Telur líklegt að skjálftahrinan deyi út á næstu dögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. febrúar 2021 18:51 Skjálfti að stærð 3,9 varð rétt fyrir utan Grindavík í dag. Vísir/Vilhelm Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enn óljóst hvort dragi úr jarðskjálftum á Reykjanesskaga á næstu dögum eða hvort von sé á enn stærri skjálftum og jafnvel eldgosi. Hún telur þó líklegt að skjálftahrinan deyi út í næstu viku. „Staðan er bara sú að við erum í miðri hrinu það hefur verið jarðskjálftavirkni á þremur stöðum í dag og hefur verið að færast aðeins í norðaustur, frá Fagradalsfjalli og nær Keili. Þar hafa mestu átökin verið,“ sagði Kristín í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er greinilega mikil spennulosun í gangi þar og þetta hefur sést áður. Við höfum séð það síðustu öld að það hafa orðið miklar hrinur þar. Það voru skjálftar í nótt við Trölladyngju og svo um hádegisbil voru skjálftar mjög nálægt Grindavík sem fundust vel þar,“ segir Kristín. Hún segir eðlilegt að fólki bregði þegar skjálftar eru komnir svo nálægt byggð, en upptök skjálftans nærri Grindavík í dag var aðeins um kílómetra frá byggð. „En sem betur fer voru þessir skjálftar ekki stærri en 3,9. Við auðvitað vonum að þeir haldi sér fjarri byggð en það er erfitt að spá í framhaldið,“ segir Kristín. Líklegt að hrinan deyi út á næstu dögum Hún segir stöðuna þá sömu og síðustu daga. Enn er óljóst hvort dragi úr skjálftahrinunni, hvort eldgos sé í vændum eða hvort von sé á stærri skjálftum. „Þetta er áfram bara svipuð staða, við erum áfram að fylgjast með þessari virkni og erum að gera ráð fyrir því að hún geti færst eitthvað til áfram og ennþá er þessi sviðsmynd inni að það geti komið stærri skjálftar,“ segir Kristín. Hún telur þó líklegt að það sé ekki mikið eftir af skjálftahrinunni. „Það er líklegt að þetta séu ekki margir dagar. Mér finnst líklegast að þetta deyi út í næstu viku,“ segir Kristín. Hún segir þó mikilvægt að muna að á Reykjanesi sé skjálftavirkni mikil, enda flekaskil á skaganum. „Jarðskjálftavirkni þarna hættir náttúrulega ekkert þar sem þarna eru flekaskil. Við sjáum það í gegn um söguna að það eru endurtekin átök á nokkurra ára fresti þannig að ég held að við verðum að vera undir það búin að þetta gerist aftur,“ segir Kristín. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Eldfjallahópur háskólans vill ekki útiloka kvikuhreyfingar á meira dýpi Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur skoðað eldgosavá á Reykjanesskaga frá árinu 2001. Hópurinn segir engin skýr ummerki um kvikuhreyfingar í grynnsta hluta skorpunnar, það er efstu fimm til sex kílómetrar. 28. febrúar 2021 17:37 Mælir gegn gönguferðum á Keili vegna skjálfta Kristín Jónsdóttir, jarðvásérfræðingur, mælir ekki með gönguferðum á Keili vegna skjálfta sem nú ganga yfir. 28. febrúar 2021 16:59 Skjálfti að stærðinni 4,3 nú síðdegis Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann yfir 4,3 að stærð og upptökin einn kílómetra vestur af Keili. 28. febrúar 2021 16:31 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
„Staðan er bara sú að við erum í miðri hrinu það hefur verið jarðskjálftavirkni á þremur stöðum í dag og hefur verið að færast aðeins í norðaustur, frá Fagradalsfjalli og nær Keili. Þar hafa mestu átökin verið,“ sagði Kristín í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er greinilega mikil spennulosun í gangi þar og þetta hefur sést áður. Við höfum séð það síðustu öld að það hafa orðið miklar hrinur þar. Það voru skjálftar í nótt við Trölladyngju og svo um hádegisbil voru skjálftar mjög nálægt Grindavík sem fundust vel þar,“ segir Kristín. Hún segir eðlilegt að fólki bregði þegar skjálftar eru komnir svo nálægt byggð, en upptök skjálftans nærri Grindavík í dag var aðeins um kílómetra frá byggð. „En sem betur fer voru þessir skjálftar ekki stærri en 3,9. Við auðvitað vonum að þeir haldi sér fjarri byggð en það er erfitt að spá í framhaldið,“ segir Kristín. Líklegt að hrinan deyi út á næstu dögum Hún segir stöðuna þá sömu og síðustu daga. Enn er óljóst hvort dragi úr skjálftahrinunni, hvort eldgos sé í vændum eða hvort von sé á stærri skjálftum. „Þetta er áfram bara svipuð staða, við erum áfram að fylgjast með þessari virkni og erum að gera ráð fyrir því að hún geti færst eitthvað til áfram og ennþá er þessi sviðsmynd inni að það geti komið stærri skjálftar,“ segir Kristín. Hún telur þó líklegt að það sé ekki mikið eftir af skjálftahrinunni. „Það er líklegt að þetta séu ekki margir dagar. Mér finnst líklegast að þetta deyi út í næstu viku,“ segir Kristín. Hún segir þó mikilvægt að muna að á Reykjanesi sé skjálftavirkni mikil, enda flekaskil á skaganum. „Jarðskjálftavirkni þarna hættir náttúrulega ekkert þar sem þarna eru flekaskil. Við sjáum það í gegn um söguna að það eru endurtekin átök á nokkurra ára fresti þannig að ég held að við verðum að vera undir það búin að þetta gerist aftur,“ segir Kristín.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Eldfjallahópur háskólans vill ekki útiloka kvikuhreyfingar á meira dýpi Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur skoðað eldgosavá á Reykjanesskaga frá árinu 2001. Hópurinn segir engin skýr ummerki um kvikuhreyfingar í grynnsta hluta skorpunnar, það er efstu fimm til sex kílómetrar. 28. febrúar 2021 17:37 Mælir gegn gönguferðum á Keili vegna skjálfta Kristín Jónsdóttir, jarðvásérfræðingur, mælir ekki með gönguferðum á Keili vegna skjálfta sem nú ganga yfir. 28. febrúar 2021 16:59 Skjálfti að stærðinni 4,3 nú síðdegis Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann yfir 4,3 að stærð og upptökin einn kílómetra vestur af Keili. 28. febrúar 2021 16:31 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Eldfjallahópur háskólans vill ekki útiloka kvikuhreyfingar á meira dýpi Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur skoðað eldgosavá á Reykjanesskaga frá árinu 2001. Hópurinn segir engin skýr ummerki um kvikuhreyfingar í grynnsta hluta skorpunnar, það er efstu fimm til sex kílómetrar. 28. febrúar 2021 17:37
Mælir gegn gönguferðum á Keili vegna skjálfta Kristín Jónsdóttir, jarðvásérfræðingur, mælir ekki með gönguferðum á Keili vegna skjálfta sem nú ganga yfir. 28. febrúar 2021 16:59
Skjálfti að stærðinni 4,3 nú síðdegis Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann yfir 4,3 að stærð og upptökin einn kílómetra vestur af Keili. 28. febrúar 2021 16:31
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent