Telur líklegt að skjálftahrinan deyi út á næstu dögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. febrúar 2021 18:51 Skjálfti að stærð 3,9 varð rétt fyrir utan Grindavík í dag. Vísir/Vilhelm Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enn óljóst hvort dragi úr jarðskjálftum á Reykjanesskaga á næstu dögum eða hvort von sé á enn stærri skjálftum og jafnvel eldgosi. Hún telur þó líklegt að skjálftahrinan deyi út í næstu viku. „Staðan er bara sú að við erum í miðri hrinu það hefur verið jarðskjálftavirkni á þremur stöðum í dag og hefur verið að færast aðeins í norðaustur, frá Fagradalsfjalli og nær Keili. Þar hafa mestu átökin verið,“ sagði Kristín í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er greinilega mikil spennulosun í gangi þar og þetta hefur sést áður. Við höfum séð það síðustu öld að það hafa orðið miklar hrinur þar. Það voru skjálftar í nótt við Trölladyngju og svo um hádegisbil voru skjálftar mjög nálægt Grindavík sem fundust vel þar,“ segir Kristín. Hún segir eðlilegt að fólki bregði þegar skjálftar eru komnir svo nálægt byggð, en upptök skjálftans nærri Grindavík í dag var aðeins um kílómetra frá byggð. „En sem betur fer voru þessir skjálftar ekki stærri en 3,9. Við auðvitað vonum að þeir haldi sér fjarri byggð en það er erfitt að spá í framhaldið,“ segir Kristín. Líklegt að hrinan deyi út á næstu dögum Hún segir stöðuna þá sömu og síðustu daga. Enn er óljóst hvort dragi úr skjálftahrinunni, hvort eldgos sé í vændum eða hvort von sé á stærri skjálftum. „Þetta er áfram bara svipuð staða, við erum áfram að fylgjast með þessari virkni og erum að gera ráð fyrir því að hún geti færst eitthvað til áfram og ennþá er þessi sviðsmynd inni að það geti komið stærri skjálftar,“ segir Kristín. Hún telur þó líklegt að það sé ekki mikið eftir af skjálftahrinunni. „Það er líklegt að þetta séu ekki margir dagar. Mér finnst líklegast að þetta deyi út í næstu viku,“ segir Kristín. Hún segir þó mikilvægt að muna að á Reykjanesi sé skjálftavirkni mikil, enda flekaskil á skaganum. „Jarðskjálftavirkni þarna hættir náttúrulega ekkert þar sem þarna eru flekaskil. Við sjáum það í gegn um söguna að það eru endurtekin átök á nokkurra ára fresti þannig að ég held að við verðum að vera undir það búin að þetta gerist aftur,“ segir Kristín. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Eldfjallahópur háskólans vill ekki útiloka kvikuhreyfingar á meira dýpi Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur skoðað eldgosavá á Reykjanesskaga frá árinu 2001. Hópurinn segir engin skýr ummerki um kvikuhreyfingar í grynnsta hluta skorpunnar, það er efstu fimm til sex kílómetrar. 28. febrúar 2021 17:37 Mælir gegn gönguferðum á Keili vegna skjálfta Kristín Jónsdóttir, jarðvásérfræðingur, mælir ekki með gönguferðum á Keili vegna skjálfta sem nú ganga yfir. 28. febrúar 2021 16:59 Skjálfti að stærðinni 4,3 nú síðdegis Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann yfir 4,3 að stærð og upptökin einn kílómetra vestur af Keili. 28. febrúar 2021 16:31 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
„Staðan er bara sú að við erum í miðri hrinu það hefur verið jarðskjálftavirkni á þremur stöðum í dag og hefur verið að færast aðeins í norðaustur, frá Fagradalsfjalli og nær Keili. Þar hafa mestu átökin verið,“ sagði Kristín í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er greinilega mikil spennulosun í gangi þar og þetta hefur sést áður. Við höfum séð það síðustu öld að það hafa orðið miklar hrinur þar. Það voru skjálftar í nótt við Trölladyngju og svo um hádegisbil voru skjálftar mjög nálægt Grindavík sem fundust vel þar,“ segir Kristín. Hún segir eðlilegt að fólki bregði þegar skjálftar eru komnir svo nálægt byggð, en upptök skjálftans nærri Grindavík í dag var aðeins um kílómetra frá byggð. „En sem betur fer voru þessir skjálftar ekki stærri en 3,9. Við auðvitað vonum að þeir haldi sér fjarri byggð en það er erfitt að spá í framhaldið,“ segir Kristín. Líklegt að hrinan deyi út á næstu dögum Hún segir stöðuna þá sömu og síðustu daga. Enn er óljóst hvort dragi úr skjálftahrinunni, hvort eldgos sé í vændum eða hvort von sé á stærri skjálftum. „Þetta er áfram bara svipuð staða, við erum áfram að fylgjast með þessari virkni og erum að gera ráð fyrir því að hún geti færst eitthvað til áfram og ennþá er þessi sviðsmynd inni að það geti komið stærri skjálftar,“ segir Kristín. Hún telur þó líklegt að það sé ekki mikið eftir af skjálftahrinunni. „Það er líklegt að þetta séu ekki margir dagar. Mér finnst líklegast að þetta deyi út í næstu viku,“ segir Kristín. Hún segir þó mikilvægt að muna að á Reykjanesi sé skjálftavirkni mikil, enda flekaskil á skaganum. „Jarðskjálftavirkni þarna hættir náttúrulega ekkert þar sem þarna eru flekaskil. Við sjáum það í gegn um söguna að það eru endurtekin átök á nokkurra ára fresti þannig að ég held að við verðum að vera undir það búin að þetta gerist aftur,“ segir Kristín.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Eldfjallahópur háskólans vill ekki útiloka kvikuhreyfingar á meira dýpi Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur skoðað eldgosavá á Reykjanesskaga frá árinu 2001. Hópurinn segir engin skýr ummerki um kvikuhreyfingar í grynnsta hluta skorpunnar, það er efstu fimm til sex kílómetrar. 28. febrúar 2021 17:37 Mælir gegn gönguferðum á Keili vegna skjálfta Kristín Jónsdóttir, jarðvásérfræðingur, mælir ekki með gönguferðum á Keili vegna skjálfta sem nú ganga yfir. 28. febrúar 2021 16:59 Skjálfti að stærðinni 4,3 nú síðdegis Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann yfir 4,3 að stærð og upptökin einn kílómetra vestur af Keili. 28. febrúar 2021 16:31 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Eldfjallahópur háskólans vill ekki útiloka kvikuhreyfingar á meira dýpi Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur skoðað eldgosavá á Reykjanesskaga frá árinu 2001. Hópurinn segir engin skýr ummerki um kvikuhreyfingar í grynnsta hluta skorpunnar, það er efstu fimm til sex kílómetrar. 28. febrúar 2021 17:37
Mælir gegn gönguferðum á Keili vegna skjálfta Kristín Jónsdóttir, jarðvásérfræðingur, mælir ekki með gönguferðum á Keili vegna skjálfta sem nú ganga yfir. 28. febrúar 2021 16:59
Skjálfti að stærðinni 4,3 nú síðdegis Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann yfir 4,3 að stærð og upptökin einn kílómetra vestur af Keili. 28. febrúar 2021 16:31