Eldfjallahópur háskólans vill ekki útiloka kvikuhreyfingar á meira dýpi Elísabet Inga Sigurðardóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 28. febrúar 2021 17:37 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur hefur unnið að mati á jarðvá á Reykjanesskaga undanfarin ár. Vísir/vilhelm Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur skoðað eldgosavá á Reykjanesskaga frá árinu 2001. Hópurinn segir engin skýr ummerki um kvikuhreyfingar í grynnsta hluta skorpunnar, það er efstu fimm til sex kílómetrar. Hópurinn segir þó ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að jarðeðlisfræðilega vöktunin nær aðeins yfir efsta stökka hluta skorpunnar, þ.e. niður á fimm til sex kílómetra dýpi. „Af þeim sökum segir þessi vöktun lítið sem ekkert um það sem er í gangi í mið- og neðri hluta skorpunnar,“ segir í færslu hópsins. Óvisst hvað sé um að vera neðar í skorpunni Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur er í ofangreindum hópi. Í samtali við fréttastofu segir hann mikilvægt að hafa það í huga að ekki sé hægt að draga ályktanir af því sem er í gangi neðar í skorpunni. Þorvaldur bendir á að bergfræði hrauna á Reykjanesskaga gefi til kynna að stór hluti af þeirri kviku sem hefur myndað hraunin á Reykjanesskaga komi frá kviku geymslum á átta til tíu kílómetra dýpi og í sumum tilfellum hafi kvikan komið af enn meira dýpi. „Viðstaða kviku í grynnsta hluta skorpunnar tengist því fyrst og fremst grunnstæðum innskotum og/eða myndun aðfærsluæða rétt fyrir gos,“ segir í færslunni. Hópurinn segir rétt ályktað að litlar líkur séu á því að atburðir síðustu daga endi með gosi. „En við getum ekki útilokað þann möguleika ef við lítum til lengri tíma, þá gæti svæðið verið að undirbúa sig fyrir eldsumbrot. Hvaða tímaskali það er - það er opið til umræðu,“ segir Þorvaldur í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að ef þessir skjálftar sem riðið hafa yfir undanfarna daga tengjast mikilli færslu á flekaskilunum þá sé líklegt að sú hreyfing sé ekki bundin við efsta hluta skorpunnar. „Heldur nái alveg í gegnum skorpuna og þar af leiðandi hlýtur hún að hafa afleiðingar fyrir hluti sem eru dýpra í skorpunni.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mælir gegn gönguferðum á Keili vegna skjálfta Kristín Jónsdóttir, jarðvásérfræðingur, mælir ekki með gönguferðum á Keili vegna skjálfta sem nú ganga yfir. 28. febrúar 2021 16:59 Skjálfti að stærðinni 4,3 nú síðdegis Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann yfir 4,3 að stærð og upptökin einn kílómetra vestur af Keili. 28. febrúar 2021 16:31 Skjálfti að stærð 3,7 mældist kílómetra frá Grindavík GPS mælar voru settir upp hjá Fagradalsfjalli í dag. 28. febrúar 2021 15:09 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Hópurinn segir þó ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að jarðeðlisfræðilega vöktunin nær aðeins yfir efsta stökka hluta skorpunnar, þ.e. niður á fimm til sex kílómetra dýpi. „Af þeim sökum segir þessi vöktun lítið sem ekkert um það sem er í gangi í mið- og neðri hluta skorpunnar,“ segir í færslu hópsins. Óvisst hvað sé um að vera neðar í skorpunni Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur er í ofangreindum hópi. Í samtali við fréttastofu segir hann mikilvægt að hafa það í huga að ekki sé hægt að draga ályktanir af því sem er í gangi neðar í skorpunni. Þorvaldur bendir á að bergfræði hrauna á Reykjanesskaga gefi til kynna að stór hluti af þeirri kviku sem hefur myndað hraunin á Reykjanesskaga komi frá kviku geymslum á átta til tíu kílómetra dýpi og í sumum tilfellum hafi kvikan komið af enn meira dýpi. „Viðstaða kviku í grynnsta hluta skorpunnar tengist því fyrst og fremst grunnstæðum innskotum og/eða myndun aðfærsluæða rétt fyrir gos,“ segir í færslunni. Hópurinn segir rétt ályktað að litlar líkur séu á því að atburðir síðustu daga endi með gosi. „En við getum ekki útilokað þann möguleika ef við lítum til lengri tíma, þá gæti svæðið verið að undirbúa sig fyrir eldsumbrot. Hvaða tímaskali það er - það er opið til umræðu,“ segir Þorvaldur í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að ef þessir skjálftar sem riðið hafa yfir undanfarna daga tengjast mikilli færslu á flekaskilunum þá sé líklegt að sú hreyfing sé ekki bundin við efsta hluta skorpunnar. „Heldur nái alveg í gegnum skorpuna og þar af leiðandi hlýtur hún að hafa afleiðingar fyrir hluti sem eru dýpra í skorpunni.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mælir gegn gönguferðum á Keili vegna skjálfta Kristín Jónsdóttir, jarðvásérfræðingur, mælir ekki með gönguferðum á Keili vegna skjálfta sem nú ganga yfir. 28. febrúar 2021 16:59 Skjálfti að stærðinni 4,3 nú síðdegis Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann yfir 4,3 að stærð og upptökin einn kílómetra vestur af Keili. 28. febrúar 2021 16:31 Skjálfti að stærð 3,7 mældist kílómetra frá Grindavík GPS mælar voru settir upp hjá Fagradalsfjalli í dag. 28. febrúar 2021 15:09 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Mælir gegn gönguferðum á Keili vegna skjálfta Kristín Jónsdóttir, jarðvásérfræðingur, mælir ekki með gönguferðum á Keili vegna skjálfta sem nú ganga yfir. 28. febrúar 2021 16:59
Skjálfti að stærðinni 4,3 nú síðdegis Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann yfir 4,3 að stærð og upptökin einn kílómetra vestur af Keili. 28. febrúar 2021 16:31
Skjálfti að stærð 3,7 mældist kílómetra frá Grindavík GPS mælar voru settir upp hjá Fagradalsfjalli í dag. 28. febrúar 2021 15:09