacob á sunnudaginn. Daginn eftir sá hann hins vegar að sér og bað FCK afsökunar. Hann sagði AGF myndi ekki ganga lengra í málinu og kæra leikinn eins og kom til tals strax eftir leikinn. FCK tók við afsökunarbeiðninni en bað þó menn að gæta orða sinna. „Við höfum samþykkt afsökunarbeiðnina og munum ekki ganga lengra með málið. Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem svona er talað af fólki í Superligunni og okkur finnst þetta óafsakanlegt og ekki í boði. Þetta er skaðlegt fyrir deildina, leikina sem og dómarana,“ sagði FCK í yfirlýsingu. Kommentar til AGF-direktør Jacob Nielsens udtalelser efter søndagens opgør #fckagf #fcklive https://t.co/laGLfiOxZ6— F.C. København (@FCKobenhavn) March 1, 2021 Eins og áður segir lauk leiknum með 3-3 jafntefli. Jón Dagur spilaði í 68 mínútur fyrir AGF sem er í þriðja sætinu, tveimur stigum á undan FCK sem er í fjórða sætinu. AGF hefur verið mikið Íslendingalið í gegnum tíðina. Jón Dagur leikur eins og áður segir með liðinu nú en Ólafur Kristjánsson, Björn Daníel Sverrisson, Aron Jóhannsson og fleiri hafa leikið með liðinu í gegnum tíðina.
Danski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira