Fótbolti

Hjörtur spilaði þegar Bröndby tapaði fyrir Midtjylland

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn fyrir Bröndby sem tapaði fyrir Midtjylland
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn fyrir Bröndby sem tapaði fyrir Midtjylland Vísir/Getty

Það var boðið upp á Íslendingaslag í stórleik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar Mikael Neville Anderson og félagar fengu Hjört Hermannsson og félaga í heimsókn.

Mikael hóf leik á varamannabekk Midtjylland og kom ekkert við sögu.

Hjörtur hins vegar lék allan leikinn í vörn Bröndby.

Eitt mark skildi liðin að en það var skorað á 65.mínútu þegar Gustav Isaksen kom Midtjylland í forystu og skoraði það sem reyndist sigurmarkið.

Með sigrinum fór Midtjylland upp fyrir Bröndby og trónir nú á toppi deildarinnar með tveggja stiga forystu á Bröndby.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.